Hænir - 16.01.1926, Side 1
mjXGcxram
Ritstjóri og ábyrgðarm.:
Sig. Arngrímsson
Talsími 32 :: Póstliólf 45
dbrcnxramxruj
prranrrram; nm rm jarartxrnxincqj
Kemur út einu sinni í viku;
minst 52 blöð á ári. Verð
6kr. árg. Gjaldd.l.júlí, inn-
anbæjar ársfjórðungslega
4. árg. Seyðisfiröi, 16. janúar 1926. 2. tbl.
Jólin 1925.
Römm var goða rímma,
rögn ófu styr sagna,
skelfdu ógnum eflda
öld á kné fellda. —
Reisið þor, þrinnið sporin,
þrekraun borin, mun vora
Storð markið Óðins orku
örlög sterk í verki. —
*
Jól fœri yl, — ólum —
yndi lund — GLeipnis — bindi.
Ást varpi yzt neista
árs friðar og griða. —
Nýrra ár mun órum,
aflétta, ef hug fléttið
vizkunnar dirfð, og vaskir
vinnandi mann-dáð innið.
Jóh. Jósefsson.
Fundargerð.
Árið 1925 miðvikudaginn 9.
Des. kl. 4. s. d., var fjórðungs-
|)ing Fiskifélags íslands fyrir Aust-
firðingafjórðung sett í barnaskól-
anum á Fáskrúðsfirði.—Varafor-
seti fjórðungsins Marteinn Þor-
steinsson setti þingið, því forseti
Sveinn Árnason, var forfailaður.
— Þessir fulltrúar voru mættir:
Frá Seyöisfjarðardeild: Hermann
Þorsteinsson. Frá Norðfjarðardeild:
Ingvar Pálmason, Guðjón Hjör-
leifsson. Frá Eskifjarðardeild: Frið-
rik Steinsson, Finnbogi Þorleifs-
son. Frá Reyðarfjarðardeild: Ferd-
inandt Magnússon. Frá Fáskrúðs-
fjarðardeild: Stefán Jakobsson,
Marteinn Þorsteinsson. Annan full-
trúa Seyöisfjarðardeildar, Svein
Árnason og fulltrúann frá fiski-
deildinni „Ægir“ Þórarinsstaða-
aði. Fiskifélagsdeildin á Mjóafirði
hafði ekki kosið fulltrúa.
Þá var lögö svohljöðandi dag-
skrá fyrir þingið:
1. Strandvarnir
2. Lánstofnun fyrir sjávarútveginn
3. Fiskimatið
4. Samgöngur
5. Hafnarbætur á Hornafirði
6. Vitamál
7. Bjargráð á sjó
8. Fiskiveiðatilraunir
9. Véigæzla á mótorskipuni
10. Bókaútgáfa Fiskifélagsins
11. Útbreiðsla Fiskifélagsins
12. Kosnir fulltrúar á Fiskiþingið
13. Kosning stjórnar Fiskifélagsþingsins.
Þá var fulltrúum skipað í tvær
nefndir þannig, að í aðra nefnd-
ina voru skipaðir þeir, Stefán Jak-
obsson, Hermann Þorsteinsson,
Friðrik Steinsson, Guðjón Hjör-
leifsson og Ferdinandt Magnússon.
Til þeirrar nefndar var vísað þess-
um málum:
1. Lánstofnun fyrir sjávarútveg-
inn, 2. Fiskimatið, 3. Bjargráð á
sjó, 4. Fiskiveiðatilraunir, 5. vél-
gæzla á mótorskipum, 6. Bókaút-
gáfa Fiskifélagsins. í hina neínd-
ina voru skipaðir Ingvar Pálma-
son, Marteinn Þorsteinsson og
Finnbogi Þorleifsson. Til þeirrar
nefndar var vísað þessum málum:
1. strandvarnir, 2. Hafnarbætur
á Hornafirði, 3. Samgöngur, 4.
Vitamál, 5. Útbreiðsla Fiskifélags-
ins. Að þessu loknu var fundi
frestað til næsta dags.
Fundur settur aftur 10. des. kl.
