Dvöl - 29.09.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 29.09.1935, Blaðsíða 13
í?í). s(!|)témber lí>35 D V 13 hleypti svo í einu vetfangi upp í það, þannig, að allrahæsta öldu- faxið varð rétt framan við stefnið, en yfir allt skipið framanvert og upp í segl fossaði það og tók allt aftur í miðrúm, svo að flæddi of- an í austurrúmið. í því að ólagið kom sá ég að Jón brá sér fram yfir miðskips- þóftuna og hrifsaði austurtrogið af þeim sem með það var í hend- inni, og ekki var ólagið riðið undan skipinu að fullu er hann \ar farinn að ausa svo ákaflega, að aðrar eins handatiltektir hefi eg aldrei séð við það verk og ekki leit hann upp fyr en rúmið mátti heita þurrt. Sama var leitast við að gera í austurrúminu. Eftir ólagið varð emskonar hlé eða hvíld, eins og oft verður eftir mikil ólög, enda var þá stórgert haglél skollið yfir, en það er al- kunnugt meðal sjómanna, að þau slétta eða berja stórsjó allmikið niður í bili. Skipið fékk því full hlaup aftur og muldi nú, eins og einhver ofsareið, lifandi' vera, undir sig hvern sjóinn á fætur öðrum. Á meðan var ausið allt hvað af tók. Þégar við vorum að sleppa út úr ólaginu, varð formatminum litið niður í skutinn og stóð hann þar í sjó í miðjan legg. Af því ég var svo nálægt honum (aðeins framan við skorbitann) tók ég eftir því að hann skifti litum lít- ið eitt og sagði með róm sem ég kunni ekki við: ö L „Er virkilega svona mikill sjór í honum|?“ Aldrei veit ég hvað að mér kom, — en allt í einu fauk í mig, svo ég svaraði honum hast og kuldalega: „Ertu vitlaus, passaðu það, sem þú átt að gera, — sérðu ekki að sjórinn stendur í fiskinum hérna og ég er að troða hann“. Hann sótroðnaði við, en sagði ekkert, og ekki gáði hann niður í formannssætið fyrst um sinn. Enginn af hásetunum hafði af þessum orðaskiptum okkar að segja, hvorki fyrr né síðar, því þeir sem næstir voru höfðu nóg að gera í austrinum og öðru. Oft sagði hann seinna, þegar við vorum tveir einir, að þetta væri kaldasta svarið, semj ég hefði gef- ið sér um dagana, — en við vor- um1 alla tíð góðir vinir, — og að seint mundi hann geta fulllaunað það, því sér hefði allt í einu hvarflað í hug að við værum að sökkva, en gleymt því og orðið reiður, þegar ég svaraði svona hrottalega. En af stjórninni mátti ekki missa sjónar eitt augnablik, og lá þar við líf okkar. — Annars var þetta í eina skiptið sem ég gat merkt að honum brygði hvað sem á gekk. Eftir þetta gerðist ekkert sér- staklega sögulegt; skipið var ])urrausið á ótrúlega stuttum tímla, en í raun og veru var það langbandafullt þegar formaður- inn leit niður í sætið, semj fyrr

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.