Sunnudagsblaðið - 15.07.1923, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 15.07.1923, Blaðsíða 2
2 Sunnudagsblaðið. SUNNUDAGSBLAÐIÐ Utgefandi: Axel Thorsteinson, Thorvaldsensstr. 4. Sími 721. Við dagl. kl. 4—7. Utanáskrift: Pósthólf 106, Reykjavík. Verð 5 kr. á ári eða kr. 2,50 í sex mánuði. Erlendis 7 kr. Fyrirfram greiðsla. Árgangsstærð 240 síður. Uraboðsm. vestan hafs: Hjálmar Gíslason, bóksali i Wpg. trygg ingarfáíag iÓ éansRe JSranéforsiRrings SeísRaB‘ tekur t eldsvoðaábyrgð húseignir, innanhúsmuni, verzlunarvörur og allskonar lausafé. Aðalumboðsmaður fyrir ísland. SIGHVATUR BJARNASON, Amtmannsstíg 2. Victoria saumavélaverksmiðjan er ein elsta og mest þektasia special sauma- vélaverksmiðja Þýzkalands. — Victoria saumavélar eru þektar um allan heim. 58 ára reynsla verksmiðjunnar ó hinum þektu Vietoria saumavélum ábyrgist hið óviðjafnanlega efni. — llandiiniiiiar og fótstlgnar laumavélar á lager. Reiðhjólaverksmiöjan Fálkinn, 0/ 0 <§); <{§)■ <(§} <§)/ -0 <§>> y|>> <§)/ <§)/ <tð> (gfcyjSp Hinumegin við hornið. Eftir A. Th. 0 <§^> jpft & Loksins vorum við í Frakklandi. Síðustu dagana höfðum við verið á sifeldu flakki, frá einum stað til annars. Lítið um hvild, frá því við sigldum frá Folkestone lil Boulogne, þaðan á járn- brautarlest til stöðvar, er eg veit eigi nafn á og svo af stað á göngu þá, er nú skal lýst. Þetta var um mánaðamólin okt.— nóv. 1918. Og við vissum vel, að við vorum á leiðinni til her- Jínunnar. Við vorum íleslir nýliðar og þólt við værum vanir löngum göngum með fulla byrði, fanst okkur ganga þessi erfið- ari en hinar fyrri göngur okkar. Við vorum nokkur hundruð menn saman í ílokki undir stjórn fáeinna yfirforingja, sem virtust um það eitt hugsa að komast áfram, áfram — sem allra fyrst. Við lögðum af stað frá stöðinni, sem eg gal um, seint um kvöld. Það var kolamyrkur. Við gengum aurblauta vegina frá einu þorpi til annars. Er við gengum gegnum þorpin sáum við að eins skuggaleg húsin — eða rústirnar —, ljós sáum við engin og fátt fólks. Vinur minn Lasso gekk við hlið mér. »Þessir yfirforingjar eru kaldari en steinninn«, sagði hann. »Við fáum að kenna á því nú«. Lasso leit á úrið sitt, sem hann bar á vinstri úlnlið. »Tveir tímar nú, án hvíldar«. »t*reyttur, vinur?« »Hægri öxlin drepsár«. Við vorum nú á krossgötum. Þar var lögregluhermaður, er stjórnaði umferð og gegndi öðrum skyldum. »Hvað er langt eftir?« kallaði einhver. »Just around the corner« (að eins fyrir hornið), »Við erum hólpnir«, sagði Lasso. Það var eins og hann fengi nýtt þrek. Áfram var haldið. Og við mættum mörgum fleiri lögreglu- hermönnum. Alt af var einhver dauðþreyttur náungi að bera upp sömu heimskulegu spurninguna. Og alt af var svarið sama: Just around the corner. Loks þraut Lasson þolinmæðina. »Þeir eru að gabba okkur, Thornstein«. Hann kallaði mig alt af Thornstein. Keykvíhingar! JVIunið. að fastír áskrlfendur fá blaðlð borið lieim tll sín á hverjnm sunnudagsmorgni. »Auðvitað, Lasso. Eg var þess viss, en vildi ekki draga úr þér móðinn. f*eir vita náttúrlega ekki neitt um hvert okkar för er heitið. Að eins yfirforingjarnir vita það. Og sennilega er vitneskja þeirra takmörkuð«. »Þú hefir líklega rétt fyrir þér«. »Mislu ekki móðinn. Bráðum fáum við hvíld«. Við gengum, gengum. Pað var auðvitað enginn hljóðfæra- sláttur. Ekkert sem stappaði í okkur stálinu. Strákarnir of þreyttir til þess að raula. Að eins nöldur sárþreyttra nýliða barst að eyrum okkar. Einhver mælti að baki okkar: »Eg hélt alt af að eg myndi fær í flestan sjó. En eg sé að Frakkland drepur mig«. »Þreyttir, piltar?