Hænir


Hænir - 22.11.1924, Page 1

Hænir - 22.11.1924, Page 1
Kemur út einu sinni í viku; minst 52 blöð á ári. Verð 6kr. árg. Gjalád.l.júlí, inn- Qnhvior úrcfinrAnnitcl«(ía 2. árg. t Sej^öisfiröi, 22. nóvember 1924 49. tbl. Sorglept slys. 3 menn á bezta aldri drukna. Eftir að Goðafoss var farinn frá Þórshöfn, að kvöldi hins 18. þessa mánaðar, fóru sex menn á litlum báti til þess, að leggja við festar vélbát, sem notaður hafði verið við uppskipunina. Skamtfrá landi, á að gizka 20 faðma, skrik- aði einutfi mannanna fótur í bátn- um, svo honum hvolfdi. Menn í landi voru ekki úti við, en hljóð heyrðist frá bátsmönnum eróhapp- ið vildi til. Hlupu þeir þá þegar til og hrundu fari á flot, -og tókst aö bjarga þremur mannanna. 3 drukn- uðu, Sigurður Jónsson, sonur Jóns Guðmundssonar kaupmanns á Skálum á Langanesi, mikill ernismaöur og annar mesti afla- maður þar í verstöð, Jón Frið- riksson formaður á Þórshöfn og Jósep Jónsson frá Purkugerði í Vopnafirði, báðir hinir mestu efn- is- og dugnaðarmenn. Voru þeir allir liðlega tvítugir að aldri. En þeir, sem björguðust, voru allir bræöur, synir Sigfúsar Jónssonar á Þórshöfn. En ekki hefir Hænir heyrt nöfn þeirra. Einn þeirra var kominn á kjöl, er báturinn úr landi kom til bjargar, annar var undir bátnum og hélt sér í þóttu, en hinn þriðji var á sundi. ---- ......... Hvalsaga. Miklar tröllasögur hafa gengið síðustu vikurnar hér Austanlands um kyngiarftöku manns hér í FljótsdalshéraÖi eítir bróður sinn nýlátinn í Ameriku. Eftir sögunum hefir arfur þessi átt að vera svo geysilegur, að slík upphæð er áður óheyrð í því sambandi hér á landi. Er sagt, að upphæð sú, sem hinn framliðni hefði látið eftir sig, sé 800 þús. dollarar, sem lætur nærri 5 milj. ísl. krónur eftir núverandi gengi í hlutfalli við dollar. Yrði eríinginn^ sem er ekki nem?. einn, þannig efalaust auðugasti maður þessa lands. Og það merkilega við þessa sögu er — en sjaldgæft þó — að hvert sem hún flýgur og fer, er upphæðin alstaðar sögð eins. Nú er hún ekki orðin eingöngu á vörum Austfirðinga heldur og víð- víðar um land, og þykir alstaðar miklum tíðindum sæta, sem er sízt að undra. Frá [Akureyri var ritstjr Hænis kallaður upp í síma íyrir skömmu og spurður um sannindi þessara kyngisögu. Gat hann að svo stöddu engar skýr- ingar eða sannanir gefið fyrir henni, en sneri sér að því að rannsaka málavöxíu. Eftir að hafa j leitað ábyggllegra upplýsinga sann- færðist hann um, að hvalsagan væri dálítið einkennilega tilbúin, sé.rstaklega að því er arfupphæð- ina snerti. Meða! annars átti ritstj. Hænis tal iim þetta við Þorstein Jónsson kaupfélagsstjóra á.'Reyð- arfirði, og skýrði hann frá á þessa leið; Bóndinn á Eyjólfssöðum á Völl- um, Kristjdn Sigmundsson, fékk í haust bráf frá íslenzkum presti í Vesturheimi, þar sem hann skýrir hofium frá, að bróðir hans, Þórð- ur að nafni, sem fór til Vestur- heims fyrir mörgum árum, hafi látist á úthallandi sumri. Bið- ur presturinn Kristján, að skýra sér frá hverjir erfingjar Þórðarséu á lífi eða hvort þeir séu aðrir en Kristján sjálfur. Annað er ekki framtekið í bréfi þessu, hvorki neitt um fjárhagsástæður hinslátna né hver arfupphæðin mundi verða. Og annað en þetta heiir hinn eftirlifandi bróðir og eini erfing' ekki frétt um þennankyngi- arf, sem hvalsagan gengur um, að hann eigi f vændum. Hitt hafði hann reyndar frétt um fyrir all- löngu, að Þórður sál. væri, jafn- vel af Vestur-íslendingum, talinn töluvert efnaður maður. Einnig hafði hann gefið fjárgjafir hæði Vífilsstaðahælinu og Jóns Bjarna- sonar-skólanum í Winnepeg. í öðru bréfi, sem að vestan hafði komið nýlega til konu á Héraði, hafði eitthvað verið minst á lát Þórðar sáL, og haft á orði, að hann hefði verið vel megandi fjárhagslega. All-mörg síðustu ár æfinnar hafði aðalstarf hans verið kensla við sunnudagaskóla. Þetta