Hænir


Hænir - 02.02.1929, Qupperneq 3

Hænir - 02.02.1929, Qupperneq 3
n Æ IM 1 K 3 af þingmönnum Múlasýslna, Ingv- ar Pálmason 2. þ. m. Sunnmýlinga og Páll Hermannsson 2. þm. Norð- mýlinga. Þá var tekið fyrir fyrsta mál á dagskrá: Fjármál. Framsögumaður Jón Jónsson bóndi á Hvanná. Bar liann fram tillögu í málinu, sem var feld. — Ennfremur kom fram önnur tillaga svohljóðandi: „Fundurinn lýsir yfir, að hann telji stefnu stjórnarinnar og þing- meirihlutans í fjármálum á síðasta þingi í öllum aðalatiiðum ganga í rétta átt, og ber traust til þings og stjórnar um fyllstu gætni í þeim málum framvegis11. (Þá hló marbendill!) Tillagan var samþykt með 31 atkv. á móti 15. Bankamál. — Framsögumaður Guðgeir Jóhannsson kennari á Eiðum. Lagði hann fram tillögu í málinu svohljóðandi: „Fundurinn skorar á Alþingi að koma bsnkamálum ríkisins í sem tryggast horf, sérstaklega á þann hátt, að sameina undir eina stjórn aliar lánsstofnanir landbúnaðarins og gera á þeim líka skipun og fram kemur í frumvarpi því um Landbúnaðarbanka íslands, sem ríkisstjórnin hefir sent ýmsum mönnum út um land og sem væntanlega verður lagt fyrir næsta Þ>ng“. Tillagan var sam|?ykt með öll- um greiddum atkvæðum. Landbúnaðarmál. Framsögu- maður Sveinn Jónsson Egilsstöð- um. Lagði hann fram svohljóð- andi tillögu, sem samþykt var með öllum greiddum atkvæöum: „Með tilliti til þess, að hin starf- andi milliþinganefnd í landbúnað- armálum skili áliti 'sínu og tillög- um á næstkomandi þingi, þá leyf- ir fundurinn sér að skora á þing- ið, að taka þau mál í heild föst- um og ákveðnum tökum, land- búnaðinum til viðreisnar. Jafn- framt vill fundurinn benda á nokk- ur atviði, er hann telur að áhrifa- ríkust jnundi verða fyrir skjótar og varanlegar framfarir í búnaði vorum. 1. að samþykt verði lög og þau framkvæmd um stofnun full- kominslandbúnaðarbanka.sam- kvæmt því, sem framkomið stjórnarfrumvarp gengur út á. 2. að unnið sé ötullega að að vinna og festa markaö fyrir land- búnaðarafurðir. 3. að tekið sé upp í annan kafla jarðræktarlaganna allar varan- legar peningshúsbyggingar og styrktar á metið dagsverk jafnt áburðarhúsum. 4. að stofnuð séu fyrirmyndarbú í hverjum landsfjórðungi. Búið sé rekið af til þess hæfum bónda fyrir eigin reikning, en styrkt ríflega til stofnkostnaðar. 5. að unnið sé að myndun óð- alsréttar á bændaeignum í land- inu“. Tillagan og 4 fyrstu liðir henn- ar var samþykt með öllum greidd- um atkvæðum, en 5. liðurinn var samþyktur með 12 gegn 7. Gengismál. Framsögumaður Benedikt Blöndal kennari í Mjóa- nesi. Lagði hann fram svohljóð- andi tillögu: „Fundurinn ályktar að lýsa því yfir, að hann óskar að gildi ís- lenzkra peninga verði fest við nú- verandi verðlag og að verðfesting þessi verði framkvæmd með breyt- ingu á myntlögunum". Tillagan var samþykt með öli- um greiddum atkv. Samgöngumál. Framsögumað- ur Gísli Helgason bóndi í Skóg- argerði. Svohljóðandi tillögu lagði hann fram í málinu: „Fundurinn iítur svo á, að hin brýnasta nauðsyn sé að bæta sem AKRA-smjörllki er bezt frá Hf. Smjörlíkisgerð Akureyrar. Umboðsmaður á Seyðisfirði N. 0. NIELSEN, er hefir venjulega birgðir fyrirliggjandi Styðjið íslenzkan iðnað, kaupið Akra! mest samgöngur á landi. Vill hann oví sérstaklega skora á næsta Al- Dingi að veita ríflega fé til ak- færra sýsluvega“. Samþykt í einu hljóði. Skatta- og tollamál. Framsögu- maður Gísli Helgason. Lagði hann fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn iítur svo á, að nú- verandi skatta- og tollakerfi sé að mörgu leyti óheppilegt og órétt- látt. Einnig lítur hann svo á, að fátækari hluti þjóðarinnar sé of- hlaðinn óbeinum sköttum. Þess vegna ályktar fundurinn að skora á næsta Alþing, að fengnu áliti milliþinganefndar í skatta- og tolla- málum, að gera gagngerðar breyt- ingar á tolla- og skattalöggjöfinni. Fundurinn óskar þessara breyt- inga: 1. Allir tollar séu verðtollar. Nauð- synlegustu vörur séu tollfrjáls- ar, en háir tollar séu lagðir á ónauðsynlegan varning. 