Hænir


Hænir - 22.11.1924, Blaðsíða 2

Hænir - 22.11.1924, Blaðsíða 2
H Æ N I R Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Rúgmjöl Hveiti Hafragrjón Kaffi brent Kaffibæti Hrísgrjón Sykur hg. Sykur st. Sveskjur Kúrennur Mjólk 2 teg. Kex Krystalsápu Soda Margarine Hænsabygg Bárujárn Þakpappa Símfregnir. Rvík l6/n. FB. Flokkaskifting f brezka þinginu. Fullnaðarúrslit brezku kosning- anna urðu þaanig: 413 íhalds- menn, 150 verkamenn, 40 írjáls- lyndir, 7 stjórnskipulagssinnar og 5 utanflokka. Nobels bókmentaverðlaunin. Pólski rithöfundurinn Vladislav Reymond hlaut í þetta sinn bók- mentaverðlaun Nobels fyrir skáld- sögu sína „Líf pólskra bœndu“. Stresemann hefir nýlega í ræðu kveðið Bandamenn hafa uppfylt skyldur sínar samkvæmt Lundúnafundar- samþyktinni. Áfengislögbrot og dómar. Þrír vínsalar, sem fyrir skömmu voru ákærðir af lögreglunni í Reykjavík, hafa verið dæmdir í 1000, 1500 og 2000 króna sektir og 30 daga, 30 og 45 daga fang- elsi. Út af Hverfisgötubrunanum hafa tveir verið dæmdir, annar í 30 daga fangelsi og 500 króna sekt, en hinn í 1000 króna sekt fyrir áfengisbruggun. Axel Tuiiníus er portugiskur konsúll orðinn. Rvík 16/n. FB. Frakkar og Þjóðverjar. Samkomulagstilraunir umverzl- unarsamning Þjóðverja og Frakka hafa strandað í bili. Þjóöverjar krefjast, að 26% útflutningsgjaíd verði afnumiö, og telja það ólög legt síðan Dawes-samþyktin komst á. En Frakkar álíta það leyfilegt samkvæmt friðarsamningunum. Mótstaðan gegn Mussolini harönar. Skærur ágerast, en hann treystir á herinn. Og er stjórnar- skipunar breyting ekki tal:n ólíkleg. Landskjáiftar á Ítalíu. Hræðilegir landskjálftar ganga á Ítalíu. 300 þorp hafa gereyðst og fjöidi manna limlestst og látið lífið. Eldsvoðar f New-York. Ógurlegir eldsvoðar geysa í út- borgum New-Yorks. Upptökin voru í saltpétursverksmiðju einni. 35 verksmiðjur og fjöldi íbúöarhúsa hafa gereyðilagst. 260 fjölskyldur eru húsnaeðislausar. Margir menn hafa limlestir orðiö og látið lífið. Vínverzlunarsjóðþurðin. Dómur hefir verið uppkveðínn í sjóöþurðarmáli vínverzlunarinn- ar. Hinir ákærðu eru dæmdir í 40 daga og 30 daga fangelsi og 900 króna sekt báðir. Dómurinn er skilorðsbundinn. Nýtt vínsmyglunarmál. Tveir hásetará íslandi eru grun- aðir um vínsmyglun og settir í gæzluvarðhald, en neita harðlega. Ekkert vín fanst, en rannsókn heldur áfram. Kitchenersmálið. Öll skipshöfnin af „Earl Kitch- ener“ hefir verið, yfirheyrð, en ekkert nýtt komið fram í málinu. Skipstjórinn er enn í gæzluvarö- haldi. Hafnargarðarnir í Vestmanna- eyjum. löskuðust í storminum um daginn. Sonja hefir ef til vill fengið gat .á botninn. Rvík 17/ii. FB. Ráðstefna í Moskva hófst síðastliðinn f östudag um verzlunarsamning Rússa og Þjóð- verja. 30 þúsunda sekt. Togarinn Earl Kitchener var dæindur í 30 þúsund króna sekt og skipstjórinn í 3 mánaða ein- falt fangelsi. Skaut hann málinu til hæstaréttar. Rvík 18/n. FB. Áfengið í íslandinu er alt fundið. Terneskær er á kafi í sjó. Strandmennirnir eru á leiðinni hingað. Geir reynir að ná Sonja út í Vestmannaeyjum á næsta stór- straumsflóði. Hún hefir kastast lengra upp. Botnvörpungarnir afla vel. Sterlingspundið er nú 28,40. Rvík 10/n. FB. Enski botnvörpungurinn Wal- dorff fékk 4000 króna sekt fyrir ólöglegan veiðarfæraumbúnað. Vfnsmyglunin. Hásetarnir af íslandinu, er sett- ir voru í gæzluvarðhald, hafa ját- ast eigendur áfeng sins. ToIIsvik? Sögusagnir ganga um það, að komist hafi upp tollsvik, þegar al- menna vöruskoðunin fór fr^m í ísiaridinu, en ekkert opinbert enn. Einn vínsali til í Rvík fékk 1000 kr. sekt. Bretar tilkynna, að þeir þoli engan und- irróður af hálfu Rússa í brezkum löndum. BCSC : o<s>o: VERZLUNIN ST. TH. JONSSON hefir umboö fyrir: © 8« Brunaábyrgðarfélagið „Nye Danske“ Lífsábyrgðarlélagið „Danmark" Sjóvátryggingafélagið „Danske Lloyd". Munið eftir að tryggja bæði líf og eignir. © 0C2Ð0 : Rvík 20/ii. FB. Caillaux fyrverandi fjármálaráö- herra Frakka og forsætisráðherra einu sinni, og Maloy, innanlands- ráðherra