4 s. d. og þá tekið fyrir:
1. Strandvarnir.
í því máli var samþykt svohlj.
tillaga frá nefndinni:
„Fjórðungsþingiö álítur að land-
stjórnin hafi ekki framkvæmt land-
helgisgæzlu fyrir Austurlandi sam-
kv. þingsályktun efri deildar á síð-
asta Alþingi, og skoiar á Fiski-
félag íslands að beitast fyrir því,
að þegar á næsta ári verði hald-
ið uppi landhelgisgæzlu fyrir Aust-
urlandi, frá 15. marz til 15. júní
og frá 1. sept. til ársloka". Tillag-
an samþykt með öllum greiddum
atkvæðum.
2. Lánstofun fyrir sjávarútveginn.
Að loknum umræðum um þaö
mál, var svohljóðandi tillaga bor-
in upp frá nefndinni: „Fjóröungs-
þing skorar á stjórn Fiskiféiags ís-
lands, að hlutast til um, að breyt-
ing á lögum um Fiskiveiðasjóð
verði lögð fratn fyrir næsta Al-
þing og verði breytingin í líkingu
við það, er síðasta Fiskiþirig sam-
þykti“. Tillagan samþykt rneð öll-
um gr. atkv. Fleira ekki tekiö fyr-
ir, fundi frestað til næsta dags.
Fundur settur aftur 11. des. kl.
e. h., þá tekið fyrir.
3. Fiskimatið.
Eftir miklar umræður var svo-
hlj. till. frá nefndinni samþ. með
5 atkv. gegn 2: „Þarsem sýnilegt
er, að meðferð á fiski hefir verið á-
bótavant allvíða síðustu árin, og
orsökin er einkum sú, að fiskur
iiefir gengið kaupum og sölum
innanlands og verið keyptur úr
útlendum skipum ömetinn í báð-
um tilfellum, oft ómatshæfur þ. e.
ekk fullsaltur eða fullstaðinn. Þá
skorar fjórðungsþingið á Fiski-
þingiö, að beita sér fyrir því við
Alþingi, að hert verði á ákvæði
4. liðs 1. greinar fiskimatslaganna
þannig, að þess verði stranglega
gætt, að enginn óverkaður salt-
fiskur gangi kaupum og sölu inn-
anlands ómetinn, eins og tíðkast
hefir, nema hann (fiskurinn) sé
ætlaöur til neyzlu í landinu sjálfu“.
Ennfremui lagði nefndin í þessu
máli fram svohl. till. um fiskiflokk-
uti, sem samþ. var í einu hlj:
„Fjórðungsþingið skorar á Fiski-
féiagið að beita sér fyrir því, að
samin verði reglugjörð handa
fiskimatsmönnum og sé þar sér-
st klega tekið fram. /. útlit hverr-
ar fiskitegundar. 2. stærð hverrar
tegundar þannig, að sá fiskur sem
er yfir 47 cm sé talinn stórfirkur.
Alflattur fiskur frá 40—47 cm. sé
talinn millifsiskur. Labradorfiskur
sé sá fiskur talinn, sem er yfir 28
cm. og er labradorflattur og að-
greinist hann þá einungis í fyrsta
og annan flokk en handfiskur hverfi.
3. að afráðin verði tegundar-
merki á öllum útfluttum fiski. 4.
í reglugerðinni sé ennfremur á-
kveðið hve lengi fiskur þarf að
liggja í salti styztan tíma til þess
að hann verði talinn matshæfur“.
