Sunnudagsblaðið

Útgáva

Sunnudagsblaðið - 21.03.1926, Síða 2

Sunnudagsblaðið - 21.03.1926, Síða 2
124 Sunnudagsblaðið. „Heimkonian^. Frá því hefir verið sagt í smágreiuum í blaðinu, að ame- rískir sjómenn af skipinu »President Roosevelt«, björguðu skipshöfninni af enska gufuskipinu »Antinoe«, skömmu áður en það sökk. þessi mynd var tekin, þegar skipbrotsmennirnir komu til Plymouth á Englandi, og er af skipstjóranum af Antinoe og konu hans, er hún hafði heimt hann úr helju. ---------------------------------1 Sunnudagsblaöiö. Ritstjóri: Axel Thorsteiuson. Afgreiösla: Kirkjustræti 4. Opin virka daga kl. 4—7, og oft á öðrum tímum. Verðlag: Kr. 5 00 á ári (a. m. k. 52 blöð). Erlendis kr. 7.00. Afgreiðslusími: 1558. Póstbox: 956. Auglýsingaverð: Iír. 1.50 pr. cm. eind. Gjalddagi: Áramót. Umboðsmaður vestan hafs: Þórður A. Thorsteinson, 552 Bannatyne Ave., Winnipeg. Augl. má skila í prentsm. Gutenberg. Prentsmiðjan Gutenberg hf. b. , , , J Kisa tekur trygð við hænu-unga. (Sönn saga). Eftir E. S. Guðmundsson. Við áttum heima i 7 ár um tvær mílur enskar vestur af Hallson pósthúsi í Norður-Dakota. Árið 1895 flutti móðir mín og stjúpfaðir til Roseau County í Minnesota-riki. Ekki var búið stórt, en fáein hænsni átti móðir min; og kött átti hún. Ekki mjög löngu áður en við fluttum, gaut kisa og lá hún undir stónni með ketlinga sína. Um sama leyti ungaði ein af hænunum út. Eg man, að einn morgun hafði einum unganum orðið kalt, og var nær dauða en lífi, er bróðir minn kom út í eldhúsið. Tók bróðir minn ungann og bar hann inn í hlýjuna og lét hann við stóna. Mundi hann ekki í svipinn eftir kisu. Fór hann svo eitthvað frá, en er móðir mín kom út i eldhúsið var kisa búin að taka ung- ann og farin að hlúa að honum. Móðir mín varð hrædd, fyrst í stað, og hélt, að kisa mundi gera unganum mein, en sá brátt að það var ekki tilgangurinn, og lét hana svo hafa ungann. Pegar unganum var orðið heitt, var hann lát- inn til móður sinnar aftur, en ekki leið Á löngu áður en kisa fór út og sótti ungann og bar hann inn til ketlinga sinna. Og hvað oft sem út var farið með ungann, sótti hún hann einlægt, og var hárviss með að koma með þann rétta; svo móðir mín lofaði henni að hafa ungann hjá sér, og var eins og kisu þætti enn þá vænna um hann en um sín eigin afkvæmi. Oft höfðum við bræður gaman af að sjá til kisu, þá er hún var að reyna að venja ungann á spenann, en það tókst aldrei. Hvað aumingja kötturinn lagði sig í líma með öllu upphugsanlegu móti, til að kenna honum sömu aðferðina og sínum eigin afkvæmum, var bæði að- dáunarvert og hlægilegt um leið, eöa svo fanst okkur drengjunum. Eu ung- inn gat ekki skilið fóstru sína, varð bara feginn að njóta ylsins og ástríkis kisu; en að læra að sjúga, gat hann ekki. Er við fluttum, gátum við ekki tekið öll háensnin, og móðir mín treysti sér ekki að fara með hænuna, sem var með ungana. Lét hún konu þá, sem keypti kofann af okkur, fá hænuna. Með kisu og ketlingana fór móðir mín þó. Var kisa látin í kassa og ketlingarnir með henni. Man eg, að móðir mín sagði við konu þá, sem hænuna fékk, að hún héldi að hún mætti til að fá ungann hjá henni handa kisu; en þó varð ekki neitt af því. Fyrsta kvöldið, er við fórum af stað, fórum við aðeins fimm mílur. Er við vöknuðum næsta morgun, var kisa horfin. Gátum við ekki lagt af stað úr áfangastað okkar, annara orsaka vegna, fyr en um miðjan dag, svo eg var sendur að leita að kisu, og var hún þá komin heim og var þar hjá unga sinum. Fór eg með hana til baka aftur, og áttum við erfitt með að hemja hana hjá ketlingunum. Gátum við ekki látið hana út svo að við ættum ekki í löngu elt- ingaleik með að koma henni aftur ofan f kassann. — Er við vorum búin að vera um tvær vikur á ferðinni, og vorum komin á annað hundrað mílur að heiman, lofuðum við kisu út. Leið ekki á löngu þar til hún var horfin, og gátum við ekki fundið hana, hvernig sem við reyndum, og urðum að fara án hennar. Par var hús svo sem fjórð- ung úr mílu frá þeim stað, þar sem við áðum, og fórum við þangað, en urðum einskis varir. Tveimur árum siðar gistum við í húsi þessu og spurðum þar eftir kisu, og var okkur þá sagt: að köttur hefði komið þar og verið að snuðra á millí hænu-unga, hélt fólkið að það væri í illum tilgangi, svo kisa var skotin. Sakúntala eða Týndi hringurinn. Fornindversk saga. (Framh.). »Æ, heyrirðu það, besta!« kallaðí Príamveda, »heyrðirðu hvað voðamað' urinn sagði? Sakúntala hefir ekki heyrt til hans, og nú hefir hanii bölvað henni«. Pegar þær voru komnar að hliðinii. ^ sáu þær að maðurinn, sem heiftar orðin hafði talað, var vitringurinni' Dúrvasa /DurwasaJ; hann var allrí1 manna uppstökkastur, og skundað' hann burt í reiði. Ásýnd hans val dreyrrauð af gremju og heiftare!dof brann úr augum hans. »Farðu undir eins, Anasúja!« sagð| Priamveda, »reyndu að sefa bræð' hans. Fieygðu þér að fótum hans oí fáðu hann til að snúa aftur. Eg sk^ búa honum fótlaug á meðan; hao1’ ' má til að taka óbænir sínar aftur«.

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.