Hænir - 01.10.1927, Blaðsíða 1

Hænir - 01.10.1927, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðaim.: Sig. Arngrímsson Talsími 32 Pósthólf 45 °7 Kemur út einu sinni í viku minst 52 blöð á ári. Verð 6 kr. árg. Gjaldd. 1. iúlí, inn- anbæjar ársfjórðungslega. — d 5. árg. Seyðisfirðfs 1. október 1927. 24. tbl. Er það ekki hneyksli? Lengi hefir farið orð af því, að Alþýðuflokkurinn íslenzki væri styrktur með fé frá erleridum stjórnmálaflokkum, bæði til út- gáiu „Alþýðiib!aðsins“ og til ann- arrar stjórnmálastarfsserrii hér á landi. Sannan r fyrir þessu hafa menn að vísu ekki haft á reiðum höndum, og leiðtogar flokksins hafa þvertekið fyrir að þeir hefðu nokkurn fjárhagssvuðning frá út- lendingum, þegar á það hefir ver- ið minst. Og við það hefir setið. En nú nýlega hefir mönnum komið í hendur plagg, sem vitn- ar óþægilega gegn staðhæfingu leiðtoga þessa flokks um féþág- una. Er þetta bók, sem er nýkom- in út, og heitir: „Protokol for den 20.£Socialdem. Partikongres i Vejle den 12.—15. Juni 1927“ samt ......... Regnskabsoversigt 1923—27.............. Hænir hefir að vísu ekki séð þessa bók, en hennar er getið í Morgunblaðinu 9. f. m., og leyfir Hænir sér að birta hér kafla úr umsögn Morgunbl. orðréttan, les- endum fil fróðleiks, sem sé á þessa leið: „Á bls. 18—19 í kaflanum um „Regnskabsoversigt 1923—1927“ birtist reikningur yfir „Vaigfond- ets Regnskab for Aarene 1923 til 1926“. — Þar stendur skráð tekjumegin m. a. þetta: Indkomne Bidrag til Valget paa lsland (1923) fra Fagfor- bundet kr. 2370,00. En gjaldamegin stendur þetta skráð: Valget paa Island 1923, Folke- tingsvalget og Landstingsvalget 1924 samt Folketingsvalget 1926 .... Kr. 320.296,00 — þrjú hundruð og tuttugu þúsund tvö hundruð níutíu og sex krónur. Það er ekki sundurliðað, hvað mikið af þessu fé hafi gengið til kosninganna á íslandi 1923, en sjálfsagt hefir sú upphæð numið mörgum þúsundum króna, jafnvel tugum þúsunda". Er hér nú ekki um að ræða eitthvert hið róttækasta stjórn- málahneyksli á landi voru, að danskur stjórnmdlaflokkur leggi fram fé til Alþingiskosninga á íslandi? Vitanlega er það ekkert aðalatriði og skiftir engu máli, hve l:á upphæðin hefir verið, heldur hitt, að íslenzkur stjórnmálaflokk- ur lifir og þróast, að einhverju leyti, á fégjöfum frá erlendum stjórnmálamönnum. Tíminn og Alþýðublaðið hróp- uðu eitt sinn hástöfum um „danska Mogga“ — um það, að nokkrir menn af erlendum upp- runa, búsettir Rvík og orðnir ís- lenzkir ríkisborgarar, hafi stutt út- gáfu Morgunblaðsins. Er þó sýni- lega ólíku saman að jafna. En hvað segir Tímlnn nú? Kyssir hann nú auðmjúkur og bljúgur á vönd „danska valdsins" -----„Bessastaðavaldsins"? Eða hvernig lýst Framsókn á stuðn- ingslið stjórnar hennar? Og hvað segja íslenzku bœndurnir nú? Finst þeim það ekki stjórnmála- legt hneyksli, að það skuli geta átt sér sfað, að flokkur, sem er brjóstmylkingur alerlendra stjórn málamanna, hafi líf íslenzku stjórn- arinnar í hendi sér? Skyldi Tíminn eiga eftir að kalla samherjann „danska" Alþýðublað- ið? Hörmulegt slys. 7 menn drukna. Síðasta sunnudagsmorgun um kl. 8, fór bátur frá /æreysku fiski- skútunni „Riddarin“ frá Trangis- vogi, áleiðis til lands við Fagranes á Langanesi. Erindið var að gera upp reikninga við bóndann þar, sem skipstj. hafði keypt bæði síld og ís af í sumar, eins og mörg undanfarin ár. — Á bátnum voru 8 menn, þar á meðal skipstjórinn. Veður var kyrt um norguninn og ekki brim. En skip- ið var það langt frá landi, að eigi sást þaðan hvernig lending hefði tekist, en ekki ástæða til að ör- vænta um að förin gengi vel En skipstjórinn var búinn að gera ráð fyrir að verða kominn um borð kl. 1 í síðasta lagi. Og er kl. var orðin 2 og ekkert sást til bátsins, fóru skipverjar að verða órólegir, með því líka að sjór tók að ókyrrast. Settu þeir því mótor- inn í gang og sigldu upp að landi Sáu þeir þá að tveir menn frá Fagranesi veifuðu til þeirra og bentu þeim að sigla innar, inn á Finnafjörðinn. Qerðu þeir svo. Kom þá til þeirra út á skipið bóndinn frá Fagranesi, er sagði þeim hin sorglegu tíðindi, um að aðeins 1 hinna 8, er á bátnum voru, hefði náð landi. Hafði aðsogið borið flak af bátnum, annan helminginn, upp í fjörugrjótið og hann þar á, með handleggi krepta undir þóftu. Hvernig þetta sviplega slys liefir aðhöndum borið, kvað^t maðurinn sem bjargaðist, aðeins geta gert sér grein fyrir á þessa leið: Er þeir voru komnir nálægt landi, fanst jeim sem ókyrð eða hryllingi^r í sjónum, hægðu róður um stund og ráðguðust um að leita að landi á öðrum stað. Rétt í því rís brot- sjór við borðstokkinn, fyllir bátinn og hvolfir honum. Síðan veit hann ekkert um sig fyrri en uppi í fjörugrjótinu — þá undir bátsflak- inu á hvolfi. 