Sunnudagsblaðið

Tölublað

Sunnudagsblaðið - 01.11.1925, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 01.11.1925, Blaðsíða 2
26 Sunnudagsblaðið. þjóns. En ég er konungur, sem á háa höll, og ég leiði þau inn í dýrð hallar minnar. Og þau fá fylli sína og leggjast til svefns. Og konungurinn er sorgbit- inn, því börn eiga að hlægja og leika sjer, en þessi börnin hafa gleymt því eða aldrei lært það ... Klukknahringing. Klukkan er eitt. Ég vakna af draumum mínum. Og ég lít alt í köldu ljósi virkileikans. Lííið er barátta, stríð. Og ég er þræll hins auð- uga og er til alls búinn, nema að sví- virða konur og misþyrma börnum. Vegna mín og miljóna annara munu miljónir barna eiga eríitt. það er eins um óvinahermanninn, en ég hata hann ekki og hann hatar mig ekki. En við skiljum ekki hvorn annan — til fulls. En stjórnmálamennirnir skilja. Og peð- unum er teflt fram á orustuvellinum. Óvinahermaðurinn er agnarlítið peð, sem ég drep ef ég get. Og hann lítur sömu augum á mig. En í raun og veru er okkur hlýlt hvors til annars. En við lútum illa valdi og við vitum ekki að við eigum vald sjálfir. Ég er þræll og ég er í ósátt við heim- inn. Ég er einn í miljónahóp, sem hlýðir en hatar. Ilatrið er vakið. En það er ekki þann, sem ég kalla óvin minn, sem ég hata. Og ég veit að það er eins um hann. Og ég heyri fótatak í myrkrinu. Og ég sé tvær blikandi stjörnur, þó hvergi sjái í himininn. Og kona ein stendur heint andspænis mér og önnur við hlið hennar. Önnur þeirra ber skjólu, og sú, er andspænis mér stendur, réttir mér bolla með heitum drykk. Og það er köldum líkamanum gott. En það er lyf sjúkri sál minni að finna návist konu, sem kannske hefði syndgað ekki minna en flestir, en hafði fundið frið við guð. Og það var ást í augum hennar, sem var ung og fögur, þó hún væri klædd nunnukufli, ást til mín, því hún elsk- aði alla menn, og ég var einn þeirra. Ástin til alls geislaði út frá henni og mér fanst ég standa í birtu Drottins. Eg var barn guðs og hún var mér góð systir. — Ég hafði hugsað um höll, silfrinlitaða í grænum skógi, sveipaða sólu. Slík var ást hennar. Og ég var ekki konungur, ég var lítið barn, sem hafði liungrað og þyrst, og dís mann- kærleikans hafði birst mér. Þegar hún kveður mig og snýr sér við snertir hún lílinn silfurkross, sem hún ber í svartri keðju. Og það er eins og Ijómi á hann, þó dimt sé. Fótatak systranna fjarlægist. Og hverfur seinast alveg. En ég sé veg framundan, sveipaðan sólu. Hann liggur upp hæð og á hæð- inni er kross, óbrotinn trékross. Og mergð manna krýpur í lotning.----------- Það er eins og þreytan ágerist óðum. En ég er sæll, því sál mín hafði leitað í sömu átt og sál konu, setn var i sátt við guð og alla menn. /1. Th. Félag Yestar-Islendinga. Aftalfuntlur mánudaginn 2. nóvember næstkomandi á Hótel Hekln kl. 81/-2 síðdegis. Kosin stjórn, rædd félagsmál, flutl erindi (síra Friðrik Hallgrímsson). Stjórnin. Conrad Nngel og Patsy Ruth Miller í kvikmyndinni »Master of Man« (Men- neskets Herre). Um Ljóðaþýðingar Stgr. Th,, I. b., skrifar Bjarni Jónsson kennari í Heimilisbl. í árg. ’25: Yfir öllum þessum ljóðum er sami liugð- næmi blærinn, sem yfir frumortum kvæðum þjóöskáldsins. Fornmentaáslin skín út úr þeim, og lienni er sú stefna í skáldskapnum samfara, að búa alt liið hversdagslega lað- andi hátíðabúningi. Alt er eins og wsveipað fegurðar gullblæjum«, líkt og náttúran á vorin. Stgr. Thorsteinsson var líka skáld vorsins og œskunnar. Vér hlökkum til áframhaldsins, og vonum að íslensku heimilin llýti fyrir því sem mest, meðjþví að kaupa sem fyrst þau heftin, sem komin eru. Ytri frágangur er vandaður og fylgir því höfundaskrá og fróðleiksgreinar og fyrirsagn- ir og upphöf þeirra kvæða, sem komin eru. Prentsmiðjan Gutenberg. Áu dóms og Iflga. Flestir kannast við hinar svo kölluðu »Iynchings« í Bandaríkjunum, sem lengi voru álitnar svartasli blelturinn á skildi hinnar vestrænu þjóðar. Mest hefir borið á þeim í suðurríkjunum, þar sem negrar eru fjölmennastir. »To lynch« þýðir að »taka framkvæmd laga í eigin hendur«, eins og þegar slíkt æði grípur menn, að engin biðlund er til þess að bíða úrskurðar réttarins, en sá sem grunaður er um glæp, er tekinn af skrílnum og drepinn án dóms og laga. Tíðast hafa svertingjar þeir sælt slíkum aðförum, er djarftækir gerðust tii hvítra kvenna. Hin síðustu ár hafa mörg félög með dagblöðin í broddi fylkingar, bar- ist fyrir því, að hvert riki gerði alt hugsanlegt, til þess að allar »lynchings« hættu, enda fækkar þeim slöðugt, voru aðeins 16 síðastliðið ár, en sú tala þykir lág samanborið við tölur fyrri ára. — Orðin »lynching« og »to lynch« eru dregin af nafni bónda eins í ríkinu Virgina, er Lynch liét, er var alræmd- ur fyrir, að »taka framkvæmd laganna í eigin hendur.« Charlie Chaplin var fæddur í London 1889; foreldrar hans voru GyðÍDgar. Hann byrjaði að leika, þegar hann var 7 ára gamall, en kvikmyndaleikari gerðist hann 1914. Jack Taylor i kvikmyndinn »Paa Livet Iös«, leikinn af Fred. Thomson. íi———^ Snnnudagsblaðiö. ltitstjóri: Axol Thorstelnsoii. Afgreiðsla: Kirkjustræti 4 (búðinni við Tjarnargötu). Askriftarverð: Kr. 5 00 (52 blöð). Einstök blöð: 15 aura. Afgreiðslusími: 1558. Póstbox: 95G. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. eind. Umboðsmaður vestan liafs: Pórður A. Thorsteinson, 552 Bannatyne Ave,, Winnipeg.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.