Hænir - 22.12.1927, Blaðsíða 5
H Æ N I R
5
Qleðileq JÓL!
Aldrei hefir sölubúð
St. Th. Jónssonar,
Seyðisfirði
verið eins full af vörum fyrir jólin, blessuð jólin, eins og nú- —
Jólaborðin eru öll þakin með leikföngum og ýmsum smekkleg-
um hlutum til jólagjafa. Jólatrésskraut, jólakerti, lampaskermar,
armsandsúr í silfur- og gullkössum, klukkur, loftþungamælar,
hitamælar, barnastólar, blómsturborð, skíði, skautar og m. fl.
Einnig er hugsað fyrir jólamatnum:
Hveiti, það bezta, sem til landsins flyzt, Pilsbury Best, Glenora og fl. tegundir.
Hrísgrjón, rúsínur, sveskjur, konfekt, brjóstsykur, fíkjur í smákössum, krydd
og margar tegundir af sultutaui. — — Ennfremur súkkulaði, margar tegundir
á jólaborðið.
Ávextir og annar niðursoðinn matur, mysuostur. Sveitzerostur, Eidamerostur.
Leverpostej, margskonar fínt kex og fl. og fi.
Jólakaffið:
Brenda og malaða kaffið er það langbezta í bænum. Kaffið er sett saman
eftir vissum reglum, — en sú blöndun er leyndarmál verzlunarinnar. —
Ennfremur: Epli, appelsínur, vínber, laukur, hnetur, ananas, perur, apricosur, krak-
möndlur, tvíbökur, kringlur, sætt og ósætt kex. — Liptons heimsfræga te.-Munntóbak,
-- reyktóbak, neftóbak, vindlar og margar tegundir sigarettur.
— Miklar birgöir af skófatnaði, bæði inni- og útiskóm
úr gúmmí og leðri og þéttað með úlfaldahári. —
Álnavara allskonar, prjónavörur og margskonar smávörur, treflar slifsi og fl. Ennfremut
saumavélarnar ágætu og prjónavélar. Lítiö í búöargluggana, þegar þiö gangið fratnhjá.
Verzl.StTh.Jónsson
óhjákvæniilegur, hvort sem er
handa treggáfuðu bæjarbörnunum,
er þau þroskast. En ástæðulaus
krókaleið fyrir sveitapiltana ofan
á mölina. Og eftir því sem Ak-
uieyrarbær stækkar, eru engar lík-
ur til, að loftið verði hollara á
mölinni þar en Víkurrriölinni. Á-
hrif Akureyrarskóla, sem menta-
skóla, á nemendur verða, ef ráða
má af líkum, enganveginn hollari
en Reykjavíkurskóla.
Ef Norðlendingum er áhugamál
að fá lærðan skóla, og ef þeim er
nokkurt alvörumál, af sögulegum
og þjóðlegum ástceðum, að fá
Hólaskóla endurreistan, þá er ein-
mitt sjálfsögð krafa um Hóla í
Hjaltadal fyrir skólasetriö. Og með
því sýndi sig, að stofnun slíks skóla
væri ekki aðeins hégómamál
nokkurra manna.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri
ætti eigi að síður að fá að geyma
Baulu, til minja uni „gjaf“mildi*
mentamálaráöherra — lögleysuna
og gerræði hans við þingræðið,
sem skólameistari fann óstæðu til
að láta sveinana hylla hann fyrir!
* -Sbr. „Dagur“ 24. nóv.: — „mál-
verk Ásgríms Jónssonar af Baulu, sem
hann færði skólanum að gjöf“. Vitan-
lega var það alveg óþarft af Degi, —•
í yfirspenningi hrifningarinnar — að
skrökva því upp á ráðherrann, að hann
hefði „gefið“ það, sem hann [ekki átti.
Hinsvegar er ekki nema vel viðeig-
andi, að eitthvað af málverkum ríkisins,
sé geymt í stærstu ríkisskólunum, og
heildarskrá haldin yfir þau öll, svo alt-
af megi sjá hvar þau eru niðurkomin.
íslenzk listasýning erlendis.
Stofnað hefir verið til íslenzkr-
ar listasýningar erlendis, í Dan-
mörku og Þýzkalandi. Er það
„Norræna félagið“ í Lúbeck í
Þýzkalandi, sem gengist hefir fyrir
þessu, en eftir uppástungu þýzks
blaðamanns, Georgs Gretor að
nafni, sem í fyrrahaust dvaldi
í Reykjavík og kyntist m. a. ýms-
um helztu listmálurunum, og veitti
íslenzkri myndlist sérstaka athygli.
En aðalverkefni „Norræna fél“
í Lúbeck er það, að kynna þýzka
menningu á Norðurlandum og
aftur notræna menningu í Þýzka-
landi, og styðja þannig að gagn-
kvæmri viðkynningu.
Það hefir þótt heppilegt til þess,
að vekja athygli almennings á
sýningunni, aö hún verði fyrs
haldin í Kaupmannahöfn, og fékst
til þess bezti sýningarstaöur borg-
arinnar, Charlottenborg. En í und-
irbúningsnefnd þar eru ritstjórar
fjögra stórblaða, svo ekki er hætt
við, að ekki verði látið á henni
bera, svo sem frekast er unt. Enda
hefir 'sýningin vakið geysimikla at-
hygli og mikið verið um hana
skrifað. Hún var opnuð í Höfn
10. þ. m. Þær fregnir, sem borist
hafa, bera allar Ijósan vott um, að
merkir listdómendur skipa ís-
lenzkri myndlist veglegt sæti, fara
um hana mjög lofsamlegum orð-
um, og að þeir hafi komið auga
4, að hún hafi merk og eftirtekt-
arverð sérkenni.
Það er fullyrt, að í Þýzkalandi
muni skrifa um sýninguna hinir
merkustu og áhrifamestu listdóm-
endur. Ætti alt slíkt, að geta orð-
ið til aukinnar gagnrýni hér heima
á listinni.
Tækist svo vel með sýningu
þessa, að dómendur og sýningar-
gestir hvarvetna kæmu auga á og
sannfærðust um, að íslenzk mynd-
list hefði á sér séreinkenni, sem
fælu í sér listrænt gildi og væru
ótvíræð þjóðarsérkenni, og að
þau komist inn í meðvitund stærri
þjóða, — þá er mikið á unnið
fyrir íslen.zka list.
Prestakosningar. Ur Laufás-
prestakalli voru atkv, talin 12. þ.
m. Kosningu hlaut séra Þorvarö-
ur G. Þormar í Hofteigi með 150
atkvæðum. Séra Ásmundur Gísla-
son fékk 78. 4 seölar ó^ildir. Tek-
ur séra Þorvarður við prestakall-
inu í næstu fardögum. — Sigurð-
ur Gíslsson cand. theol. frá Eg-
ilsstöðum í Vopnaiirði, hefir feng-
ið veitingu fyrir Saurbæjarþingum
í Dalasýslu, var einn í kjöri. Mis-
fellur voru nokkrar á kosningunni.
Lögmæt atkvæði fékk hann 68, en
auk þess fékk hann 66 atkvæði
merkt með „já“, en 9 mótatkvæði
voru greidd. Úrskurðað hefir ver-
ið að hann skuli tetjast kosinn
með 134 atkv. Ef hann tekinn við
embættinu og hefir vetursetu í
Tjaldanesi. — Í.Staðarhraunspresta-
kalli var séra Þorsteinn Ástráös-
son á Prestsbakka einn í kjöri og
hlaut kosningu með 78 atkv. af
81, sem greidd voru.