Hænir - 29.08.1925, Qupperneq 1
Ritstjóri og ábyrgðarm.:
Sig. Arngrímsson
Talsími 32 :: Pósthólf 45
Kemur út einu sinni í viku;
minst 52 blöð á ári. Verð
6 kr. árg. Gjaldd. 1. júlí, inn-
anbæjar ársfjórðungslega
3. árg. Seyðisfirði, 29. ágúst 1925 34. tbl.
Seðlabankinn.
Ræða Björns Kristjánssonar alþingismanns í Efri deild
Alþingis 27. aprfl s. 1.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekninga við
fráfaii og jarðarför Ara Brynjólfssonar.
Þverhamri 29. júií 1925
Aðstandendur.
Niðurlag.
Ég sný mér því næst að Lands-
bankanum, sem eftir frv. á' að
verða seðlabanki. Ef hann starfar
sem ra'unverulegur seðlabanki, þá
hlýtur hann þegar í stað að tak-
marka mjög lánsstarfsemi sína,
eins og aðrir seðlabankar gera.
Hann má því hvorki lána fé tii vafa-
samrar útgerðar, hæpinnar verzl-
unar eða yfir höfuð til vafasamra
fyrirtækja. Tryggingarnar verða að
vera af beztu tegund, ef hann á
að vera sem seðlabanki.
Nú hefir hann síðari árin lán-
aö engu síður djarflega en hinn
bankinn, og geri ég ekki ráð fyrir,
að órannsökuðu máli, að það sé
nema lítið brot af útistandandi
skuldum hans um áramót, sem séu
svo vel trygðar, eða lánað til svo
stutts líma.ljað samrýmst geti seðla-
banka. 5á banki hlýtur því einnig
að draga saman seglin, svo fram-
arlega sem hann á að reka við-
skifti sín, álílca tryggilega og aðr-
ir seðlabankar gera, sem vitanlega
verður að gera kröiur til. En það
skapar nýja áhættu fyrir gildi ís-
lenzkrar kr., áhættu fyrir því, að
minna sé flutt út.
Ég játa, að hugsjón hæstv. fjár-
málaráðherra er fögur og í sjálfu
sér rétt, að vilja láta seðlabankann
safna inneignum erlendis á göðu ár-
unum; en það máekki gerast á þann
hátt, altíeinu að hefta framleiðsl-
una, eins og hér mundi verða
raunin á. Sérstakur seðlabanki,
gæti unnið nokkuö af þessu hlut-
verki, og bankarnir sjálfir, þó þeir
enga seðla hafi. En enginn banki
getur mætt verulegum gengissveifl-
um, eins og reynslan sýnir.
Á meðan við Björn Sigurðsson
vorum bankastjórar, árin 1910—
1918, átti Landsbankinn altaf inni
erlendis um nýjár, og inneignin
óx, eftir því sem árin liðu og
viðskiftin stækkuðu, eins og- sjá
má á bankareikningunum frá þeim
árum. Þannig eiga bankarnir að
„disponera^, ef rétt er að farið,
og það er mögulegt. Og það er
altaf mögulegt á venjulegum tím-
um.
Nú er á milli tvenns að vilja:
að stofna sérstakan seðlabanka,
sem útheimtir minna fjárframlag
frá ríkissjóði, en ef Landsbankan-
um veröur afhentur seðlaútgáfu-
rétturinn, nýjan seðlabanka, sem
truflar ekki í neinu viðskiftalífið
eða starfsemi bankanna, en styð-
ur þó hvorttveggja, — eða þá hitt,
að afhenda þá Landsbankanum
seðla útgáfuna, með allri þeirri
truflun, sem það veldur, og sem
ég hefi nú stuttlega lýst.
Valið ætti ekki að vera vanda-
samt, þótt seðlabankinn sé lítill,
þá getur hann unnið þrent; að
halda seðlum sínum nægilegagull-
trygðum, svo almenningur hér og
erlendis geti haft fulttraust á þeim,
í öðru lagi að verka sem hemill
á of öra framtakssemi manna, að
of mikið af seðlum sé gefið út í
landinu; og í þriðja lagi að ráða
vöxtunum í landinu. Þetta tel ég
höfuðatriðin.
Hitt vegar minna í mínum aug-
um, hvort hann á inni erlendis
miljóninni meira eða minna, er
misæri koma, því sú inneign verð-
ur aldrei fullnægjandi, þegar veru-
lega út af ber. Við sjáum, að þótt
landið eða bankarnir skuldi nokkr-
ar miljónir, þá gerir það ekkert
til, meðan landið hefir traust, og
framleiðslan er nægileg. Það fell-
ir ekki krónuna í gildi. Þessvegna
er meira áríðandi að leggja alla
áherzluna á að styrkja og auka
framleiðsluna í landinu, þannig,
að vér getum ávalt flutt meira út
en inn. Þaö eitt getur fyrirbygt
allar óhagstæðar gengissveiflur, ef
seðla útgáfu er haidið í hófi. En
mér virðist frumvarpið stefna í
gagnstæða átt.
Með þessari greinargerð og
greinargerð minni í áliti mínu á
þskj. 367 vænti ég að hæstv. fjrh.
afsaki, þótt ég ekki hafi getað
orðið honum sammála i þessu
máli. Ætli maður sérað látaseðla-
bankann verða lífvörð gegn öllum
gengissveiflum, eins og hæstv. fjár-
málaráðherra og ráðunautur hans,
próf. Axel Nielsen ætlast til, þá
verður bankinn að eiga eigið fé
svo tugum milj. skiftir, og sem
hann gerir lítið annað við, en að
passa á gengissveiflur bæöi nú
og máske eftir 50—100 ár að ný
heimsstyrjöld kann að skella á.
