Hænir - 22.12.1927, Blaðsíða 3
H Æ N I R
3
Jfoj'W Í'V Ó^fi av óff 'H'VH yí'W'lAAH
Jól á Vestur-Jötlandi.
i.
Dagarnir voru altaf að styttast.
— Eftir því sem lengra leið fram-
í desember, Var ég með degi hverj-
um meira og meira hugsandi, við-
víkjandi jólunum. — Hvar átti ég
að dvelja um jólin, svo ég yrði
þeirra var? Það var fátt, sem hvatti
til þess, að dvelja í Kaupmanna-
höfn ujn jólin. Að minsta kosti
var það ekki mikil hvíld eða til-
breyting frá daglegu bóknámi, að
vera þar yfir jólin.
Ég fann að það mundu verða
dauf jól. — Ég fann að ég þráði
að komast eitthvað langt burt —
helzt í fámenni — burt frá bóka-
söfnunum, steinlögðu götunum,
borgarysnum og öllu þessu, sem
fyrir augun bar daglega — langt í
burtu til hinnar lifandi náttúru og
manna. Því það er vandfundinn
maður í vélaverkstæði borgarerils-
ins. — En jólin nálguðust. Ég var
farinn að sætta mig við, vera án
jóla í þetta skifti, því ég mundi
tæplega verða þeirra mikið var í
hávaðanum, fólksfjöldanum og
hraðanum í Kaupmannahöfn. Og
það var eins og hraðinn væri að
aukast á umferðinni þessa síðustu
daga. — Það var eins og allir
væru að flýta sér — En hvert?
Ég held það sé einkenni á iðnað-
armenningu stórborganna, að þar
flýti allir sér. Þar er ekki spurt að,
hvert ferðinni sé heitið, heldur hve
margir kílómetrar séu farnir á
klukkustund. — Eg vissi að mér,
sem var heimilislaus námsmaður,
mundi ekki takast, að lifa sönn
jól í þeim ys. — Ég hugsaði ti
íslenzku sveitajólanna, og óskaði
mér heim.
Þá var það einn morgun, að
gamli gráskeggjaði póstuiinn minn
færði mér bréf. Bréfið var utan a
Jótlandi frá einum kunningja mín-
um — Jóhannesi Kristiansen
sem þá stundaði nám á Askov.
bréfinu bauð hann mér að vera
hjá sér um jólin. Hann var bónda-
sonur af Vestur-Jótlandi, og tók
hann fram í bréfinu, að heimili
sitt væri hvorki stórt né efnað, en
ég væri velkominn þangað, ef ég
vildi. — Þarna bauðst mér ein-
mitt það, sem ég hafði óskað mér,
að geta farið frá K.höfn út í fá-
mennið. Ég hugsaði mig ekki lengi
um, en sendi svar um hæl aö ég
kæmi. — Jól á Vestur-Jótlandi!
Auðvitað voru þau eitthvað út af
fyir sig, og ég mundi verða einni
jólaminningu ríkari eftir en áð-
ur. —
II-
Hraðlestin æddi áfram. — Hún
nam ekki staðar, nema á mjög
fáum stöðum. Það var fult með
henni þessa daga. Fólkið streymdi
til heimila sinna og ættingja, til
þess að vera heima um jólin. Jól-
in eru eina hatíðin, sem hefir
jann undramátt, að lyfta hugun-
um upp yfir alla hversdagslega
smámuni, og fylla hugina þeirri
helgi, sem aðeins er hægt að finna,
en ekki skýra frá. Ánægjan skein
út úr svip æskufólksins, sem var
að fara heim, til þess að halda
jar jól. — Og ég hreifst með. —
g hlakkaði líka til jólanna
vest-jósku jólanna, sem ég þó ekki
vissi, hvernig mundi verða.
Ég steig af lestinni í „Vejen“ og
dvaldi á lýðháskólanum á Askov
í 2 daga. Það voru síðustu skóla-
dagarnir. Þar hitti ég gamla kunn-
ingja, bæði kennara og nemendur,
og þar á meðal vin minn Jóhann-
es Kristjansen.
Að þessurn tveim dögum liðn
um, héldum við Jóhannes af stað
frá Askov, og áleiðis til heimilis
Jóhannesar. það var að morgni
aðfangadags jóla. Við fórum frá
„Vejen" með lítilli „mótor“-lest,
sem hafði aðeins fólksflutnings-
vagn. Hefi ég aldrei fyr né síðar
ferðast með þannig lest. En ferð-
in gekk bæði fljótt og vel, — þó
lestin væri lítil — og komum við
eftir ákveðinn tíma að þeirri stöð
er við ætluðum. Fórum við því
næst úr lestinni, er þaðan var ein
dönsk míla til heimilis Jóhannes-
ar, sem var í héraði er heitir
Donslund, og er við Houborg. En
þar var enginn til eð taka á móti»
okkur, og urðum við fremur dauf
ir við, því við höfðum töluvert
þungar töskur meðferðis. Þó héld
um við áleiðið og ekki höfðum
við lengi farið, þegar bróðir Jó
hannesar mætti okkur á fólks
flutningsvagni með tveimur hest
um fyrir. — Veður var fremur
kalt, þó var hrein veður, aðeins
gráði í rót, en jörð öll frosin
Hafði ökumaðurinn með sér heila
hrúgu 'af teppum, sem hann reif
aði okkur í, svo okkur yrði ekki
kalt í vagninum. -- Og ekki nóg
með það, heldur hafði hann sinn
frakkann handa hvorum okkar
þykka mjög — og klæddi okkur
þá utan yfir okkar eigin frakka
Vorum við þá svo stiröir, að vart
gátum við hreyft okkur í þessum
umbúðum. Og þó vorum við nær
dauða en lffi af kulda, er við kom
um heim. En þar var tekið á móti
okkur opnum örmum og „íslend
ingurinn“ boðinn innilega velkom
inn á heimilið.
