Sunnudagsblaðið

Tölublað

Sunnudagsblaðið - 10.01.1926, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 10.01.1926, Blaðsíða 3
Sunnudagsblaðið. 75 Síór úísala þann þ. m. fíéfst langslœrsta útsaíanf sem fíalóin fíafir varié fíér i Borginni\ cg eru þar seíéar alls fíonar vefnaéarvörur meé gfafveréi. — Sem éœmi má nefna: Kápn- og Kjólaefni fyrir alt að 1/2 virði. Crepé marocaine áður .22,50, nú 9,00. Tvisttau tvibr. áður 2,95, nú 1,45. Léreft frá 0,65. Tvisttau frá 0,90. Kvensokkar áður 5,85, nú 2,85. • Manchettskyrtur áður 12,50, nú 7,00. Karlmannshattar áður 9,85, nú 6,50. Karlmannssokkar áður 2,85, nú 0,90. Góðar enskar húfur frá 2,50. Hér er að eins fátt eitt talið, en verðið er alt eftir þessu. NB. Útsöluvörurnar eru að eins seldar gegn greiðslu út í hönd. tSacoBsen. Anita Stewart og Oscar Shaw í kvikm. »Broadway«. Þessi heimsfræga kvikmynd er stórkostleg lýsing á öllu þvi, sem mest ber á í skemtilífi stórborg- arinnar miklu, New York; í henni er aðdáanlega lýst lífi leikara, hnefaleikamanna, blaðamanna o. s. frv., bæði frá ljós- og skugga- hliðinni. Myndin er afar skrautleg og spennandi, og auk þess gefur það henni mikið gildi, að margir víðfrægir Amerikumenn leika i henni, svo sem Florenz Ziegfield, leikhússtjóri fyrir Ziegfield Follies, Tex Richard, hnefaleiksstjóri, Arthur Brisbane, blaðamaður, sem er víðfrægur fyrir blaða- greinar sínar i New York American, einhverju þektasta blaði New York, Ge- orge McManus, sem allir kannast við frá »Gyldenspjæt«-myndunum, Earle Sande, knapi, sem er kunnur fyrir kappreiðina miklu, er kept var á hinum frægu veðreiðahestum »Zev« og »Papyros«. Reið Sande á Zev og vann glæsi- legan sigur. Enn fremur Oscar Shaw, frægur hnetaleikamaður o. m. fl. Auk þessa leika ágætir, viðfrægir kvikmyndaleikarar i myndinni t. d. hin fagra Anita Stewart. Kvikm. þessi hefir alls staðar verið sýnd við geypilega aðsókn. eftir Jakob Jónsson frá Hrauni. Þá er Ritsjá og er í þetta sinn að eins yfir- lít yfir þær bækur, sem Iðunni voru sendar. Segir ritstj. álit sitt á hverri fyrir sig með fám orðum. Væntanlega heldur Iðunn ekki áfram á þessari braut, þvi sérstaklega er það hlutverk tímaritanna að gagnrýna bækurnar. Það gerir minna til þótt blöðin birti að eins ritfregnir eða lýsingar á bókum, um leið og þær koma út, en ekki reglulega ritdóma, þó sum þeirra geri það, er þau geta þvi við komið, en um bækurnar mega tímaritin ekki spara rúmið. — Iðunn ætlajr sér að ná í marga nýja kaupendur á næst- unni, og vonar Sunnudagsblaðið, að henni takist það. Hún á það skilið. Heitir hún verðlaunum fyrir útvegun kaupenda sem hér segir: Fyrir 30 nýja kaupendur: Orðabók Sigfúsar Blöndals i vönduðu skinn- bandi, verð kr. 100.00 fyrir 20: Menn og Mentir, 3 bindi, bundin, verð kr. 70.00, fyrir 10: öll verk Jóns Sveins- sonar, 4 bindi bundin, verð kr. 35.00, fyrir 7: Guðbrand biskup, eftir P. E. ólason, fyrir 4: Dægradvöl Gröndals, f bandi verð kr. 15.00 og loks fyrir 2: Gamansögur Gröndals innb., verð kr. 7.00. — Eru þetta góð kjör og munu vafalaust margir eignast ódýrustu bækurnar af þeina, sem hér eru taldar, með litilli fyrirhöfn. Alt eru þetta góðar bækur og kjörin svo góð, að fúrðu sætir. Áskell. „Hvíta rósin“ heitir fræg kvikmynd, sem alls staðar hefir þótt mikið til koma, enda gerð af snillingnum D. W. Griffith. Ágætis leikarar leika aðalhlutverkin, Ivar Novello, leikari af enskum ættum, er hefir getið sér ágætis orðstír, Mae March, ágæt leikkona, og Carol Dempster, sem allir kannast við úr kvikm. »Frelsisstríð Bandarikjanna« og »Draugaglettum«. Kvikm. er mjög áhrifamikil, enda gerð af frægasta kvikmyndara Bandarikjanna, og prýði- lega leikin. Hún gerist í Suðurríkjum Bandarikjanna. Hver er fegurst? Að tilhlutan ameriska kvikmynda- tímaritsins »PhotopIay« létu 500 blaða- gagnrýnendur álit sitt í Ijós á þvi, hver sé fegurst kvikmyndaleikkona i Bandarikjunum. Eru hér taldar þær, sem dæmdar voru »hinar tíu fegurstu leikkonur í Bandarikjunum«, eftir at- kvæðafjölda: 1. Corinne Griffith, 2. Mary Astor, 3. Alice Terry, 4. Florence Vidor, 5. May McAvoy, 6. Norma Shearer, 7. Gloria Swanson, 8. May Allison, 9. Marion Davies og 10. Pola Negri. En þær, sem stóðu næst þvi að komast í »hóp hinna útvöldu« voru: Barbara La Marr, Norma Talmadge, Grete Nissen, Mary Pickford, Nita Naldi, Betty Bronson, Leatrice Joy, AnnaQ Nilsson, Betty Compsson,Lilian Gish, Bebe Daniels og Ester Ralston. Bjarni Bjornsson, sem flestir Reykvíkingar kannast við, er nú i Hollywood, og mun hafa leikið yfirforingja-hlutverk i mynd, sem Douglas Fairbanks lék aðalhlut- verk í.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.