Hænir


Hænir - 21.06.1924, Síða 1

Hænir - 21.06.1924, Síða 1
Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Arngrímsson Talsími 32 :: Pósthólf 45 axxx mca Kemur út einu sinni í viku; minst 52 biöö á ári. Verð 6 kr. árg. Gjaldd. 1. júlí, inn- anbæjar ársfjórðungslcga. 2. árg Seyöisfiröi, 21. júní 1924 27. tbl. Stækkun rafstöðvarinnar. Alt frá því 1913, að rafstöðin hér var bygð, hafa menn fundið til þess, að hún væri ekki nægi- lega stór til þess, að bæjarbúar sem flestir gætu haft bæði Ijós, suðu ag hita við rafmagn. Auk þess gat fyrirsjáanlega stafað stór- hætta af því, að leggja jafn jnikiö starf á eitt vélakerfi, og gat orsak- að bilun á miðjum vetri og Ijós- leysi, og að minsta kosti valdið verri endingu vélanna. Hueigðist hugur þeirra manna, sem mest skin bera á þetta, því skömmn seinna, 1915—’16, mjög í þí átt, að stækka stöðina einB fljótt og við yrði komið. En stríð- ið var þessu til hindrunar, svo ómögulegt var, að framkvæma þessa endurbót á stöðinni eins fljótt og áformað var. Að yfirstíga þá örðugleika, sem á veginum hafa verið, hefir ekki tekist fyr en á þessu ári. Enda standá nú framkvæmdir verksins yfir. Hænir hefir hitt að máli for- mann rafmagnsnefndar, herra Eyj- ólf jónsson, bankastjóra, þessu Viðvíkjandi. Var hann að vanda greiður í svörum og skýrði þann- ig frá: „Endurbætur rafmagnsstöðvar- innar liggja aðallega í því, að nýju vélakerfi er bætt við, stm er jafn- stórt því, sem fyrir var, 75 best- öfl. Verður stöðin því helmingi aflmeiri en hún var áður. Nýjum, stærri straumbreyturum hefir ver- ið bætt við, og sverari leiðslur lagðar milli háspennu og lág- spennu, 25 í stað 16 sem áður var. Tvöfaldur O-þráður verður haföur í öllum bænum, 16 í við- bót við 10, sem fyrir var, verða því 4 þræðir inn í hvert hús, þar sem suða er notuð. Straummagn- inu verður breytt í 208 volt í stað 120 sem áður var, nema til ljósa og smærri suðuáhalda. Auk þess, fara fram viðgerðir og endurbæt- ur á öllu leiðslunetinu eftir þörf- um. Fyrir ofan stöðina hefir stýflu- garðurinn verið hækkaður, og nú er verið að lengja hann út frá ánni. En rörin, frá stýflugarðinum og niður að stöðinni, voru þegar í upphafi höfð nægilega víð með t'lliti til þessarar stækkunar, svo Þ^u halda séf eins og þau voru, að undantekna því, að á stuttu svæði er verið að grafa þau upp, til þess aö stöðvá leká, sem á þeim hefir verið frá fyrstu og staf- ar af skakkri afstöðu stöðvarhúss- ins gagnvart rörleiðslustefnunni í byrjun, þegar stöðin var bygð. Nýju vélarnar eru irá sömu verksmiðju óg hinar eldri, Voight i Heidenheim í þýzkalandi, útveg- aðar í gegnum Siemens-Schukert í Kaupm.höfn, og með þeini er sendur sami maðurinn, sem með fyrri vélunum, herra Schausz vél- fræðingur, sem er kunnugur öll- um hnútum hér frá 1913 og því ágætt að fá hann aftur. Einnig sendi Siemens-Schukhrt 2 menn, herra Brinck, rafstöðvafulltrúa, sem hefir yfirumsjón verksins, og herra Larsen, rafmagnsfræðing, ogverða þeir allir hér þar til verkinu er að fullu lokið. Verkið gengur. annars sæmilega fljótt, og er von.andi að því verði lokið kringurn 20. júlí“. Og Hænir kveður og þakkar fyrir upplýsingarnar. í viðbót við það, sem sagt hefir verið, má óhætt fullyrða, að. frá hálfu rafmagnsnefndar verður verk- inuflýtt eins oghægt er ogmun hún leysa sinn hluta pess af hendi eins vel og frekast verður á kosið. Skortur á í litlum bæ, þar sem stritiö fyr- ir brauði til næsta máls seturað- alsvipinn á bsejarlífið, koma íbú- arnir saman, eftir erfiði og þunga dagsins, til þess að minnast til- veru mesta manns þjóðarinnar. f(u)danæðingyr (hins,4slen;si$ vors aftrar engum frá að mæta. Þetta er þjóðernistilfinning meiri, en Jón forseti Sigurösson varð nokkurntíma \ar við í lifanda lífi, meðal þjóðar sinnar. Enda varþað hann, sem vakti hana, eftir margra alda svefn. -— —- Eftir vel meintan