« sagði einn yflrforinginn. »Dauðþreyttir«, svaraði einhver. »Fáum við hvíld bráðum?« »Eftir hálftíma í 10 mínúlur. Innan fárra vikna hlægið þið að þessu ferðalagi«. En við vissum ástæðuna fyrir svona stuttri hvíld. Hermenn- irnir voru alt af að týnast aftur úr. Sumir létu fallast niður með veginum. Enginn tók framar. af sér byrðina, áður en hann féll eða lagðist niður. Of þreyttir til þess. Og yfirforingjarnir vissu hve erfilt var að koma hópnum af stað aftur. »Hundar«, kallaði einhver. »Þeir fara með okkur eins og hunda«. »Haltu þér saman«, kallaði annar. »Þetta eru stríðstímar, ef þú veist það ekki«. — Loks kom hvíldin. Við tókum vatnsflöskurnar okkai’. Dreyptum á. Að eins dreyptum. Urðum að spara. »Thornstein. Nú líður ekki á löngu«. »Innan fárra daga, býst eg við«. Á sömu stund var eins og himininn stæði í loga. Ekki allur himininn, að eins niður við sjóndeildarhringinn. Fallbyssuskotin dundu við úti í fjarskanum. »Lasso mælti: »Þú sagóir innan fárra daga. Við erum furðu nærri nú«. Sjónarröndin var eins og í loga annað veifið. Það var eins og niminn og jörð logaði þar upp ándartak, Svo varð alt dimt aftur. En dunur fallbyssanna þögnuðu ekki. — Svona var hann þá, »The Red Horizon«, sem hann Patrick McGiIl skrifaði um. Seinna komumst við að því að við vorum þó enn furðu langt frá »línunni«. En þá höfðum við svo litla æfingu í að giska á slikar vegalengdir. Aftur var farið af stað. Eg varð að hjálpa Lasso upp. Áframl Áfram! Enga miskunn hjá Magnúsi að finna. Við urðum að safna öllu súlarþreki okkar til þess eins að knýja áfram þreyttan líkamann. Svo leið hver stundin á fætur annari. Eg hafði gengið i þungum þönkum. »Lasso«, kallaði eg. »Fell out«, sagði einhver nálægt mér. (Gafst upp). »Mér þótti það leitt; hefði ekki fyrir neinn mun viljað yfir- gefa vin minn Lasso. En um það þýddi ekki að fást. Og »Áfram! Áfram!« hvísluðum við að sjálfum okkur. Stórar herflutninga bifreiðar fóru nú sama veginn, hundruð- um saman, þélt hver á eftir annari, og slettu aur og leðju yfir okkur alla. Við hugsuðum margt, nýliðarnir. Sjóndeildarhringurinn log- aði upp annað veifið sem fyr. Og skot fallbyssanna í fjarskan- um héldu okkur vakandi. Við vorum þessu svo óvanir. Loks fengum við klukkutima hvíld til þess að eta nautakjöt okkar og kex. Eina dós af nautakjöti og 2—3 beinakexkökur eru kallaðar járnskamturinn (iron-ration). Ætlaðar sem neyð- arúrræði. Má enginn eta þær, nema eftir skipun yfirforingjanna. Eg hafði lokið máltið minni, var að spjalla við einhvern, er eg heyrði kallað í veikum rómi: »Thornstein! Thornstein!« Eg ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum. Þetta var rödd Lasso’s. v »Lasso«. »Gamli félagi«. »Hvernig í dauðanum komstu hingað? Þeir sögðu þú hefðir gefist upp og eg vissi ekkert um það«. »Eg held það hafi liðið yfir mig«. (Niðurl. næst).

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.