Dvöl - 04.02.1934, Blaðsíða 7

Dvöl - 04.02.1934, Blaðsíða 7
4. febrúar 1934 D V Ö L 5 svo aftur til baka, fann að bann hafði snúið við, hélt aftur niður að Tuileries-görðunum, yfir Signu tók aftur eftir því, að hann var að villast og sneri við i áttina til Champs Élysées, alveg utan við sig. Hann reyndi að velta þessu fyrir sér, til-að skilja það. Konan lians gat ekki hafa haft efni á þvi að kaupa slikan dýrgrip. Á- reiðanlega ekki. En — þá lilaut þetta að vera gjöf! — Gjöf! — Gjöf frá hverjum? Hvers vegna var henni gefin slík gjöf? Hann nam staðar, og þarna stóð hann eins og stytta á miðju stræt- inu. Hræðilegum efa skaut upp í huga hans — hún? Nú, þá voru sjálfsagt hinár gersemarnar lika gjafir! Honum fannst jörðin hif- ast undir fótum sér — tréð fram undan honum riða til falls — hann fórnaði upp höndunum og féll meðvitundarlaus til jarðar. Hann rankaði við sér inni i lyfjabúð uinni, en þangað hafði hann verið horinn af mönnum, sem konlið höfðu þar að, sem liann lá. Hann bað þá að fara með sig heim til sín, og svo lokaði hann sig inni í herberginu sínu. Hann grét fram á kvöld, tróð upp í sig vasaklút til þess að hljóða ekki. Loks fleygði hann sér upp í rúm, yfirkominn af sorg og þreytu og sofnaði þungum svefni. Hann vaknaði við það, að sólin skein inn til hans, og fór nú á fæt- ur og hjóst til þess að fara á skrif- stoíuna. Það var örðugt að fara til vinnu, eftir annað eins áfall, svo liann sendi bréf til skrifstofu- stjórans og bað sig afsakaðan. Þá minntist hann þess, að hann átti að fara aftur til skartgripasal- ans. Hann var yfirkominn af hlvgðun, og þarna sat hann langa hríð sokkinn ofan í hugsanir sín- ar. En ekki gat hann látið háls- bandið liggja í reiðileysi hjá mann- inum. Svo klæddi hann sig og fór út. Vcðrið var yndislegt, himin- inn hlár og tær, borgin brosglöð. Iðjulausir menn gengu fram og aftur um göturnar, með hendurn- ar í vösunum. Þegar Lantin sá þessa menn, sagði hann við sjálfan sig: Ríkir menn eiga sannarlega gott! Eigi maður nóg fé er auðvelt að gleyma jafnvel hinni sárustu sorg. Þá getur maður farið hvert sem mann lystir, ferðazt og gleymt. Bara ég væri ríkur! Hann fann nú, að liann var svangur, en peninga átti hann enga. Nú minntist hann liálsfest- arinnar á ný. Átján þúsund frankar. En sú upphæð! Hann var innan stundar kom- inn í Rue de la Paix og gekk þar aftur og fram á götunni gegnt skartgripabúðinni. Átján þús- und frankar!. Tuttugu sinnum var að honum komið að fara inn, en blygðunartilfinningin hélt aft- ur af honum. Hann var nú samt svangur — hungraður, og hann átti ekki grænan eyri á sér. Hann

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.