inngang hefst samkoman með hinum fagra þjóö- arlofsöng: „Ó, guð vors lands“, sem fyrir löngu hefir verið viður- kendur þjóðsöngur vor íslendinga. Af því eg stend, rétti eg betur úr mérf til þess að sýna þó ein- hvern vott virðingar, Eg bjóst viö, að hitt fólkið, sem sæti hafði, mundi standa upp. — En hvað skeður? — Það stendur englnn upp! — Eg roðna og lít í kring um mig. Eg lít til þeirra, sem ætluðu að mæla fyrir minni frelsishetjr unnar og (andsins. — Eg lít til bæjarfulltrúanna og annara leið- andi manna bæjarfélagsins. — Þeir sitja allir eins og steingerfingar. Þetta var skortur á þjóðernis- tilfinningu. Þetta var því óafsakanlegra, sem bæði kvæðið og lagið eru eitt- hvað það bezta, sem tvö mestu skáld þjóðar vorrar, hvor á sínu svið:, hafa gefið okkur. Eg efast um, að nokkur þjóð í heimi eigi eins voldugan þjóðsöng. Það VAT líka skortur á þjóðlegri háttprýði, vegna þess, að það. er skylda hvers góðs borgara, að sýna fána þjóðar sinnar og þjóð- söng tilhlýðilega virðingu. —.— Eg draup höfði og hugsaði: Hvort mun þjóðernistilfinningin hafa orð ið eftir fyrir utan, bjá yfirhöfnun unum, eða var hún aldrei höfð með að heiman? — Eg tímdi ekki að kýla stafinn í bakið á þeim næsta. Eg hélt að eg myndi ef til vill brjóta hann.--------- Meira var sungið og ræður haldnar. Alt gott, — eftir efnum og ástæðum —. Síðast var dansað. Til þess var, ef til vill, leikurinn gerður? Lát- um það vera. Það er skemtun æskunnar, og æskan' sýnir ekki minni þjóðernistilfinningu en hinir eldri. Qetur, meira að segja, látið hana felast í einu léttu dansspori. Þessi skuggi, sem féll á sam- komuna fyrir vankunnáttu við- staddra, er svo leiður, að hann ætti helzt ekki að koma fyrir aftur. Við megum ekki láta það spyrj- ast um okkur, að við kunnum ekki að meta jafn dýrmæta gjöf, eins og þessi göfugi lofsöngur er. Þaö er líka það minsta þakklæti, sem við getum vottað höfundin- um, að við sýnum tilhlýðilega lotningu, þegar við heyrum þjóð- sönginn sunginn. 17.—VI.—1924. Akr. Léon Daudet foringi konungssinna f Frakklandi er sonur rithöfundarins Alphonse Daudet. Hann hefur verið mjög andstæður Þjóðverjum og er þjóð- ernissinni í húð og hár. Sjálfur er L. D. rithöfundur eins og faðir hans var. Mest lof fékk hann, hjá þjóð sinni, fyrir skáldrit er út kom 1916, er fjallaði um njósnarhátterni Þjóðverja í Frakk- landi. Frásögnin byrjar á árinu 1912 og endar með sigrinum viö Marne. Aðalpersónur ritsins eru Wilhjálmur Il.keisari, Kluck, hers- höfðingi og Búlow, fyrverandi ríkiskanslari. Trúlofun sína opinberuðu síð- asta sunnudag, ungfrú Svafa Eyj- ólfsdóttir, bankastjóra, Jónssonar, símamær, og Ragnar Imsland, verzlunarmaður. V.s. „Sjöstjarnan“ frá Akur- eyri, um 30 smál. kom hér 17. þ. m. frá Bretlandi. Hafði skipið far- iö þangað með kola og seldi hann með afbrigðum vel, fyrir 560 slerlingspund farminn. Vegna þess hvað skipið var lítið og hafði ekki hleðslumerki, fékk það nær því eogar vörur til flutnings frá Eng- landi, að eins nokkra sekki af hafragrjónum og hveiti, og varð þvf aö sigla nálaga tómt hingað til lands. 17. júni. Ungir menn í bænum gengust fyrir því, að komiö yrði saman um kvöldið til þess, að heiðra minningu afmælisbarns dagsins. Annars voru flögg á hverri stöng og búðum lokað, sem venja er til, allan daginn. Kl. tæplega 9 um kvöldið var margt fólk saman safnað í barnaskólasölunum. Sam- kornuna setti með nokkrum orð- um Sig. Arngrímsson. Fyrir minni afmælisbarfisins, Jóns Sigurðsson- ar forseta, talaði Jón kennari Sig- urðsson, fyrir minni íslands Jón Jónsson í Firði, og bæjarfógeti Ari Arnalds bað menn hrópa ní- falt húrra fyrir konungi. Milli ræðuhaldanna voru sungin viðeig- andi kvæði undir stjórn JÖnsVig- fússonar. Að því loknu var stíg- inn dans til óttumála bjartrar éum- arnæturinnar.

x

Hænir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.