Hænir - 24.08.1926, Side 1
Ritstjóri og ábyrgðarm.:
Sig. Arngrímsson
Talsími 32 :: Pósthólf 45
BrmnTiinrrfimximixmiimim
Kemur út einu sinni í viku;
minst 52 blöð á ári. Verð
6 kr. árg. Gjaldd. 1. júlí, inn-
anbæjar ársfjórðungslega
: n II l n»iunrimIIIII n « 111 n i ri 11l'lffl
4. árg. Seyðisfirði, 24. ágúst 1926. 32. tbi.
Endurreisn Ítalíu.
Óskir Mussolinis lög þjóðarinnar
í erlendum blöðum getur að
líta síðustu mánuðina hverja grein
á fætur annari með yfirskriftum
svipuðum þessari. Eru þær ritað-
ar af glöggskygnum mönnum, sem
hafa heimsótt Ítalíu í þeim til-
gangi að kynna sér ástandið þar,
sjórnarfarið og horfurnar. Þeir
rita því um það sem þeir hafa
séð með sínum eigin augum og
sem kynningin hefir vakið athygli
þeirra á. Allstaðar skín í gegn
sama aðdáunin á Mussolini og
glæsilegur árangur af stjórnarhátt-
um hans. Þeir tala um „hina end-
urreistu og hamingjusömu ftalíu",
um Mussolini „sem hinn volduga
vekjara", „sigurvegara stéttahat-
ursins“, og um „hvað unnist hafi
á Ítalíu við það að stjórnin hefði
aðstöðu til þess að hugsjónir
hennar fengju notið sín — alræð-
isvaldið", o. s. frv.
Hér fer á eftir lauslegur útdrátt-
ur úr einni slíkri ritgerð er birtist
fyrir skömmu í „Nationaltidende"
frá manni sem að ferðast um Ítalíu:
„Sá, semífyrstaskifti gistir Ítalíu,
neytir sérstaklega eins skilningar-
vitsins: sjónarinnar. Hann verður,
ef svo mætti að orði kveða, allur
að auga. Hann sérogsér ogsafn-
ar sér gegnum augað sjóði af feg-
urðaráhrifum frá heimi náttúr-
unnar og listarinnar, sem hann
getur lifað á þegar hann kemur
heim, glaðst við og — langað svo
óumræðilega mikið til að endur-
lifa. Maður getur vorkent þeim,
sem aldrei hafa séð Ítalíu, en —
ja, það mætti nú segja það mót-
sögn — maður verðurnæstum enn
þá sárar að vorkenna þeim, sem
að eins hefir séð hana einu sinni,
ogsem bíður með seiðandi þrá eftir
að sjá hana aftur. Vottur þrárinn-
ar er Soldoinn sem hver sem fer
þaðan kastarí Fontana Trevi,* en
hann getur vel sparað sér ómakið;
jafnvelán Soldosins liggurþessi þrá
íblóðinu, og sé það með nokkru
móti mögulegt, mun hún fyr eða
síðar flytja hann þangaö aftur.
En í annað skifti, sem maður
kemur hingað, taka önnur skiln-
ingarvit líka til starfa: heyrnin og
tilfinningin. þá hlustar maöur, þá
* Það er gömul trú, að hver sem fer
frá Róm eigi síðasta daginn að kasta 1
Soldo (5 Centessimi) aftur um vinstri öxl
sér í Fontana Trevis vötn, annars auðn-
ist honum aldrei að koma afturtilRóm.
finnur maður til áhrifa, í umgengn-
inni við fólkið, sem á hér heima
og sem gegnum aldirnar hefir
skapað alt það dýrmæti, sem sein-
ast hreif auga sérhvers manns.
Mann langar til að skilja þjóðina,
að þekkja lífskjör hennar, maður
verður hljóðnæmur. Og hvað
heyrir og finnur maður þá, þegar
maður á þessum tímum kemuryf-
ir landamæri Ítalíu? Ja, maður
heyrir fótatak þjóðar, sem gengur
eftir sama hljóðfalli að sama marki.
