Sunnudagsblaðið - 11.04.1926, Blaðsíða 3
Sunnudagsblaðið.
137
Vorvörurnar
eru komnar aflur i afarmiklu og fjölbreyttu úrvali, og
miklum mun ódýrari en verið heíir, sökum verðlækk-
unar erlendis og tolllækkunar hér. — Sérstaklega skal
vakin athygli á allskonar tilbúnum kvenfatnaði, með
mikið lægra verði en þekst hefir hér áður. Einnig hafa
allar eldri vörubirgðir verið lækkaðar i samræmi við
núgildandi lægsta verð.
Coilí <3acoðsen.
Úr kvikmyndinni »Brúður fossfarans«.
Irar Lykke, forsætisráðherra Norð
manna.
ómaði hin fegursta sönglist, og voru
þar kvæði sungin á vixl með karl-
manna og kvenna röddum. Konungur-
inn hlustaði með mestri eftirtekt á
vísu, sem ambátt nokkur var að
syngja, og var eins og hún vekti hjá
honum einhverja óljósa endurminn-
ingu.
»Manstu þá af lysting ljúfri,
Létta, hunangsþyrsta bý!
Mangó-blómið kært þú kystir,
Kúrðir langa stund hjá því?
Æ, því fórstu að flökta í burtu,
Faldir þig á öðrum stað,
Djúpt í lótos-blaða bikar,
Bý mitt! hvernig gastu það?«.
Þegar þessi vísa var sungin til
enda sneri konungurinn sér að Mata-
via og sagði: Með hvilíkum töfrakrafti
gripur sönglistin hjörtu vor! Þegar
andinn er orðinn linur og lúinn, þá
megnar hún að gefa honum aftur
sina fyrri stælingu, og eins getur hún
gert það að verkum, að eitt sérstakt
tilfinningar-ástand mannsins verður
yfirgnæfandi. Þessi skilnaðarvísa, sem
verið var að syngja, hefir nú gert
mig einhvern veginn svo angurværan.
Er ekki þetta undarlegt? Og af hverju
getur það komið, að menn, sem þó
annars eru sælir, verða gagnteknir af
þessari angurblíðu tilfinningu, þegar
þeir annaðhvort hlusta á inndæla
sönglist eða horfa á fagrar myndir?
Er það sprottið af óljósri endurminn-
ingu um unaðsemdir, sem við ein-
hvern tíma höfum notið fyrir löngu
siðan? Eða bendir þessi blíða tilfinn-
ing til einhvers sambands við elskað-
ar verur, sem við höfum þekt í vorri
fyrri tilveru?
Meðan konungur þannig var að
reyna að gera sér grein fyrir hugar-
ástandi sinu, kom inn þjónn nokkur
og mælti: »Heill sé konungi vorum
með sæmd og sigri! Hér eru fyrir
utan margir einbúar frá Hemakúta-
fjalli. Þeir eru komnir hingað með
konu, sem hefir skýlu íyrir andliti,
og segja þeir, að hún sé send í viss-
um erindagjörðum af Ivanva hinum
helga«. Frh,
Kvikmyndir.
Brúður fossfarans. í sex þáttum.
Mun vekja sérstaka eftirtekt vegna þess,
að þetta mun hin frægasta finska kvik-
mynd, sem gerð hefir verið. Kvikm.
þessi mun að mörgu svipa til hinnar
ágætu kvikm. »Blómið blóðrauða«, sem
hér var svo vel sótt. Allir leikendurnir
eru finskir. Aðalhlutverk leika: Heidi
Korhonen, er leikur Hönnu Iisakki, og
Oiva Soini, er leikur Antti, straumfarann
fífldjarfa. Tvær myndir úr þessari kvik-
mynd eru birtar í blaðinu í dag.
Don Garlos. þetta er stórfengleg kvik-
mynd í 8 þ. Aðalhlutverk eru leikin af
víðkunnum þýskum leikurum, t. d.
Conrad Veidt, Dagny Servais, Eugen
Klöpfer. Ennfremur Aud Egede Nissen
og Martin Herzsberg. Sagan gerist á
Spáni um 1600. Kvikm. er áhrifamikil,
vel leikin og afar skrautleg.
Valontino og Pola Negrl.
Amerísk blöð birta þá fregn, að Pola
Negri og Valentino séu trúlofuð. Pola
Negri sagði í viðtali við blaðamann, er
hún var spurð hvað hæft væri í þessu,
að hún og Valentino ætluðu að giftast
eftir 4 mánuði, ef tilfinningum þeirra
verður eins varið þá og nú.
Constance Talmndage,
ameriska kvikmyndaleikkonan, er
nýgift breskum manni, kapt. Alstair
Mackintosht.
Tveir póstflngmenn,
flugu nýlega frá New York City til
Chicago á 5 stundum og 5 minútum
og settu þar með nýtt met.
Betty Bronsson
heitir ameriska leikkonan, sem lék
Madonnu í Ben Húr, af mikilli list.
Betty Bronson var óþekt, uns hún
lék i Peter Pan. Vegna leiks síns i
þeirri kvikm. fékk hún hið vandasama
hlutverk í Ben Húr.