En sú trygging yrði vissulega dýr,
og dýrari en að setja svo mikinn
gullforða fyrir seðlunum, að hægt
sé að leysa þá inn ef með þarf,
en sem menn veigra sér þó við.
Ég hefi jafnan litið svo á, að fram-
leiðsla og hæfileg takmörkun seðla-
útgáfunnar gæti fyrirbygt verðfall
gjaldeyrisins og að við gætum ald-
rei hugsað til að hafa svo fé-
sterkan seðlabanka, að geta ráðið
neinu verulegu þar um, er í óefni
er komið. Þessvegna hefi ég ekki
einu sinni minst á þá hlið í um-
tali mínu um stofnun seðlastofn-
unar eða seðlabanka, að hann
gæti skaðast þarna á verði. Hins-
vegar vissi ég, að alt annað gátu
þessarar stofnanir uppfylt, svo sem
að hafa seðla sína vel gulltrygöa,
að vera hemill á of öra framtaks-
semi o. s. frv., það finst mér vera
það eina, sem hægt er að ráða
við. Hitt er meira bókvit (theoria),
að hugsa sér að ráða nokkru um
gengið aðeins með sparisjóðsfé.
Það er ekki með bönkum eða
peningum einum, sem hægt er að
ráða genginu, heldur með nægri
framleiðslu.
Mál þetta hefir nú mjög skýrst
við umræðurnar, og væri mjög
æskilegt að það yrði ekki gert að
neinu flokksmáli. Höfum við meiri
hl. nefndarinnar lagt grundvöllinn
undir það, að svo verði ekki, þar
sem meiri hl. er úr þremur stjórn-
málaflokkum. Ég vænti því að ekk-
ert kapp komi fram frá hæstv.
stjórn eða flokkunum um málið.
Málið er stórmál og þarf því
skynsemin að geta til fulls notið
sín. En hætt er við, að hún geti
það tæplega, ef kapp kemst inn í
málið. Það er mín föst trú og
von, að allir flokkar geti unnið
saman um málið í eindrægni, því
þá verður niðurstaðan væntanlega
bezt.
Ef dagskráin verðurfeld, og brtt.
hv. þm. Vestm. koma undir atkv.,
þá greiði ég atkvæði á móti tveim
fyrstu brtt., en með þeirri síðustu.
Ég veit sem sé ekki dæmi til þess,
að opinberum sjóðum hafi verið
leyft annarstaöar að kaupa hluti
í hlutafélagi með takmarkaðri
ábyrgð. Ég veit þess hvergi dæmi
nema á íslandi, og þau dæmi eru
ekki fögur. Opinberir sjóðir mega
ekki kaupa önnur bréf en ríkis-
skuldabréf, eða veðdeildarbréf,
(obligationir).
Svo vildi ég víkja að einu at-
riði ennþá, sem hæstv. fjrh. talaði
um. Hann lagði mikla áherzlu á,
að það væri ótækt, að ríkið hefði
fleiri banka en einn, og þessvegna
væri það ótækt að stofna sérstak-
an seðlabanka, þar sem larids-
bankinn væri ríkisins eign. Égget
bent hæstv. fjrh. á einfalda ráðn-
ingu á þessu. Það er ekki annað
en að breyta nafni Landsbankans
og kalla hann „Sparisjóð Reykja-
víkur", eins og hann í raun og
veru er. Breyta um nafnið ogláta
hann draga inn af lánum sínum
svo mikiö, að hann geti borgað
ríkissjóði til baka það sem hann
á í bæjarsjóði. Líka mætti gera
hann að hlutafélagsbanka.
Að öðru leyti kæri ég mig ekki
um að fara inn á afsakanir í grein-
argerð hæstv. fjármálaráðherra,
hvernig á því stóð að undirbún-
ingur málsins hetir orðið eins og
raun er á, en ég hefi það á til-
finningunni, og hafði á síðasta
þingi, að það væri ákveðinn
hugur hæstv. fjármálaráðherra að
láta Landsbankann verða seðla-
banka, og hefir hann því leitað á-
lits hjá þeim, sem hann treysti að
væru sér sammála. En ég álít að
próf. Nielsen hefði átt að gefa
stjórn Þjóðbankans banska þetta
álit, en ekki ísl. stjórnlnni, og láta
hana bera svo ábyrgð á þessum
skjölum. Og þá efast ég um, að
þetta álit hefði verið eins úr garði
gert eins og það er.
Frönsk veðurspá. í þetta sinn
er það stjörnufræðingur franskur,
A. Gabriel að nafni, sem segir
fyrir um veður. Spáir hann því,
að næsti vetur muni verða óvenju-
lega harður.
Segir hann betta bygt á vísinda-
legum útreikningi, og að hann
hafi komist að þeirri niðurstöðu,
að óvenjulega miklir hitar og
kuldar verði með vissu millibili,
og að milli kaldra vetra líði 186
ár. Og af því — segir hann —
að vetrarnir 1553 og 1740 voru
mjög kaldir, má búast við mikl-
um kulda komandi vetur.
En ekki rætast nú allar spár,
jafnvel ekki vísindamanna, og mætti
svo um þessa verða.