Maður finnur samheldnina í þjóð,
sem vill það sama, og sem, eins
og Mussolini sagði í einni af ræð-
um sínum, áreiðanlega er hin
samfeldasta heild, sem til er í
heiminum.
Vor ítalfu er kotnið.
Það er vor á Ítalíu, andlega tal-
að. En þar sem er vor, verður að
hafa verið vetur. Og Ítalía hefir
haft sinn langa vetur, vetur sund-
urlimunarinnar og annarlegrar yfir-
drotnunar, vetur vonbrigðanna og
styrjaldarinnar, vetur atvinnuleysis-
ins og verkfallanna. En er það
ekki þannig, að veturinn sé und-
irbúningstími, sá tími, sem sam-
einar mennina, sá tími, sem gefur
tækifæri til að hugsa, til að sökkva
sér niður í sjálfan sig og gera sér
grein fyrir sínu eigin ástandi? Og
ég ímynda mér, að hinn langi og
strangi vetur Ítalíu, þegar hún hef-
ir oröið að þola og þegja, orðið
að láta fara með sig eins og þann,
sem ekki hafði neitt til að segja,
allan þennan þjáningartíma, hafi
dýpkað og þroskað hugina, hafi
kent þeim að hlusta á réttum
stöðum, hafi tengt sálirnar saman
til að lyfta í einingu, hafi laðað
mann að manni með þeirri sam-
úð, sem sameiginleg neyð og
sameiginlegir harmar valda. En —
spyr maður — hversvegna er þá
vorið komiö einmitt nú; hefir ítal-
ía ekki verið frjálst og fullvalda
land í meira en 50 ár? Ja, hvers
vegna þroskast einn ávöxtur á
vissum tíma, á vissum stað? Af
því að öll skilyrði eru fyrir hendi.
Það er það, sem gerist hér á ítal-
íu. Skilyrðin eru hér, einnig það
skilyrði, að upp úr þessum undir-
búna jarðvegi er vaxin vera, og
nafnið eitt hrífur eins og sigur-
hljómur (Fanfare), eins og horna-
slag í morgunmund (Reveille). Það
er einmitt það, sem Mussolini er:
hinn mikli vekjari. Morgunhljóm-
ur hornanna á degi bardagans býr
ekki til hermanninn, hann liggur
þarna í herbúðunum undir alt
búinn, til í alt, en hann vekur
hann til dáða. það er hið þýðingar
mikla starf Mussolinis, aö hann
hefir vakið þjóðina til orustu gegn
vanþekkingu, gegn deyfð, gegn ör-
vilnun og sjálfsuppgjöf, til sigur-
baráttu fyrir verðleikum og tign
Ítalíu, líkamlega, en einnig and-
lega.
Mussolini hefir unnið nokkurs-
konar kraftaverk.
Og ósjálfrátt spyr maður svo
sjálfan sig: í hverju liggja hin
geysiiegu áhrif þessa manns á
þjóð sína, og hvað gerir hann að
verkum hinn nýji andi í þjóðfé-
laginu, sem hann hefir vakið?
Sem uppistaða í áliti því sem
hér kemur fram ætla ég að afrita
ummæli hins mikilsmetna ame-
ríska bankamanns, Otto Kahn, því
þau leiða oss svo glögglega á
rétta braut í málinu. Þau hljóða
þannig:
„Sú breyting, sem átt hefir sér
stað á Ítalíu, síðan Mussolini kom
til valda, er nokkurskonar krafta-
verk. Svo fjarri [því að blása að
glóðum stéttahatursins og nota
stéttamismun og stéttagremju í
þágu stjórnmálalegra og persónu-
legra aðgerða, hefir hann þvert á
móti unnið í gersamlega gagn-
stæðum anda. Hann hefir ekki
veitt neinni sérstakri stétt ívilnanir,
heldur hefir hann í staö þess barist
fyrir, að allar stéttir ágreiningslaust
ættu að vinna í eindrægni fyrir
velferð þjóðarinnar. Mussolini er
hvorki Iýðskjallari í eiginhags-
munaskyni né niðurrifsmaður.
