Hænir - 28.08.1926, Side 3
H ÆN I R
Frá Landssímanum.
Frá |og með 1. september lækka gjöld fyrir símskeyti til útlanda
Dannig, talið í aurum:
Færeyjar 25, Danmörk og England 42, Stjórnarskeyti 27,
Noregur 48, Svíþjóð, Frakkland og Holiand 54, Austurríki,
Tjekkoslovakia, Danzig, Ítalía og Grænland 63, írland 46,
Pólland 65, Spánn 61, Finnland 68, Portugal 67, Gibraltar
64, Belgia 52, Þýzkaland 59, Sviss 60, Ungverjaland og
Rúmenia 71, Rússland 86, Illinois 210, Manitoba 230,
Massachusetts og New-York 170, Pensylvania 190, Sascat-
chewan og Washington ríkið 245.
Útreiknað skeytagjald, sem ekki endar á 0 eða 5, hækkist upp í
næstu tölu deilanlegri með 5.
Reykjavík, 28/s. '26.
O. Forberg.
Kennarastaðan
í Skriðdalsfræðsluhéraði er laus til urnsóknar. Umsóknir sendist
fræðslunefndinni fyrir 20. september.
Fræðslunefndin.
„G R E I“-hreyfillinn
fullnægir öllum kröfum, sem gerðar verða
til fyrsta flokks nýtízku mótors, fyrir'þil-
skip og báta. Verðið sanngjarnt. FáiQ
verðlista og leitið tilboðs hjá umboðs-
mönnum.
P. A. Ólafsson, Reykjavík.
hafi verið um neitt skárra að ræða
fáanlegt. Þó ^ð ekki hefði verið
hægt að hola niður nema 8—10
farþegum og skipið haft greiðan
gang, þá hefði enginn kvartað,
með tilliti tii þess hvernig á stóð.
En faiþegarúmlaus sleði, sem þeir,
sem bráðnauðsynlega þurftu að
komast leiðar sinnar, verða þó að
kúldrast á, getur ekki annað en
valdið óánægju um mesta umferða-
tímann, þegar varla nokkurt
farþegaskip er á ferðinni langan
tíma á stóru svæði fram með
ströndinni, nema „Esja“. En marg-
ir af þeim, sem nutu hennar aðra-
hvora leiðina að norðan eða norð-
ur, stóluðu upp á að geta notað
varaskip Goðafoss heim.
Hér er að eins minst á ferðir
manna innan iands, en því slept,
að geta komist milli landa, sem
virðist alveg loku skotið fyrir, á
svona fari.
Nei, óánægja manna yfir þessu,
er sannariega ekki ástæðulaus.
Austurland á ekki þeim samgöngu-
kjörum að íagna, að unandi sé
við úrtök í því efni, eða misstig
aftur á bak, þó ekki sé nema um
stundarsakir.
Jörgen Frantz Jacobsen, heitir
færeyskur rithöfundur, sem dvalið
heíir hérálandi um skeiðísumar.
Hinn 22, júlí birtist grein eftir
hann í „Politiken". Er grein þessi
skrifuð af glöggum skilningi á
stjórnarfarslegum viðskiftum Dana
og íslendinga. í frásögn hans og
ályktunum um hagi og háttu þjóð-
ar vorrar, mál og menningu, lýsir
sér einlæg velvild og réttsýni.
Hár aldur. Tíu alsystkini frá
Nottingham á Englandi, 8 bræður
og 2 systur, er öll voru á lífi 8.
þ. m. og að jafnaði 81 árs að
aldri. Það elzta er 92, þá 88, 86,
85, 83, 80, 78, 75, 71, 69 ára.
Fyrsti kvenmaður, sem synt
hefir yfir Ermarsund. Ung stúlka,
19 ára, frá New-York, Miss. Ger-
trude Ederle, synti snemma í þess-
um mánuði yfir Ermarsund, frá
Gránefshöfða fyrir norðan Bou-
logne á Frakklandi yfir á Englanc
nálægt Dover, á styttri tíma en
nokkur hefir áður gert, Hklukku-
stundum og 34 mín. Hún reyndi
þetta sund í fyrra, en varð að
hætta við. Gafst samt ekki upp, sú
litla. Sá, sem síðast hafði metið,
var Tiraboschi, sem synti yfir
1923 á 16 tímum og 33 mín. —
Sá fyrsti, sem komst á sundi yfir
Ermarsund, var kapteinn Webb,
1875. Hann synti það á 21 tíma
og 45 mínútum. AIIs hafa sex
komist yfir á sundi.