2. Beinir skattar hækki“. Samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Héraðsmál. a. Laxaklaksmál. Framsögumaður Hallgrímur Þór- arinsson. Lagði hann fram svo- hljóðandi tillögu: „Fundurinn felur þingmönnum Múlasýslna að útvega fé til stofn- og reksturskostnaðar á laxaklaks- stöð á Hallormsstað í Fljótsdals- héraði, alt að 2/3 kostnaðar". Samþykt með öllum atkvæðum. b. Húsmæðraskóli á Hallorms- stað. Frummælapdi frú Margrét Pétursdóttir á Egilsstöðum. Lagði hún fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn skorar á þingmenn Múlasýslna, að leggja fyrir Aíþing 1929 frumvarp um stofnun hús- mæöraskóla á Hallormsstað og beitast fyrir því, að nægilegt fé verði veitt til hans á næstu fjár- lögum“. Samþykt með öllum atkv. c. Brúarbygging á Lagarfljóti í Úthéraði. — Framsögumaður Jón Jónsson Hvanná. Lagði hann fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn skorar á næsta þing, að færa inn á brúarlög brú á Lag- arfljót á Úthéraði“. Samþ. í einu hljóði. d. Vegamál. Framsögum. Sveinn Jónsson. Lagði hann fram eftir- taldar tillögur: „1. Fundurinn ályktar að skora á Alþingi, að leiðin frá Fagradals- braut um Efða að Unaósi sé tek- in í tölu þjóðvega. 2. Fundurinn skorar á þing- menn Múlasýslna að beitast fyrir því, að Fagradalsbrautin á næsta til Reykjavíkur um leið ferðir frá eða til útlanda, og allar hvað snertir Vesturland. En þetta skiftir ekki máli um samanburð milli landsfjórðunganna, af því tölurnar eru allar teknar upp eftir sömu reglu. í öftustu dálkunum þremur er aftur gerð grein fyrir raunveru- legri viðkomutölu skipanna. Ef miðað er við ferðir dllra fé- laganna, sést það af skránni, að Austurland hefir nærri helmingi færri ferðir til og frá útlöndum en Norður- eða Vesturland, en aðeins * 1 2/o hluta Reykjavíkurferða móts við hina landsfjórðungana. Af þessu sést, að Austfirðir eru mjög afskiftir um samgöngur og teljum vér víst, að flutningur á vörum og farþegum sé ekkert svipað því þeim mun minni héð- an og hingað, sem samgöngurnar eru þeim mun verri en hinna 'andsfjórðunganna. Þó að mikið skorti á, að sam- Söngumar við útlönd séu viðun- ai/di, þá er þó miklum mun ver séð fyrjr samgöngum við Reykja- vík. Ferðirnar eru ekki aðeins miklum mun færri en til annara landshluta, heldur er þeim- líka séð fyrir sem beinustu sambandi við Reykjavík. En fyrir Austfirð- inga er naumast um annað að ræða, en ferðir norður fyrir land, aðeins 4 ferðir á árinu frá Reykja- vík sunnanlands og ein til Reykja- víkur. Noröurlandsferðirnar eru hálfgert neyðarúrræði, bæði sakir dýrleika og einkum vegna þess, hvað bær eru tímafrekar. Menn hafa því neyðst til að nota mest norsku skipin, sem eru bæði ó- dýrari og fljótari í förum. Og þess eru þó nokkur dæmi, að menn, sem hafa þurft að flýta sér, hafa orðið að fara með þeim til Færeyja og þaðan til Reykjavíkur. t Niðurlag. Byssud og öll skot- áhöld eru ávalt í verzlun St. Th. Jónssonar Seyðisfirði Kúlurifflar, Haglabyss- ur — bæði einhleyptar & tvíhleypt- ar — Sal- onriflar — S k a m m - byssur — Magasi n - b yssu r — Patrónur, Hvellhettur, Högl&Púð- ur. Hlaðin hagla- og kúlu-sk ot og alt ann- að tilheyr- andi byss- umogskot- um sendist um land alt gegn póst- kröfu. jSt.T t. Tti. Jónsson, Færeyskir fiskibátar, af hinni frumlegu færeysku gerð, með hinum þekta, sænska báta- mótor „Solo“ ísettum, eru aðdá- anlegir til fiskiveiða á grunnmið- um íslands. — Snúið yður til Carl Johan Bech Þórshöfn, Færeyjum. sumri verði endurbætt all-ítarlega að brúm og ofaníburði, og að við- hald hennar framvegis verði fram- kvæmt á tilhlýðilegum tíma“. Samþ. með öllum atkv. e. Símamál. Framsöguma. Jón Jónsson á Hvanná. „Fundurinn skorar á næsta þing, að setja inn á símalög símalínu frá Fossvöllum að Hvanná“. Samþykt í einu hljóði. Fundi slitiö. Benedikt G. M. Blöndal. Sveinn Jónsson. Björn Antoníusson. Guttormur Pálsson. ....<+m.....

x

Hænir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.