III.
En áður en ég lýsi heimilisfólk
inu á þænum, ætla ég að fara
nokkrum orðum um Jóta y firleitt.
Jótland er meginland Danmerk
ur, og íbúar þsss í mörgu frá-
brugðnir Eyjaskeggjum. Er ekki
laust við, að Kaupmannahafnar-
búar brosi að Jótum fyrir það,
hversu þeir eru seinir og þung-
SKIPA- 09 BÍTÁ-
ÐIESELVÉLAR'
af stærðunum 6—1000 hk. Árleg fram
leiðsla 350000 hk.: 15000 vélar. Selt í
Danmörku 6 síðustu árin 720 vélar.
Vegna þess, að DEUTZ-mótorvélin
er búin til af elztu og stærstu véiaverk-
smiðju Evrópu, er vélin framar öllum
öðrum hvað snertir
byggingu, efni, gang-'--\ - * —A
vissi og sparneyti. —
Biðjið um tilboð.
Herm. Thorsteinsson & Co.
Sfmi 13. Seyðisfirði. Sfmnefni: Manni.
Umboðsmaður fyrir Austur- og Noröurland.
amalegir í hugsun og athöfnum.
En á einu sviði njóta þeir óskiftr-
ar virðingar allra — þeir eru
kaupsýslumenn. Flestir efnuðustu
caupsýslumenn í K.höfn eru Jótar.
En töluverður munur er á lund-
arfari Jóta og Eyjaskeggja. Jótar
eru ekki eins örgeðja, en þungir
yrir og seinir til og áreiðanlegir.
Eins og kunnugt er, hefir næstum
hver Eyja í Danmörku sína mál-
ízku, en þó er józkan þeirra sér-
kennilegust. Er hún það mikið
frábrugðin ríkismálinu, sem mál
Jafnarbúa stendur næst, að Hafn-
arbúi, sem aldrei hefir verið meö
Jótum, skilur þá ekki við fyrstu
(ynningu.
Mér vildi það til happs, að ég,
hafði verið með Jótum áður,
annars hefði mér sennilega í fyrstu
veizt erfitt að skilja vestjósku mál-
lízkuna, sem töluð var í Donslund
í einu kvæði sínu um Jóta hefir
józka skáldið St. St. Blicher lýst
lundarfari þeirra með þeirra eigin
orðum. Fyrsta erindi þessararlýs
ingar er þannig:
„Jyden han æ stærk og sej,
modde baad i noj og nej;
goer ed op, aa gor ed nier
aaller do faatavt ham sier“.
Læt ég þetta litla sýnishorn a:
józkunni nægja.
Heimilið í Donslund var frem-
ur lítill bóndabær úti í vestjósku
heiðinni. Var býlið ræktað upp úr
lyngheiðinni, eins og fleiri jarðir
þar um slóðir. En þrátt fyrir mik-
ið ræktunarstarf á síðustu 50 ár-
um, eru þar miklir heiðaflákar enn,
sem bíða þess að mannshöndin
leggi þá undir plóginn.
Hjónin voru orðin öldruð —
bæði komin yfir sjötugt. Höfðu
þau búið allan sinn búskap þarna
úti í heiðinni og komið upp 11
börnum, sem bjuggu nú víðsveg-
ar, og var einn sonur þeirra tek-
inn við jörðinni.
Hjón þessi heita Margrét og
Mads Kristiansen, og eru þau
bæði kunn fyrir dugnað sinn þar
um slóðir. og hefir hann setið í
stjórn „józka heiðaræktunarfélags
ins“ um skeið. En ennþá voru
þau ern og frísk og var hann
kátur og spaugsamur, sem ung-
lingur. 4 synir þeirra voru heima
um þessi jól. Við vorum því 7
alls þarna í heiðarbýlinu. (Niðurl.)
Eiríkur Sigurðsson.
Ágætt hangikjöt
á 1,50 kg.
F. F. GULLFOSS.
Ingibjörg Sveinsdóttir
frá Viðfirðl.
(Flutt viö jarðarförina á Noröfiröi.)
Kveöja eiginmannsins.
Við hittumst á æfinnar hádegisstund
og horfðum þá djarft fram á veginn,
við höll okkur reistum á hamingju-
grund
— í huganum — sólarmegin.
Við bárum inn alt, það sem guð
okkur gaf.
í gleði við saman undum.
Svo dró upp bliku við dauöans haf
og dulbúinn geig við fundum.
Svo dró fyrir sól. Það dimdi skjótt
og degi þfns lífs tók' að halla.
Svo kom hún yfir hin svarta nótt
er síðast hylur oss alla.
Og framtíðarhöllin há og fríð
er hrunin til grunna — — fallin.
Nú heyi ég éinn mitt örlaga stríð,
en óvitinn tifar um pallinn.
Við rústirnar sit ég fölur og fár.
— En feigð------hún er örlög
manna.
Ég lít þó í gegnum leiftrandi tár
lýsigull minninganna.
Einar S. Frímann.
Kveðja dótturinnar.
Ég man þig fullvel frá fyrstu stu nd
elsku mamma!
Er gekstu’ um heima með glaða
/ lund
elsku mamma!
Þá blund ég festi við brjóstin þín
og blítt þú þerraðir tárin mín.
Elsku mamma!
En burt þú fórst yfir bláan sæ.
Elsku mamma!