með honum, sem dæmd- ir voru fyrir landráð 1918, h’afa nú verið náðaðir að undirlagi Herriots. Er ráögert að þeir muni nú taka þátt í stjórnmálalífinu og muni það skapa innanlandsdeilur í Frakklandi. Stórskipabryggja í Reikjavík verður fullgerð í vetur norður af austurgarði hafnarinnar. Rvík 21/n. FB. Ingman-ráöuneytið] í Finnlandi hefir beðist lausnar. Morðtilraun viö Stock yfirhers- höfðingja Breta í Egyptalandi og landstjóra í Sudan hefir nýlega verið framin, og ætlað afpólitísk- um rótum runnið. Dón.ur smyglaranna á íslandinu þriggja er uppkveöinn 500 krónur hver í sekt og 5 daga fangelsi upp á vatn og brauð. Hverfisgötubruggarinn. Vínsalinn, er var sektaður fyrir brugg útaf Hverfisgötubrunanum, var sektaður að nýju um 2000 krónur og 30 daga fangelsi. QGS<30G£><3Xe>G)®®<3XS><3Xa>(5Xl 8 Widimannmótorinn8 er beztur. — Umboð hefir: | Vélaverkstæði Norðfjarðar | &s<2X5>csas)©®®<axscaacG)<2» Roald Amondsen hyltur í New-York. Roald Amundsen lagði af stað fyrir nokkru í fyrirlestraferð um Ameriku. Fyrsta fyrirlesturinn hélt hann fyrir skömmu í hljómlista- háskólanum (Academy of Music) fyrir fjölda áheyrenda. Þegar hann sýndi sig á sviðinu laust upp miklum fagnaðarópum frá mann- fjöldanum. Skýröi hann síðan greinilega frá noröurförum sínum, frá þvt að hann 1903 lagði af stað frá Kristjnníu með „Gjöa“ norð- vestur eftir og til þess stigs, sem málið stæði á nú. Hann áleit, að „Maud“ væri nú á öruggum rekstri norður eftir, og eftir 3—4 ár gæti maður átt von á heimkomu þeirra þriggja manna, sem nú eru á skipinu, Wisting skipstjóri, Dr. Sverdrup og Rússans, Olinki. Að þeim tíma Iiðnum, sagðist Amundsen vona, að hann hefði lokið sínu hlutverki. Blaðið „Nordmander“ hefir haf- ið samskot handa Amundsen, sem á að afhenda honum við komu hans þangað til bæjarins. Ágóðanum af fyrirlestrunum ætlar Amundsen að verja til launa handa „Maud“-skipverjum. wæmmww \ TVfBðKUR - SKONROK p KðNENKRINGLUR í brauðgerðarhúsi í Sveins Árnasonar. Aage Schiöth, sonur Axels Schiöth bakara á Akureyri, söng hér kvöldið 17. þ. m. Um söng hans er það skjótast að segja, að rödd hans er látlaus og alÞmikil, og virðist bann hafa óvenjulega mikið vald yfir tónun- um og voga sér þó nokkuð hátt. Hann hefir notið lcenslu hjá söngkennara í Höfn í 3 ár, en hcfir annars samtímisstundað nám í lyfjafræði og lokið nýlega prófi í henni Einar Methúsalemsson heild- sölustjóri fór þéðan á Goðafossi ásamt fjölskyldu sinni til Akureyr- ar. Tekur hann þar við útbúi Natan & Olsen þar. Heíir Einar kynt sig hér sem sanngjarnan og duglegan mann og hinn bezta dreng. Og þorir Hænir að full- yrða, að honum og fjölskyfdu hans fylgja beztu kveðjur og ósk- ir allra Seyðfirðinga. Fjárhagsáætlunin, sem birt er á öðr- um stað hér í blaðinu, ber það með sér, að aukaútsvörin eru áætluð mun hærri en í fyrra. Ber ýmislegt til þess: endurgreiddur þurfamannastyrkur er á- ætlaður 3500 kr. ntinni en í fyrra, kostnaður við vegi o. þ. k. 1000 kr. nieiri en síðasta ár, ennfremur nýr kostnaðarliður, ikipulagsuppdráttur bæj- arins 1500 kr. ogtap átekjuhlið síðasta árs 500 kr. og fleira. Aftur á móti erá tekjuhlið áætlað af jarðeigninni 500 kr. meira, af sjúklingum 500 kr. meira, fátækraframlærslan 1900 kr. minni, hundaskattur 250 kr. hærri og niður- fellur gróðrarstöðvarstyrkur 300 kr. Auk þessa, er á víxi mism. á afborg- unum lána o. þ. k. Nýr tekjuliðurhefir bæzt við, sem er gjald af útbúumríkis- verzlunar. Einnig er tekið á áætlun útsvar Kaupfélagsins hér, samkv. sam- vinnulögum. Þegar alt kemur svo til skjala verða aukaútsvörin 1000 kr. hærri en í fyrra að frádregnu útsvari Kaupfélagsins eða 39 þús. kr. í stað 38 þús. þá. Þó má engan vegin ætla, að fjárhagur bæjarins sé lakari nú en þá, heldur liggur hækkunin aðallega í auknum útgjöldum til vega og nýja út- gjaldaliðnum, skipulagsuppdrættinum, um leiö og þess ber að gæta, að þá nam endurgreiddur þurfamannastyrkur 4500 kr. í stað 1000 kr. nú.

x

Hænir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.