Sunnudagsblaðið - 11.04.1926, Blaðsíða 2
136
Sunnudagsblaðið.
Sól yið K jónliriiifí víðan.
(Úr pýsku)
Sól við sjónhring víðan
Sé eg renna pig,
Ó, pín yndisblíðan
Allan hrífur raig.
Kvöldsins klukkur hljóma
Kveðja pig á leið,
Láta lofgjörð óma
Lokið dags við skeið.
Skín í önd mér endur,
Ásýnd dýrðarvæn,
Hugur bæði og hendur
Hefjast upp í bæn.
Sjá hún seig til viðar,
Sortna tekur jörð,
Einn guð alla friðar,
Oss er heldur vörð.
Lykke-ríiðuneylið norska. Þessi mynd er af hinu nýja norska ráðuneyli
og er hún tekiu við konungshöllina í Osló.
Frá vinstri: Morelj, Ivonow, Wefring, Christensen, Lykke, Yegner, Magell-
sen og Robertson.
Æðstur alheims sjólinn,
Eilíf dýrð pín há
Aldrei eins og sólin
Undir ganga má.
Likn pín ljúf oss sendi,
Ljós, er innra skín,
Að vor augu vendi
Æ í liæð til pín.
Ilvuð ljóinar nvo íagurt —.
(Úr dönsku).
Hvað ljómar svo fagurt á fjallstind peim
Á friðsælu kvöldi, er sól rann heim?
Far bænhús stendur, sem boðun tér
Til bæna peim sem um veginn fer.
Hvað heyrist að ofan frá hamrageim
í hljómfagri blöndun við lækja eim?
Far bræður á kveldi nú hefja hljóð
Og herrann göfga með lofsöngs óð?
Stgr. Th. pýddi.
Frá Vestur-lslendingum.
Bjorgvin Gnðmundsson heitir sjálf-
meutað vestur-íslenskt tónskáld. Þ. 23.
febr þ. á. söng 60 manna flokkur í
Winnepeg kantötu eftir hann undir
stjórn hans sjálfs. Lúka söngfróðir menn
vestra miklu lofsorði á verk Björgvins.
Islendingafélagið „Yísir'4 í Chicago
virðist standa í miklum blóma. Margt
íslenskra handiðnarmanna í Winnipeg
hafa flutt til Chicago í haust og vetur.
Félag þetta starfar nú að undirbúningi
þáttöku Islendinga í sýningu mikilli, er
þar á að halda í apríl (The Women’s
Worlds Fair). Emil Walter, hinn víð-
kunni vestur-íslenski listmálari gaf
»Vísi« eigi alls fyrir löngu eitt málverk
sitt og á að selja það með dráttarmiðum
til arðs fyrir sjóð félagsins.
Pjóðræknisfélag íslendinga í Vestur-
heimi efndi til kappglímu í Wpg. þ. 24.
febr. Var þar kept um þrenn verðlaun
(100 dollara virði), gefin af Jóhannesi
Jósefssyni. Flesta vinninga (10) hlaut
Óskar Rorgilsson, frá Oak Point. Mestan
hlut að endurvakning áhuga fyrir ís-
lenskri glímu vestra munu þeir eiga
Jóhannes Jósefsson og Benedikt Ólafsson
í Vinnipeg.
Pjóðræknisfélagið stendur í miklum
blóma. Á þinginu, er haldið var i febr.
voru m. a. þessi mál rædd:
1. íslensk glíma, æfing hennar á sem
flestum stöðvum Vestur-íslendinga.
2. Söngstarf, að dæmi Brynjólfs Por-
lákssonar.
3. Áfnám tolls á bókum frá íslandi.
4. Að leggja nú þegar grundvöll að
veglegu félagsheimili í Winnipegborg,
sem verði miðstöð fyrir islenskt félags-
líf, gesti, íþróttir, lestrarsal, bókasafn,
og sölu íslenkra bóka og blaða.
5. Að koma á fót hið bráðasta fram-
kvæmdarstjóraembætti eða starfi og fela
það manni, er flytji erindi meðal enskra
og íslenskra manna, á hérlendum menta-
stofnunum, um ísland og íslendinga,
bókmentir vorar og þjóðræknismál.
Skal hann og vera málsvari vor meðal
hérlendra þjóða.
Klúbburinn Helgi raagri gerði Jó-
hannes Jósefsson nýlega að heiðurs-
félaga sínum.
Sakúntala
eða
Týndi liringurinn.
Fornindversk saga.
(Framh.).
Sakúntala skelfdist við þessi orð,
en Príamveda hughreysti hana og
sagði, að þessi tortrygni sin væri ein-
ungis sprottin af elsku og systurlegri
umhyggju fyrir velferð hennar, en
það væri svo oft að elskan píndi sig
sjálfa með alskonar marklausum hug-
boðsórum, sem þó sjaldan rættust.
Pjónarnir hjálpuðu Sakúntölu upp
í vagninn. Að siðustu hneigði hún
blíðlega höfði sínu til allra, sem eftir
stóðu, og horfði til þeirra tárvotum
augum; það var hennar síðasta kveðja
og á svipstundu var hún horfin úr
augsýn.
Kanva tók þær lagsj'stur hennar
sína við hvora hönd og leiddi þær
heim í hús þeirra.
»Æ, hvað hér verður nú tómlegt á
eftir«, sögðu þær með ekka.
»Verið hughraustar, dætur mínar!«
mælti Kanva; »það mun koma að
því fyr eða siðar, að þið fáið ykkur
eiginmann, og þá munuð þið skilja
mig einan eftir. Þessi orð skáldsins
hafa alténd verið mér minnisstæð:
»Paö böl er lagt á okkur ár og síð,
Að undir rósum pyrnarnir sig dylja,
Öll hjartans elska, von og strit óg stríð
Ei stoðar hót — við neyðumst til að skilja.
Og vel sé þeim, sem við skilnaðinn
lætur eftir sig eins fagra minningu og
þessi okkar ástvina, hin góða Sakún-
tala. Mér þykir svo vænt um að eg
læt hana í góðs manns hendur. Satt
að segja hef eg einungis skilað aftur
fyrirtrúuðu hnossi, sem eg varðveitti
með andvarasamri umhyggju. En að
geta skilað hnossinu aftur svo hreinu
og óflekkuðu, það er mér gleðiefni og
það mýkir mér hinn sára sviða
skilnaðartregans«.
III.
Alburðir við konungshirðina.
Sankúntölu gekk ferðin greiðlega
svo ekkert bar til tálma og lcomst
hún farsællega til höfuðborgarinnar og
i höll konungsins.
Hún sótti svo að konunginum, að
hann var nýgenginn inn í eilt af
hinum innri herbergjum í höllinni.
Hann sat þar hjá Matavía, yngra bróð-
ur sínum, á hvílbeði, og var því líkast
sem hann leitaði næðis til að hressa
sig eftir hin erfiðu og áhyggjusömu
stjórnarstörf. í einu hliðarherberginu