Sunnudagsblaðið

Issue

Sunnudagsblaðið - 09.05.1926, Page 3

Sunnudagsblaðið - 09.05.1926, Page 3
Sunnudagsblaðið 153 FATAEFNI í stóru úrvali fyrirliggjandi. Föt saumuð fljótt og vel. KI. Andersen A Sön. Aðalstræti 16. Notið Persil rétt. Uppleysið það í köldu vatni. Forðist að láta nokkuð annað þvottaefni saman við það, hvorki sápu né sóda. Pað gerir þvottinn að eins dýrari, og dregur úr áhrifum Persils. Sjóðið þvottinn í 15—20 mínútur við hægan eld og skolið síðan, fyrst úr volgu svo úr köldu vatni. Petta er allur galdurinn. En árangurinn: sótthreinsaður, ilm- andi, mjallhvítur þvottur. Persil slitur ekki tauinu. því það inniheldur ekkert klór. Petta þarf ekki að segja þeim, sem reynt hafa þetta töframeðal og geta ekki hugsað sér þvottadaga án þess. Reynið Persil næst. Hafið þér efni á að nota annað en það besta þegar það er ódýrast? Persil læst alstaöar. Molar. hefði þó átt að hugkvæmast, að mál- efni einbúanna gátu ómögulega tafið fyrir þér svo langan tíma«. »Bróðir minn!« sagði konungurinn, »veistu enga huggun fyrir mitt sundur- slitna hjarta, veistu ekkert, sem getur frelsað mig úr þessari eymd? Pegar eg hugsa til þess, að eg kannaðist ekki við hana og hvernig hún mændi grátandi á mig, sem hafði svikið hana, og þegar eg minnist þess, að eg gat verið svo harðhjartaður að reka hana frá mér, þó hún slæði frammi fyrir mér með sína himinfögru, tár- votu ásjónu, æ, þá brennur kvölin í hjarta minu, eins og' það væri gegnum níst með eitruðu banaskeyti«. Um leið og hann mælli þannig, hélt hann klút fyrir augun til að dylja geðshræringu sína. »Mig tekur sárt til þín, bróðir minn!« sagði Matavía meðaumkunar- fullur og tók um hendi konungsins; »eg vildi eg gæti huggað þig. Nú dettur mér nokkuð í hug; væri þér hugaríró, ef þú vissir að einhver af hinum góðu lolt-öndum hefði llogið hurt með Sakúntölu?« »Þér skjátlast Matavía; gyðjan Men- aka er móðir hennar og er varla neinn efi á því að fylgidísir hennar hafa tekið hana i sitt verndarskjól, þegar mér fórst svo illa. ó, að eg mætti hafa einhverja von um að sjá hana aftur«! Hann tók nú mynd úr barmi sínum og sýndi Matavía. »Littu á«! sagði hann, og glaðnaði í yfirbragði,« eí nokkuð er í þessari mynd, sem ekki er fagurt, þá er minni handvömm um það að kenna; sérðu hver þetta á að vera?« »Mikill snildar málari ertu kon- ungur! Prýðilega hefir þér tekist að líkja eftir fegurð konu þinnar. Pað er samt slcaði að hérna er dálítill blettur á málverkinu«. »Já, eg veit það, hann er kominn af einu tári, sem hrundi óvart niður á myndina. En er ekki von að eg gráti, þegar eg horfi á þetta bliða og trúfasta auga, þegar eg hugsa um lundinn fagra, þar sem hún sýndi mér þá innilegustu elsku, sem eg hef ekki launað henni með öðru en smán og skapraun? Pú getur þvi nærri, Matavía! hvað eg tek út af kvölum ástarinnar og saknaðarins«. Sanúmati hafði hlustað á samtal bræðranna og hrærðist nú til með- aumkunar með konunginum. Hún hóf sig þegar upp í himin Indra og sagði um leið við sjálfa sig: »Þessi lrábæra elska verðskuldar umbun, því hún ber jafnframt vott um hrejn- an hug og iðrandi hjarta. Eg er sann- færð um, að þegar eg skýri Sakún- tölu frá þessu, þá mun hún gleyma þeirri sorg og mæðu, sem útskúfunin hetir bakað henni«. Malavia var genginn bak við lauf- skálann, því hann vildi láta bróður s'nn vera einan með sorginni úr því hann gat ekki huggað hann. I sama vetfangi sér hann bliku á lofti, og fram úr henni brunar himin-vagninn, dreginn af sólarhestunum, og kemur niður á jörðina rétt hjá honum. Þá varð Mataíva skelkaður og hrópaði: »Eg er Bramani og Bramana dirfast illir andar ekki að deyða«. Konungur heyrði ópið og liélt að einhver óvinur hefði ráðist á bróður sinn, þreif til bogans og skundaði til liðs við hann. Þá sá hann vitrunina, og stóð af henni svo mikill ljómi, að honum gl5Tjaði fyrir augu. Frh. „De Fortaptcs Ö“, í 8 þ. Frá First National félaginu. Aðalhlutverk: Milton Sills, Vio’a Dana, Rosemary Theby, Ruth Cliíford o. s. frv. Dolores Costello heitir amerisk kvikmyndaleikkona, sem varð fræg á skömmum tíma. Hún lék aðalhlutverkið í kvikm. »The Sea Beast«, á móti John Barrymore. Lya de Potti ungverska kvikmyndaleikkonan er nú komin til Atneríku. Hefir Para- mounl-féiagið góðkunna tekið hana í tölu starfsfólks síns. íhúatala Bandaríkjanna er nú liðlega 117 miljónir. Sérfræð- ingar giska á, að árið 1930 verði ibúa- fjödinn þar i landi 125 miljónir. Flestir íbúar eru í New York-riki, 11. 303. 29G, en fæslir i Wyoming 235.689.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.