Hænir


Hænir - 28.08.1926, Side 1

Hænir - 28.08.1926, Side 1
Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Arngrímsson Talsími 32 :: Pósthólf 45 xð 4. árg. Seyöisfirði, 28. ágúst 1926. 33. tbl. Utgáfa nýrra bankavaxtabréfa. Síðasta þing afgreiddi lög um heimild fyrir veðdeild Landsbanka íslands til að gefa út nýja flokka (scriur) bankavaxtabréfa. Stjprnin lagði þetta frv. fyrir þingi6, að mestu leyti eftir tillögum milli- þinganefndarinnar í bankamálum, en eitt þeirra verka, sem henni var ætlað að leysa af hendi, var undirbúningur löggjafar um fast- eignaveðlán. — Fjármálaráðherra tjáði nefndinni á síðastliðnu hausti, að fyrir þing 1926 yrði IV. flokk- ur veðdeildarinnar útgenginn, og væri því brýn nauðsyn að hún gerði tillögur um málið, og hraðaði svo, að kæmist fyrir næsta þing. Ákvað nefndin svo, „að snúa sér að því, sem bráðabirgðaráflstöfun, að gera tillögur um útgáfu nýrra bankavaxtabréfa", því að sjáanlegt væri, að tími ynnist ekki til að „gera tillögur um frambúðarfyrir- komulag á fasteignaveðlánastofnun í landinu“. Og þetta mál er all- yfirgripsmikið, en hinsvegar að- kallandi þörf að því sé sem fyrst komið í viðunandi horf, hvort sem svo slík stofnun yrði nefnd ríkisveðbanki eða eitthvað annað. Hinsvegar eru þessi heimildarlög fyrir veðdeild Landsbankans sýni- lega til mjög mikillar hjálpar fyrst um sinn. Skulu hér skráð nokkur atriði nefndra laga (Alþt. þgskj. 399): 1. gr. „Veðdeild Landsbankans skal vera heimilt að gefa út banka- vaxtabréf, alt að 10 miljónum króna. Vaxtabréfunum má skifta í flokka, og nefnist sá þeirra, er fyrst kemur til framkvæmda, 5. flokkur veðdeildarinnar og hinir í áframhaldandi töluröð þar á eftir. Fjármálaráðherra ákveður, hvenær hverjum flokki skuli lokið, er stjórn Landsbankans hefir gert til- lögur um það. Heimilt er, með samþykki fjármálaráðherra, að hafa 2 flokka með mismunandi vöxtum starfandi í senn. En eigi má hver flokkur þá vera stærri en 3 miljónir króna. Fyrstu fjögur árin eftir að 5. flokkur er settur á stofn, veitist tlllag til þessara veðdeildarflokka úr ríkissjóði, 8000 kr. á ári“. 6. gr. „Fé veðdeildarflokkanna má lána gegn veði í jarðeignum, erfða- festulöndum og húseignum með lóð í kaupstöðum og verzlunar- stöðum, en gegn veði í húseign- um því aðeins, að þær séu vá- trygðar í vátryggingarstofnun, er bankastjórnin tekur góðaoggilda. Lánsupphæð má ekki fara fram úr 8/b af virðingarverði fasteignar- innar. Ennfremur er heimilt að veita lán bæjar-, sýslu- og sveitarfélög- um“. 9. gr. Eigi má lána nema gegn 1. veðrétti. Minsta lán skal vera 300 kr., og skulu lánin jafnan standa á hundraði króna. Lánstíminn má vera alt að 40 árum, sé veðið jarðeign eða vand- að steinsteypuhús, og alt að 30 árum, sé veðið vandað timburhús. Sé veðið bæjarlán, sýslulán eða sveitarlán, skal því Iokið á eigi lengri tíma en 40 árum“. 25. gr. „Ríkisstjórninni skal heimilt að taka lán erlendis til kaupa á alt að 3 miljónum króna í banka- vaxtabréfum, er gefin verða út samkvæmt lögum þéssum. Vaxta- bréf þau, er ríkisstjórnin kaupir samkvæmt þessu, skulu vera flokk- ur út af fyrir sig, og skal haga vöxtum bréfanna, verði þeirra og tírnalengd útlána úr flokknum eft- ir lánskjörum þeim, er ríkissjóður fær, svo að hann verði skáðlaus af.----------“ ’ Samkv. símskeyti hér í blaðinu hefir forsætisráðherra útvegað 2 milj. kr. lán í þessu skyni.ogvon til að þessi nýi flokkur veðdeild- arinnar taki brátt til starfa, Væri ekki vanþörf að úr raknaði ögn um byggingarerfiðleika. ' • 5 daga úr Hornafirði norður í Bárðardal. Þrír Hornfirðingar, Helgi Guð- munásson í Hoffelli, Sigurbergur Árnason í Svínafelli og Unnar Benediktsson í Einholti fóru að heiman með nesti og nýja skó hinn 15. f. m. og stefndu til fjalla, eða þó öllu heldur til jökla. Var sýnilegt á fasi þeirra og föggum, að þeir hugsuðu ekki til að hverfa heimþaðkvöldiðog ekki hin næstu, enda var förinni heitið norður yfir Vatnajökul og til bygða á Norðurlandi. Segir „Dagur“ svo frá um