Markaskrá Múlasýslna og Seyð-
isfjarðarkaupstaðar er nýkomin út
hér í prentsmiðjunni. Um útgáf-
una annaðist Þórhallur Jónasson
á Breiðavaði.
Unglingastúkan „Klettafrú" nr.
64 heldur fund á morgun kl. 2 e.
h. Hinn nýi gæzlumaður gerist þá
félagi stúkunnar og tekur við stjórn
hennar. Félagar eru beðnirað fjöl-
menna.
Ofurstlautenant Alfred J. Benwell.
Hann er nafntogaður maður, yfirrit-
ari Hjálpræðishersins í Danmörku, en
er um þessar mundir á ferðalagi hér á
landi, og von bráðar væntanlegur hing-
aö til bæjarins.
Ofurstinn er Englendingur að ætterni,
en hefir dvalið síðastliðin tvö ár í Dan-
mörku. Ungur að aldri gerðist hann
liðsmaður Hjálpræðishersins, og var
jannig um hríð hermaður og hljóm-
leikari við eina af deildum Hersins á
Austur-Bretlandi. Árið 1888 var hann
hafinn til fyrirliðastöðu, og fékk skip-
un til Alþjóða-Höfuðstöðvanna í Lund-
únaborg. Tveim árum síðar var hann,
ásamt fleiri foringjum, sendur sem
brautryðjandi fyrir starfsemi Hjálpræð-
ishersins í lýðríkjum Suður-Ameríku.
Hófst starfsemi sú í stórborginni Buen-
os Aires, höfuðstað argentinska lýð-
ríkisinn.
Hér hafði ofurstinn margvísleg störf
með höndum, bæði sem trúboði með-
al þjóðarinnar og síðar, þegar starf-
seminni óx fiskur um hrygg, sem rit-
stjóri Herópsins, sem var ritað á Spán-
versku, og heitir á því tungumáli, „E1
Cruzado11.
Árið 1897 gekk hann að eiga sænska
konu, sem var trúboði þar syðra, frk.
Mathilde Bydén. Eiga þau hjón fjögur
börn, sem öll eru starfandi liðsmenn í
Hjálpræðishernum, og er ein dóttirin
um þessar mundir á Alþjóðaforingja-
skóla Hersins í Lundúnum. Eftir 15 ára
dvöl í Suður-Ameríku fengu þau hjón-
in skipun um að hverfa aftur heim til
ættjarðar hans, og var ofurstanum þá
falið mikilsvarðandi trúnaðarstarf innan
vébanda starfseminnar í Stóra-Bretlandi.
Síðast var hann fulltrúi við utanríkis-
deildina í Lundúnum, með sérstakri á-
byrgð á trúboðsstarfsemi í Suður- og
Vestur-Ameríku, í Egyptalandi og Pale-
stínu, lýðríkjum Suður-og Mið-Ameríku
ásamt Vestur-Indíum.
Ofurstinn er þrautreyndur starfsmað-
ur, og þekkir hinar ýmsu hliðar mann-
lífsins mæta vel. Má með sanni segja,
að hann hefir lagt alt í sölurnar fyrir
heilagar hugsjónir, enda fengið miklu
góðu til vegar komið. Einhverju sinni
var hann dæmdur til tíu daga fangels-
vistar, vegna boðunar fagnaðarerindis-
ins um Jesú Krist. Fátækt og margvís-
legar þrengingar, eldgos og önnur stór-
kostleg náttúru-undur og afleiðingar
þeirra, hefir hann þolað og um þessar
erfiðustu stundir lífs síns, talar hann
einatt með hrifningu, djúpri lotningu
og þökk til hans, sem hélt fyrir hon-
um hlífiskildi, þegar á móti blés.
Orð fer af því, að ofurstinn sé mjög
vel máli farinn ogvegna hæfileika hans
sem söngvari og hljómlistarmaður, er
hann kunnur og mikils metinn evang-
eliskur sóló-söngvari.