4. Bjargráð á sjó.
Eftirfarandi till.samþ. í einu hlj:
„Fjórðungsþing skorar á Fiskiþing-
ið að beita sér fyrir að stofnaður
verði bjargráðasjóöur og vill benda
á, hvort eigi muni vera framkvæm-
anlegt að afla sjóðnum tekna með
því: A. Að fengin verði lagaheim-
ild fyrir ákveðnu hundraðsgjaldi
af öllum útfluttum fiski, er renni
í sjóðinn. B. Að öll skip er greiða
eiga vitagjald greiði jafnframt á-
kveðið gjald af hverri rúmlest er
renni í björgunarsjóðinn. C. Að
semja við þau félög er farþega-
skip hafa hér við land í föstum
ferðum, um að leyft verði að festa
upp aurabauka í þau til ágóða
íyrir sjóðinn“. Ennfremur kom
nefndin fram með eftirfarandi till.,
sem samþ. voru í einu hljóði:
„Fjórðungsþingið skorar á Fiski-
félag íslands, að beita sér fyrir
því, að eftirlit með skipum og
bátum og öryggi þeirra verði fram-
kvæmt betur en verið hefir. Telur
fjórðungsþingið, að bót muni
verða að því. að eftirlitsmaður
ríkisins fari eftiriitsferðir um veiöi-
stöðvar landsins meðan á veiði
stendur". „Fjórðungsþingið skorar
á Fiskifélag íslands að beita sér
fyrir því, að framvegis sendi veður-
stofan daglega veðurskeyti og veð-
urspár í allar veiðistöðvar lands-
ins, er símasamband hafa, og séð
verði um, aö símastöðvarnar van-
ræki ekki að birta veðurskeytin
og spárnar þegar í stað“.
5. Hafnarbætur á Hornafirði.
Svohl. till. var borin upp og
samþ. „Fjórðungsþing ítrekarfyrri
meðmæli sín með framkvæmd
hafnarbóta á Hornafirði og beinir
því til fuiltrúa fjórðungsins að flytja
það mál á Fiskiþinginu“.
6. Samgöngur.
Svohlj. till. borin upp og samþykt:
„í tilefni af því, að nú á seinni-
tímum er þannig komið útvegs-
málum Austfirðinga, að þeir verða
að flytja sig til með útveg sinn
eftir vertíðum, ýmist til Horna-
fjarðar eða norðúr til Skála og
Raufarhafnar, telur fjórðungsþing-
ið því, að nauðsynlegt sé að bæta
samgöngur að miklum mun á
þessu svæði, einkum á vissum
tímum — enda margar óskir kom-
ið í þá átt — en hins vegar mikl-
um og margvísiegum öröuleikum
bundið, með alla aðdrætti. Fjórð-
ungsþingið vill því skora á fiski-
þingið að það beiti áhrifum sín-
um við Alþingi, um að það veiti
ríflegan styrk til samgöngubóta á
þessu svæði og brýn nauðsyn
væri á því, að samgöngunum yrði
komið sem allra fyrst í fast form
í líkingu við það, sem tíðkast á
öðrum stöðum svo sem við Faxa-
fióa og ísafjarðardjúp“. Að þessu
loknu var fundi frestað til næsta
dags.
Fundur settur aftur 12. des. kl.
1 e. h. og þá tekið fyrir.
7. Fiskiveiöatilraunin
Eftir nokkrar umræður var bor-
in fram svohl. till. og hún samþ.
með öllum greiddum atkv: „Fjórð-
ungsþing skorar á fiskiþingiö og
stjórn Fiskifélags íslands að beita
sér fyrir því við Alþingi, að á
næstu árum verði veitt ríflegt fé
úr ríkissjóði til til fiskiveiðatil-
rauna. 1. Leitað sér nýrra fiski-
miða og reyndar séu nýjar veiði-
aðferðir með veiðarfærum sem
eigi eða lítið hafa áður verið not-
uð á þeim svæðum, þar, sem til-
raunirnar fara fram. 2. Að rann-
sakaö verði hverskonar útvegur
muni vera arðvænlegastur í hverj-
um landshluta eða útvegsstað. 3.
Að rannsakaö verði, hvort eigi er
unt nieö bættu fyrirkomulagi, að
reka þann útveg, sem við höfum,
með minni hættu ogmeiri arði en
nú er. 4. Að tilrauiium þessum
og rannsóknum loknum, verði
gerðar tillögur um breytingu eftir
því sem álitið yrði heppilegast fyr-
ir útveginn". Ennfremur var sam-
þykt eftirfarandi till. í sama máli:
„Fjórðungsþingið leyfir sér, að
fara þess á leit við fissiþingið aö
það, 1. Rannsaki hvort fáanlegur
muni vera markaður utanlands
fyrir hákarl og hákarlsskráp, og
hvernig heppilegast sé að verka