5 af líkunum ráku upp síðar, en 2 vanta þar á meðal skipstjórans. Þeir setn druknuðu hétu: Morten Nicolaj Nielsen, skipstjóri, Michal Sofus Fred. Kristiansen, Jacob Sigurd Niels Hansen, Poul Nicolaje Kjærbo, Niels Jacob Nielsen, Johan Nielsen (sonur skipstjóra), Thomas Jacob Stenberg. Maðurinn sem bjargaðist að landi heitir Niels Peter Nielsen, frá Sumbö. í gærmorgun kom „Riddarin“ hingað með líkin og verða þau jarðsungin hér. Þrír mannanna sem druknuðu, voru kvæntir og áttu^ung börn. Er harmur kveðinn að ástvinum þeirra og venslafólki við hið svip- lega fráfall í fjarlægu Iandi. Stýrimaður skipsins, Peter Ant- honiussen, hefir nú stjórn þess á hendi. Eftir eru á því nú aðeins 11 menn og þar af 4 unglingar. vera nægilegt, að aðgreina síld eftir stærðum á þann hátt, að í fyrsta eða stærsta flokki sé síld svo stór, aö ekki fari yfir 3 í kíló- ið eða nálægt því að í 2. flokki fari 3—31/® í kg. 3. 3 7 2 4. — — 4—5 M » 5. — — 5—674 M » 7. — — 67s 8 >» M 8. — — 8—11 w M 9. — — 11—15 » » 10. — — 15—21 » » Aðgreining síldar. (Jmsögn yfirsíldarmatsmanns. Er yfirsíldarmatsmaðurinn á Norður- og Austurlandi, Jón Berg- sveinsson, var hér á ferð um miðj- an ágúst, óskaði hann að Hænir birti umsögn hans um aðgreiningu síldar, er hér fer á eftir — þó seinna sé en ætlað var: Þar eð ég hefi orðið var við þann misskilning mannaá meðal, að til sé nú í lögum eða reglu- gerðum hér á landi ákvörðun um það, að aðgreina síld eftir stærð- um, virðist mér rétt að leiðrétta þann misskilning. Nú sem stend- ur eru ekki nein lög í gildi eða fyrirskipanir er ákveði um hvern- ig síld skuli aðgreind eftir stærð- um. Og má því ekki búast við í neinu formi skipun um það frá matsmönnum. Þá almennu ráð- leggingu má þó veita þeim, sem í vafa kunna að vera um aðgrein- ingu síldar, að bezt er að gera það sem nákvæmast að unt er. Þegar talað er um aðgreiningu síldar eftir stærðum, er auðvitað átt við það, að síldir séu sem jafn- astar. 1 flestum tilfellum mun það Þessi aðgreining er miðuð við fullsaltaða síld. Sé þessari aðgrein- ingu fylgt mun salan tæplega standa á ónákvæmri aðgreiningu. Hitt þarf varla að taka fram, að óski kaupendur eftir öðruvísi eða nákvæmari aðgreiningu, þá er eðlilegast að fara eftir vilja þeirra í þessu efni. fþróttabálkur. (Bréfleg íþróttakensfa). Bréfleg kensla (hinir svonefndu „bréfskólar" eða „korrespondanse“- skólar) er nú farin að tíðkast víðs- vegar um heim, og m. a. á öllum Norðurlöndum, nema íslandi. Ætti þó sú kensluaðferð óefað betur viö hér á landi heldur en víða annarsstaðar, bæði sökum strjál- bygðar og erfiðra staðhátta, og einnig sökum þess, að ennþá er sjálfsmentunin hin raunverulega undirstaða íslenzkrar alþýðumenn- ingar. — Bréfskólar voru fyrst stofnaðir á Englandi um 1890. Hafa þeir náð mestri fullkomnun í Ameríku, og veita Jjeirmú kenslu í fjölda námsgreina, bæði béklegra og verklegra. Lúka nemendur þar fullnaðarnámi í ýmsum fræðigrein- um, taka próf, hljóta einkunnir o. s. frv. Fyrsta sporið í þessa átt hér á landi hefir Jón íþróttakennari Þor- steinsson frá Hofsstöðum stigið með íþróttakenslu þeirri, er hann auglýsir í blöðunum um þessar- mundir Verður kenslu þessari hag- að á hann hátt, að einu sinni í hverjum mánuði verða nemendum send verkefni, en það er bréf meö nákvæmri Iýsingu líkamsæfinga þeirra, setn iðka á þann mánuð- inn, og fylgja bréfinu margar á- gætar mnyndir til leiðbeiningar. Verður þannig bygt smá saman ofan á undirstöðuatriðin, svo að nemandi hefir að lokum lært heilt kerfi samræmra æfinga. Getur kensla þessi orðið injög handhæg og óefað afar notadrjúg, bæði sem sjálfstætt leikfimisnám til þroska og verndunar almennri

x

Hænir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.