Merki krossins - 01.11.1939, Síða 5

Merki krossins - 01.11.1939, Síða 5
sálir nauðsynlegur vegur til að kom- ast til Guðs. Vér kristnir menn eigum því ávalt að festa í hug vorn, að þeir, s.em fóru frá oss hafa rétt til þess að vér hjálp- um þeim með bænum vorum. Vér eig- um að halda áfram þessum bænum, er kristnir menn um allar aldir færðu Guði, fyrir sálirnar í hreinsunar- staðnum, og þeir sem koma á eftir, munu hjálpa ossi sjálfum. Allar kristnar sálir eru sameinaðar í Kristi og þessi trú er huggun allra, þangað til vér munum allir sjá veruleika þess- arar sameiningar á himnum, sem mun vera sælli eftir því sern vér höfum hjálpað hver öðrum með meiri kær- leik. Vér skulum hugsa til þess, sérstak- lega í þessum mánuði, sem er helg- aður sálunum í hreinsunareldþmm. Pað er ekki ógæfa ein sem af styrjöld leiðir! Breskur maður skrifar í kaþólska blaðið »Universe«: »Á þessum tímum, þegar við erujn altaf að bíða eftir að eitthvað gerist — á meðan við erum í sprengjuheld- um kjallara eða heijna hjá okkur — er það gott að hugsa til þess góðs, sem af styrjöld leiðir, þrátt fyrir alt. Pað er víst betra en að vera altaf að telja mínúturnar. Þegar fyrsta merkið var gefið um að loftárás væri í vændum, voru þá foreldrarnir, sem hafa börnin á ör- uggum stað í sveit, ekki mjög þakk- látir fyrir það, að blessuð börnin væru langt frá hættusvæðinu. En foreldrarnir, sem hafa börnin ennþá hjá sér, þökkuðu Guði, fyrir það, að hafa þau hjá sér, biðjandi til Guðs um að vernda> sig. (Það fyrsta þó, sem 4 ára gamalt barn mitt gerði, var að hlaupa út. í garð og sækja tvo spör- fugia, sem sonur nágrannans fékk honum, til þess að gæta þeirra, með- an hann væri sjálfur í sveit. En ég held ekki, að skapari allra hluta muni ávíta hann fyrir þetta). —- En þegar merkið var gefið um, að alt væri, orð- ið kyrt aftur, var það þá ekki bless- un fyrir oss? Og þegar þetta var gert í annað og í þriðja sinn? Þúsundir manna þakka Guði fyrir það, að þessi hættutími hefir leitt til þess, að þeir hafa í hreinskilni kipt í lag aftur öllu því, sem aflaga fór milli Guðs og samvizku þeirra-. Kærleikurinn hefir vaxið þessa dag- ana. Hafið þér tekið eftir því, hvernig nágranni ykkar, sem var svo stirður og kaldur í viðmóti, hefir breyzt? Það er-einkennilegt, hann er þó alls ekki kaldur og' stirður, en það var áður svo erfitt að brjóta ísinn milli okkar. En hvað um það, við höfurn fengið ótal marga nýja vini. Höfum við, ef til vill, fundið tU þess að það sé hart, að vera kaþólskur .i þessum tímum? Nú er það þó aUs ekki svo, því sálinni líður svo vel í ka- þólskri kirkju. Það er í þessari kirkju, sem hún vill lifa og einnig deyja, þeg- ar Guð kallar. Þetta er lítijl listi yfir það, sem okkur er til blessunar í þessari styrj- öld, en við gætum bætt ótrúlega miklu við það. Morki krosiinn 5

x

Merki krossins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.