Ofurstinn talar vonum tramar góða
dönsku, auk þess sem hann talar spán-
versku og enska tungu mæta vel.
Hér á landi hefir ofurstinn túlk og
samkomurnar, sem getið er um hér
neðan við, munu að sjálfsögðu verða
bæði vekjandi og. fræðandi. — Mun
þessi erlendi gestur eiga hingað
til lands mikið og gott erindi, og að
hvetja menn til þess að færa sér það
sem bezt er í nyt, mun vera sjálfsagð-
ara en svo, að það gerist nokkur þörf,
en hafa ættu menn það í huga, að dvöl
hans hér verður mjög takmörkuð.
Föstud. 3/o. Fagnaðarsamkoma.
Laugard. 4/o. Fyrirlestur, 15 ár
\ Sudur-Ameriku.
Sunnud. 5/g. Barnasamkoma.
— að kvöldi: Samkoma.
Mánud. °/o. Á Hánefsstaðaeyr-
um kl. 84/2.
Þriðjud. 7/o- Hinn postullegi andi
Hjálprœðishersins.
Miðvikud. 8/o. Kveðjusamkoma.
# #
Seyðfirðingabók.
Nauðsynjamálin eru mörg, og
margt, sem þarf að koma í fram-
kvæmd. Um það eru menn jafnan
sammála. En það, sem all-oftast
strandar á, er hið mikla „afl hlut-
anna, sem gera skal“, fjármagnið.
En „mikið má, ef vel vill“, og
eins og það er staðreynd, að aur-
ar gera krónu og kiónur miljón,
eins tekst oft með fúsum framlög-
um að mynda álitlegan fjárstofn,
eða upphæð, sem nægir til að
hrinda nauðsynlegu verki af stað,
og síðan til fullra framkvæmda.
Leiðir til þessa getaverið margar.
Skal nú skýrt frá leið, sem ein-
um bæjarbúa hefir hugkvæmst tii
þess, að koma einu mesta nauð-
synjamáli, sem hann telur að bíði
átekta — fyrst og fremst Seyðfirð-
inga — á rekspöl.
Hann hefir látið gera bók — vand-
aða, í gyltu bandi — er hann ætl-
ast til að Seyðfirðingar skrifi nöfn
sín í á afmælisdögum sínum, og
láti nafnritun fylgja nokkra upp-
hæð, minst 1 krónu, og heitir bók-
in Seyðfirðingabók. En skýrt er
frá tilgangi í stuttum formála
framan við hana. — Er þess að
vænta, að menn hafi ánægju af
því, að gefa afmælisgjöf á þennan
hátt, og í svo nauðsynlegum til-
gangi. Eitt nafn er þegar komið|
Langbezta mótorvélin er
RAPMOTOREN
Umboðsmaður:
Árni Jónsson, Eskifirði.
Nóvember-bær kýr til sölu.
R. v. á.
í bókina með dálítilli upphæð, en
fé það, er safnast, verður lagt inn
í sérstaka sparisjóðsbók í íslands-
banka, og upphæðin ekki hreyfð,
nema eftir ráðstöfun, er þar um
verður gerð, samkv. formála bók-
arinnar.
Bókin verður til sýnis fyrir
menn að skrifa nöfn sín í á skrif-
stofu Hænis fyrst um sinn, frá 30.
þ. m.
Seyðfirðingar! Munið eftirSeyð-
firðingabók á afmælisdögum yðar.
„Rapmotoren" hét skip, er
kom hér í gær, er vélasmiðjan
„Rap“ A/s. í Oslo hefir í förum,
til að auglýsa iðnað sinn. Nánar
í næsta blaði.
í greininni „Endurreísn ftalíu“
í síðasta blaði hafði misprentast
í 18. línu a. n., 3. d. á 1. bls., af
að auðmennirnir, í stað: ef að auð-
mennirnir, og í 1. d. á 2. bls. í
9. 1. a. n., og kúga, fyrir: að kúga,
og í 31. 1. a. n. komið gegn, í
staðinn fyrir: komib í gegn.
Kobbi skalli fær ágætar gulrófur með septemberferð Esju. Verðið væntanl. um 25,00 lOOkg.