Hann mundi hafa snúið sér og
mun snúa sér gegn auðmönnun-
um með hinum sama krafti, sem
hann hefir beitt gegn byltinga-
seggjunum, af að auðmennirnir
ekki uppfyltu sínar þjóðfélags-
skyldur eða reyndu að notfæra sér
ólögleg meðul eða gerðu sig lík-
lega til að gera stjórnina að þræl
áhugamála sjálfra þeirra.
Eldheitur andi og trú á þjóðina.
Eftir óstjórn og sundurþykkju í
skjóli þingræðisins og eftir vald-
litla og óduglega embættismanna-
stjórn (Bureaukrati), hefir fyrir hans
milligöngu tekið við andi aga og
reglu, ást til vinnunnar á öllum
sviðum þjóðfélagsins, eldheitur
andi og trú áþjóðinni.
Fjármálunum er komið í gott
lag. Það hefir verið beitt hörðum
sköttum og neytt öflugrar og á-
byggilegrar fjárhyggju, þar er jöfn-
um höndum unnið á hagfeldan
hátt að eflingu iðnaðar og verzl-
unar, framtak og fyrirtæki ein-
staklinga örfað með skynsemi og
til heilla, lífskjör hinna vinnandi
stétta hafa verið bætt til muna og
atvinnuleysinu komíð niður í lág-
mark. Listir og vísindi blómgvast
og dafna.
í fylkingarbrjósti gegn örlög-
unum.
Þegar Mussolini tók við völd-
unum, vissi hann að um þjóð var
að ræða setn átti skínandi fortíð,
en sem stundi undir þungu oki nú-
tíðarinnar,þjóð,sem baröist baráttu
lífsins í óvissu og hnignun ogátti
sem einustu auðæfin, viljann til
að lifa lengur, gáfur sínar, skap-
gerðarþrek sitt og ættjarðarást.
Mussolini fylkti hiklaust liði gegn
hinum alvarlegu örlögum er ógnuðu
þjóð hans, með sjálfan sig í brjósti
fylkingar, oghonum hefir hepnast
að leiða þjóðina inn á rétta braut,
sem hún gengur örugg fram eftir
til fullkomnunar hinna þjóðlegu
áhugamálefna.
Þaö var hetjuþraut, og Musso-
lini hefir unnið hana.
Af því að ég er þannig gerður, að
ég dáist að mikilleika í öllumhans
myndum, hneigi ég mig í lotningu
fyrir hinni sérstöku veru, sem
hann er holdgaðúr í“.
Með þessu er í raun og veru í
stuttu mál alt sagt um Fascismann
og anda hans. En það getur
máske haft sína þýðingu að sjá,
hvaða hæfileikum maður sá er
gæddur, sem öllu þessu hefir feng-
ið orkað.
Hin mikla, auðuga og hamingju-
sama Ítaiía.
Hann er hugsjónamaður, og
hans hugsjón er: mikil, auðug og
hamingjusöm Ítalía, hugsjón, sem
á að rætast með réttlæti og sam-
eiginlegri vinnu. Hann segir: „Það
getur ekki og má ekki líðast, að
persónuleg sérréttindi eigi sér stað,
því hjá þeim sem þau hafa er líf-
ið ekkert annað en nautn á kostn-
að iðju annara“. Og ekki einung-
is líkamlega, heldur einnig and-
lega skal þar unnið. Flokkur hans
— og flokkurinn mun bráðum
verða öll þjóðin, álítur hann — á
að vinna að endurbótum síns eig-
in siðgæðis: „Það^verður að skilja
úr alla óróaseggina, alla hina ó-
ánægðu, alla sem aö náttúrufari
eru nöldursamir og deilugjarnir,
hina metodisku prédikara, þá, sem
ekki geta skilið hugtökin um eö-