er þá í fáum dráttum það, sem Hænir hefur ti! brunns að bera í þessu mjög umræddu arf- tökumáli. En því miður er það í þá átt, að það dregur úr hvalsög- unni um að hér sé um áður ó- þektar auðserfðir að ræða hér- iendra manna, og um leið úr samgleði landsmanna með erfingj- anum. En engan veginn er þar með loku skotið fyrir, að hann megi ekki eiga von á álitlegri íúlgu samt sem áður. En erfðamál eru talin all- torsótt vestanhafs, ogað ekki veiti af að hafa sig allan við til að fá notiö erfðaréttarins. Hænir hefir ekki viljað minnast á þetta mál fyr, af því að hann hefir skort greinilegar upplýsingar, en vill hins vegar gjarnan segja hverja sögu eins og hún er, en ekki ætíð eins og hún gengur. Sigurður Gunnarsson snikkari. i. Atburðarminning. Fer um farinn veg ferðamaður aldraður einn alfara braut. Heyrir í anda hugum kæra fegurðarsöngva úr fjarlægð óma. Höfðingjasvipui hvílir yfir staðföstu, hyggnu snyrtimenni. Góðlátur andi guði þakkar sól og söngva, er sífelt þráði. En grábrúnir skuggar grúfa of jörðu, húmdimm nótt hægt að sígur. Verður því erfitt veg að þræða öldnum einfara og óhæg ganga. En hægt og hlýlega húmið gegnum ljóssvera nálæg % leiðir, bendir: Gakk vinur trúr götu markaða ástvina til í eilífð guðs. — Valmenni, prúðmenni vegur er runninn, aðkomin fæðing á æðra stig. Sigursöngvar sælla vera minningaheims mót þér tnka. — * * * Skjót urðu skifti, skugga rufu Ijóssverur tvær, lík varð eftir. t- En meðal vina og velunnara ljómfögur minning lengi varir. ií; Eftirmæliö. Sæmdarmaður hér er hniginn, heiðurs ættar- íölnað -blóm, æfiþrautir yfir stiginn, eftir snöggan skapadóm. Upp er svifinn andi tiginn eilífðar- að -söngva hljóm. G I e y m i ð ekki að nota tækifærin til að hressa sálina í skammdeginu. Kaupið og lesið góðar bækur. Auk ýmsra góðra bóka fást nú fjölbreytt ritföng, s. s. margar teg. póstpappír, laus og í kössum og bind- um, nýkomin umslög góð [og falieg, silkipappír, glanspappír, smjörpappír tciknipappír, augl.pappír, þerripappír, örnapappír, margskonar stórarkapappír str. og ósír. höfuðbækur, kassabækur, kladdar, dagbækur, stílabækur, skrif- bækur, vasabækur, hringbækur, papp- írsserv. og dúkar, hilluborðar, reglustik- ur, margsk., teikniáhöld, strokleður, teikniléreft, blýantar, teiknistifti, gummi- bönd, pennastokkar, skólatöskur, póst- kort, myndaefni allsk. blek. Lindapenn- ar, Eversharp-blýantar, blýantsyddarar, skólakrít, blákrít, skjalabindi m. staf- rofum, gatavélar, skjalaklemmur, papp- írshnífar o. fl. Bókaverzlun S$g. Baldvinssonar Seyöisfirðl. Mörgum forðum fram úr skar hann, fanst óvíða líki hans, ungur þá af öðrum bar hann, ávann hylli sérhvers manns, fyrirmynd þá flestra var hann, fékk því álit höfðingjans. Hann upp ólst með héraðs prýði, holla menning ávann sér. Lífs- svo þarfur stóð í -stríði, stöðu manns, sem einatt ber. Ungum heima halurinn fríði hverjum minnisstæður er. Fyrnist ei, þótt félli meiður, fagurt dæmi þess er hvarf. Sæll er unninn sigur þreyður, sæmda lokið æfistarf. Lengi sannur lifir heiður, leifir vinum hollan arf. Þessi stef gátu eigi koniið þeg- ar helzt hefði átt að vera, vissra orsaka vegna. Einn af kunningjum hins látna. -------»... Súrt kjöt. Sagt er, að Sam- bandið hafi orðið fyrir því tjóni, að 700 tunnur af kjöti þess, er fór til Kristjaníu í haust, hafi reynst súrt, og hafi legið óselt er Goða- foss fór frá Höfn. Fylgdi og sög- unni, að kjöt þetta hefði verið sent út frá Suðurlandi. Er hrapal- legt að slíkt skuli koma fyrir, og jafnvel endurtaka sig hvað eftir annað, og tjónið því tilfinnanlegra, sem um hærra kjötverð er að ræða. Hvenær ætli slfk víti megi verða til varnaðar? Bæjarpósturinn kemur fljótast á framfæri smáauglýsingum inn- anbœjar, um leið og hann flytur nýjustu fréttirnar. i

x

Hænir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.