Hænir


Hænir - 06.07.1926, Side 1

Hænir - 06.07.1926, Side 1
Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Arngrímsson Talsími 32 :: Pósthólf 45 4. árg. Seyðisfirði, 6. júlí 1926. 26. tbl. IKristján Jónsson, dómstjóri Hæstaréttar. Það er ekki að ástæðulausu, þó að mönnum finnist skamt milli stórra og sviplegra högga hins mikla „slynga sláttumanns“ á þjóð- félagt vort, er fræðslumálastjóri, forsætisráðherra og nú hæstarétt- ardómstjóri, hafa allir verið að velli lagðir á þriggja vikna tíma- bili. Það er eins og sigðinni hafi verið sveiflað nokkuð hvatskeyt- lega og brugðið á flest það, sem hæst bar. Kristján Jónsson varð bráð- kvaddur að heimili sínu í Reykja- vík 2. þ. m. síðdegis, nokkru eftir keimkomuna frá því að fylgja forsætisráðherra til grafar. Kristján Jónsson var fæddur að Gautlöndum 4. marz 1852 og því á 75. aldurári. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson alþm. á Gaut- löndum og Solveig Jónsdóttir frá Reykjahlíð, ein hinna 13 Reykja- hlíðarsystkiná (4 systur og 9 bræður), og föðursystir séra Björns Þorlákssonar. Stúdentvarð hann 1870 og lauk prófi í lögum við háskólann í Kaupm.höfn 1875. Eftir að hann kom heitn þaðan, var hann fyrst skrifari hjá land- fógeta 1—2 ár, og síðan um nokk- ur ár sýslumaður í Gulibringu- og Kjósarsýslu. Dómari í landsyfirétti munhannhafa orðið 1886 eða 1887, og varð síðasti háyfirdómarinn. Ráðherra var hann eitt ár 1911— 12. Og þegar Hæstiréttur var stofn- aður, þótti hann sjálfkjörinn til þess starfs, að vera dómstjóri hans og svo til dauðadags, Auk þessara mörgu vandasömu og veglegu starfa, var hann um langt skeið gæzlustjóri Landsbankans og all-lengi alþingismaður. Kona hans var Anna Þórarins- dóttir, prófasts, Böðvarssonar í Görðum, og er dáin fyrir nokkr- um árum. Börn þeirra voru 5. Meðal þeirra Jón, prófessor, og Böðvar, mentaskólakennari, báðir dánir, og á lífi, Solveig, gift Sig. Eggerz, bankastjóra, og Þórarinn, verkfræðingur. Kristján Jónsson var einn með- al mikilhæfustu manna landsins, þótti jafnan vitur og réttsýnn dóm- ari, og skyldurækinn ogsamvizku- samur í öllum störfum er hann gengdi. Þótti því sæti betur skipað en önnur, ef hann skipaði. Góður gestur. íslendingur, er lítur ættjörð sína augum í fyrsta skiffi. Þórstína (Þorleifsdóttir) Jacksson. Hænir og fleiri blöð hafa áður getið um merka íslenzka konu vest- an hafs, er heitir Þórstína og er Þorleifsdóttir. En þar í landi ber hún nafnið Thorstina Jackson. Faðir hennar hét Þorleifur Jóa- kimsson, ættaður úr Hjaltastaða- þinghá hér í Norður-Múlasýslu og fæddur og uppalinn í Kóreks- staðagerði. Fiuítist hann til Vest- urheims 1875 og var því meöal fyrstu íslenzku landnámsmannanna í Vesturheimi. Nokkrir íslendingar höfðu farið vestur fyr, en fyrir al- vöru byrjar flutningur þeirra þang- að 1873—1875, og landnám í Nýja-íslandi hófst fyrst 1875—1876, og 50 ára landnámsafmæli sitt héldu Norður-Dakota .íslendingar í fyrra, sem kunnugt er. — Það er dálítið merkilegt í þessu sam- bandi, að þegar landnám íslend- inga hefst þar, eru sem næstlOOO ár liðin frá upphafi bygðar á sjálfri ættjörðinni. — Já, jreir hafa þótt útsæknir, íslendingarnir og frum- bygðafúsir, en — hvar verða óbygðir handa þeim til að nema á mótum annara þúsund ára? Máske verða þeir þá farnir að sætta sig við að búa að sínu. — — í Vesturheimi fékk Þorleifur Jóakimsson nafnið-Jacksson. Hann er dáinn fyrir fáum árum. Síðustu ár æfi sinnar tók hann sér fyrir hendur að rita landnámssögu Nýja-íslands, og voru komin út af henni 2 bindi áður en hann dó, en 3. bindið kom eftir dauöa hans. Voru rit hans merkiieg mjög, það sem þau náðu, og í þeim myndjr nokkurra Iandnámsmanna. Dóttir hans, Þórstína, er um þrítugt, fædd í Ameríku og hefir aldrei litið ísland, ættjörð sína, því bæði voru foreldrar hennar íslenzk, augum fyr en nú. Kom hún hingaö á Goðafossi og hélt áfram til Rvíkur. Var búin að vera 14 daga á leiðinni að heim- an er hingað kom. Hún er mikið mentuð kona og fróð um margt. Hefir stundaö nám á háskólum í Ameríku og ennfremur um skeið í Þýzkalandi. Þess má geta að í Frakklandi var hún í þjónustu rauða krossins tvö styrjaldarárin. íslenzku talar hún ágættega eins og innfædd væri. Aðalverkefni hennar nú undan- arið, hefir verið að rita ítarlega andnámssögu