för þeirra: þeir „lögðu upp frá Svínafelli fimtudaginn 15. þ. m. kl. 6 síð- degis og komu inn að jökli kl. 11 um kvöldið. Kl. ó1/^ árdegis á föstudag lögðu þeir á jökulinn og komu niöur af honum vestan við Kverkfjöll, eftir þriggja dagaferðá jöklinum, sunnudaginn 18. kl. 7 síðdegis. Hreptu þeir þoku fyrsta daginn til kl. 4 síðdegis, en blíð- viöri úr því. Færð var ill á jökl- inum og eigi unt að beita skíð- um. Frá Kverkfjöllum héldu þeir félagar að Dyngjuvatni sunnan Dyngjufjalla og þaðan til Öskju. Þeir sáu hólma sunnarlega í Öskju- •vatni og rauk úr hólmanum. Þykir líklegt, að hólma þeim hafi skotið upp við eldsumbrot þau, sem verið hafa í Öskju í vor og sum- ar. Kl. lOsíðdegis á þriðjudag 20. þ. m. komu þeir félagar í Svartár- kot og héldu þaðan til Akureyrar snöggva ferð. Vatnajökull reyndist 82 km. langur á þessari leiö“. Hafi nokkurntfma fyr verið farið þessa leið yfir Vatnajökul, þá er langt síðan. Heim fóru þeir sömu leið aftur og hafði gengið vel. Símfregnir. Rv. 2il8. FB. Engar sættir eru enn í kolamál- inu, að því er síðustu fregnir herma. Frá París: Belgíumenn og þjóðverjar semja um að Þjóðverj- ar kaupi borgirnar Eupen og Malmedy fyrir 120 miljónir franka, gegn aðstoð Þjóðverja til að reisa við frankann. En mótstaða Poin- care virðist hafa hleypt málinu í strand. Frakkastjórn hefir gert strangar ráðstafanir til að hindra verðhækkun á nauðsynjum og fyrirskipað einkanlega ríkisspar- semi á öllum sviðum. í Reykjavík er nýstofnað bann- bandalag. Tilgangur þess er sam- vinna ýmsra félaga til eflingar bindindi og bannstarfsemi. Fjármálaráðherra hefir fengið tveggja miljóna króna Ián í Höfn til bankavaxtabréfakaupa hins nýja (5.)flokks veðdeildarinnar, er senni- lega tekur til starfa í seftember. Um framboð í Dölum er sagt, að í kjöri verði, séra Jón Guðna- son, Sauðafelli og sennilega Sig. Eggerz og Jón Sívertsen, verzl- unarskólastjóri. Sáttasemjari í vinnudeilum er sennilegt að verði Björn Þórðar- son, hæstaréttafritari, er Georg Ölufsson, bankastjóri, lætur af starfinu. Rv. 27/8. FB. Frá Aþenu er símað, að Kon- dylis óski að allir flokkar taki þátt í stjórninni, en að Pangalos verði líklega stefnt fyrir herrétt. Símskeyti í dag hermir, að fylgis- menn og andstæðingar Kondylis berjist nú ákaflega í Saloniki. Frá Lundúnum: 30.000 námu- menn hafa aðeins samið sérfrið, en heil miljón heldur áfram verk- falli. — Heimsblöðin skrifa þegar geysimikið um föstu ráðsætin í tilefni septemberfundar Þjóða- dandalagsinsi er upptaka Þýzka- lands verður tekin fyrir. Bretar styðja ákaft kröfu Þjóðverja um fast sæti í ráðinu, en Poincare kröfu Pólverja. — í Vínarborg hafa 700 socialistar verið hand- teknir fyrir tilraunir til að stofna lýðveldisflokk. „Fjörutíu árum siðar ’. Stephan G. Stephansson, skáld, sat í sumar, að því er „Heimskr." segir, á kirkjuþingi „Hins samein. kirkjufél. íslendinga í Norður- Ameríku", en á kirkjuþingi hafði hann ekki setið síðan fyrir 40 ár- um, þá kjörinn erindreki fyrir Parksöfnuð, fyrsta söfnuð íslend- inga í Norður-Dakota. Á þinginu í sumar, var svo mælst til þess við hann, að hann ritaði nafn sitt í fundabók Kirkju- félagsins, og léti erindi fylgja. Var síðan tekið 10 mínútna hlé, en Stephan ritaði á meðan hvor- tveggja í bókina, nafnið og erind- ið, og las síðan upp: „Fjörutfu árum síðar". — sbr. „Locksley Hall Forty Years after“, eftir Tennyson. Mér hefir orðið mílan drjúg milli kirkjuþinga! Þótt nú bjóðist betri trú bygðum íslendinga. Staddur á Kirkjuþingi Sambands- manna, 29. júní 1926. Stephan G. Stephanssonu. Sigurður prófastur Sivertsen lagði í gær af stað frá Eiöum norður í Vopnafjörð, hans gamla prestakall, og í för með honum séra Ásmundur Guðmundsson skólastjóri. En eins og sjá má á öðrum stað í blaðinu, ætlar hann að sitja Prestafélagsfundinn í Valla- nesi, sem stendur yfir dagana 4. —6. n. m. En þar er búist við að mættir verði flestir prestar Múlaprófastsdæma. »

x

Hænir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.