Sunnudagsblaðið

Tölublað

Sunnudagsblaðið - 10.01.1926, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 10.01.1926, Blaðsíða 4
76 Sannudagsblaðið. B. Ð S Arið 1926. Fyrstu ferðirnar: N/s. >. „Lyra“. Frá Bergen 7. jan, 21. jan., 4. íebr., 18. febr., 4. mars, 18. mars. Til Vestmannaeyja 11. jan., 25. jan., 8. febr., 22. febr., 8. mars, 22. mars. Til Reykjavíkur 12. jan., 26. jan., 9. febr., 23. febr., 9. mars, 23. mars. Frá Reykjavík 14. jan., 28. jan., 11. febr., 25. febr., 11. mars, 25. mars. Til Bergen 19. jan., 2. febr., 16. febr., 2. mars, 16. mars, 30 mars. S/s. „Nova“. Frá Oslo 2. febr. Frá Bergen 10. febr. til Fáskrúðsfjarðar og kring um land til Reykjavíkur 21. febr. Fer svo sömu leið til baka. NB. S/s. »Nova« fer fyrstu ferðina (frá Bergen) 7. janúar í stað »Lyru«. Nic. Bjarna«on. H.f. EIHSKIPAFJELÁG Í8LANDS. Aðalfundur. Aðalfnndur Hlutafjelagsins Eimskipaf|elag íslands verður haldinn i Kaupþingssalnum i húsi fjelagsins i Reykjavik, laugardaginn 26. júni 1926, og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá. 1. Stjórn fjelagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar, endurskoðaða rekstrar- reikninga til 31. desember 1925 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna i stjórn fjelagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt fjelagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumið- ar að fundinum verða afhentir hluthöfum og og umboðsmönnum hlut- hafa á skrifstofu fjelagsins í Reykjavík, dagana 23. og 24. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum fjelagsins um alt land, og afgreiðslumönnum þess, svo og á aðalskrifstofu fjelagsins í Reykjavik. Reykjavík, 16. desember 1925. Stjórnin. Allskonar sjótry^ingar °g brunatryggingar ITringið í síma 542, 309 eða 254. Glataði faðirinn. Eftir Jack London. Frh. _____ II. Hann var á leiðinni frá New York til East Falls. 1 Pullman reykinga- vagninum kyntist hann kaupsýslu- mönnum nokkrum. Þeir ræddu um viðskifti i Vesturríkjunum, og hann varð fljótt stjarna samræðunnar. Hann vissi um hvað hann var að tala. Hann var forseti Oakland verslunar- ráðuneytisins. Hinir tóku eftir því, er hann sagði, hvort heldur það var um Asíuverslun, Panamaskurðinn eða inn- flutning á japönskum verkamönnum. Hún var á við glas af sterku vini, þessi virðing og athygli, sem.hann naut frá þessum Austurrikja-kaupmönnum. Og áður en hann vissi var hann í East Falls. Enginn annar fór af lestinni þar. Á stöðinni var enginn. Nema stöðvar- stjórinn. Eins og enginn þar ætti von á neinum. Janúarkvöldrökkrið langa var að detta á. Það var kalt i veðrinu, en loftið hreint. Svo hann varð þess var, að föt hans lyktuðu af tóbaksreyk. ósjálfrátt fór eins og hrollur um hann. Agatha hafði aldrei getað vanist tóbaks- lykt. Hann var i þann veginn að kasta frá sér hálfreyktum vindiinum, þegar honum datt í hug, að þarna væri East Falls-Agöthuvaldið að ná tökum á honum aftur. Hann ákvað að láta það ekki ná tökum á sér. Hann beil fastar um vindilstúfinn. Steingjörvingsleg Vesturrikjaákvörðun kom fram i öllum andlitsdráttum hans. — Eftir fárra skrefa göngu, var hann kominn á litlu aðalgötuna. Það var eins og eyðilegt útlit hennar legði ís- kalda hönd á sál hans. — Aðeins fáar hræður Voru á ferli, sem hann kann- aðist ekki við. Þær litu forvitnislega á hann. Hann undraðist yfir undrun sjálfs sins. Tólf ár í vesturríkjunum hafði hann altaf litið smáum augum á East Falls. En fyr mátti nú rota en dauðrota. Alt var smálegra og Jítil- fjörlegra en hann minti það væri. Aðalbúðin var kytra. Hún var minní en eitt af vörugeymsluhúsunum hans. Frh.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.