íslendinga í Norð- ur-Dakota. Heldur hún þannig að vissu leyti áfram hinu merka starfi föður síns, og getur all- mikið styrkst við það, er hann hafði ritað, þar sem það grípur inn í hennar eigið safn. Hefir hún lagt afar mikla vinnu í þetta verk, þar sem all-erfitt»hefir verið að safna ábyggilegum heimildum, og sumt þurft að fá héðan að heim- an um ættir iandnámsmanna, sem hún í.flestum tilfellum færir heim- ildir fyrir eigi skemur en til lang- afa og langömmu. Hefir hún í þeim efnum hér á Austurlandi stuðst við heimildir frá séra Ein- ari Jónssyni, prófasti á Hofi í Vopnafirði, og svo gerði einnig faðir hennar. Yfirleitt leggur Þór- stína mikla áherslu á að land- nemaritið verði sem ábyggilegast og samvizkusamlegast af hendi leyst. Og þessi för hennar hingað að þessu sinni, er meðfram til þess að tryggja það, að svo verði, og hygst þá að gefa út viðauka, ef hún fær vitneskju um í þessari för, að eitthvað þurfi leiðréttingar við, af því sem hún þegar skráð hefir og prentað er. Hún komst svo að orði að hún „væri hér komin í frændaleit“, og þykir því mikils um vert að hitta að máli menn, sem geta frætt hana um ættaitengsl íslenzku landnemanna vestan hafs hér heima. Bók hennar er nú í prentun og búist við að prentun verði lokið um næstu mánaðamót og hún komist hingað til íslands í ágúst— seftember. Hún er að stærð um 600 bls. í stóru 8 bl. broti. Bókinni er skift í 5 kafla, er nefnast: Landnám, Búnaður, Fé- lagslíf, íslendingar í opinberum störfum og íslendingar í menta- málum og á ýmsum sviðum. Þar aö auki eru þættir af 400 íslending- um og um 300 myndir og loks upp- drættir af landnámsbygðum íslend- inga. Innganginn aö bókinni hefir skrif að Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuðurinn fiægi. Mun mörgum verða bók þessi kærkomin og t'innast við lestur hennar, sem þeir hitti forna löngu horfna vini eða, að minsta kosti, fái vitneskju um afdrif ýmsra sem héðan hafa flutt til Vesturheims, og oft litlar eða engar fregnir hafa borist af. íslendingar beggja meg- in hafsins, þó ekki síður austan, mega því vera höfundinum þakk- látir fyrir verk sitt, auk þess, sem landnámssaga íslendinga í Vest- úrálfu heims, er og verður eitt meðal dýrmætustu blaðanna í sögu íslenzku þjóðarinnar. Þórstína fór áfram á Goðafossi til Reykjavíkur, en hún kemur hér aftur. Hún ætlar að flytja fyrir- estra á ýmsum stöðum á landinu um íslendinga vestan hafs og sýnir um leið 100 skuggamyndir af helztu bygðum íslendinga og lífi þeirra þar. Kemur hún hingað í þeim erindum í næsta mánuði, og sérstaklega hefir hún hug á] að flytja einn slíkan fyrirlestur á fæð- ingarstað föður síns í Hjaltastaða- þinghá. Enska varðskiiið .Godetia' vinnur gegn Huginn 4:0. ErfiBasti en bezti leikur Hugins. Bezti Ieikurl! Margir eru líklega hissa á þessari yfirskrift, en þrátt fyrir úrslitin, 4 : 0, lék Huginn und- ursamlega vel og mismunurinn á flokkunum var ekki eins mikill eins og úrslitin benda til. Vitan- lega voru Englendingarnir betri, og líka bezti flokkurinn sem ég hefi séð þreyta knattspyrnu hér á Austurlandi. Það er ánægjulegt fyrir Seyðisfjörð, að heyra hvað Englendingar sjálfir sögðu um leikinn: Yfirforinginn: Við höfum ekki hitt fyrir betri flokk hvorki í Færeyjum né á íslandi. Og þó að við töpuðum í Reykjavík þá eru Seyðfirðingar betri. Okkar flokk- ur er sá bezti sem við getum boð- ið, og bygður á reynslunni sem við höfum haft annarsstaðar á ís- landi. íþróttaforinginn, Sanders Iiðsforingi: Huginn kepti undur- samlega vel og leikurinn var í heild óvanalega góður. Foringi flokksins: Viðureignin var óvenju- lega ströng, og við vorum ekki vissir fyrri en merkið um að hætta var gefið. Það verður gaman að koma hingað og keppa næsta ár. Dómur undirritaðs fer í sömu átt; við höfum lært mikið í þessum tveimur knattspyrnum, og ég vona að töpin dragi ekki kjarkinn úr knattspyrnumönnunum, en að þeir aftur á móti Ieggi sig í framkróka með að gera við göllunum. Allir gerðu sitt bezta, og þá megum við vera ánægðir. Englendingar þreyttu ágætlega og forverðirnir voru máske beztu menn flokksins. Framherjarnir studdu þá ágætlega. Samtökin voru annars prýðileg. Spörkin í mark voru þó ónákvæm. Tveir bæjarmenn höföu lagt

x

Hænir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.