Hænir - 31.08.1929, Síða 3
H Æ N I R
3
„Snjallrsði"!
Menn vita, að atl-þröngt hefir
veriö um að fá söltunarleyfi hjá
Síldareinkasölunni, og ekki hefir
þótt örgrant um að fleira hafi kom-
ið til greina við leyfisveitingar en
einbært réttlætið — Síldareinka-
salan hafi átt sín „góðu börn“, í
nokkuð áberandi mæli. — Saga
er m. a. sögð um „snjallræði"
eins af „góðti drengjunum“ henn-
ar, til þess að sýna „pappíra sína
í lagi“ við umsókn. (Nauðsynlegt
er að taka það fram, að Einka-
salan hefir þótzt „veita“ leyfin
eftir veiðiskipafjölda. Hann vissi,
að því fleiri skip sem hann teldi
fram, því víðtækara yrði leyfið.
Nú vissi hann af því, að Lauds-
bankinn á Eskifiröi átti í fórum
sínum skip, sem hét „Skallagrím-
ur“ og sneri hann sér þangað í
þeim erindum, að fá það „leigt"
yfir síldartímann. — Bankastjórnin
skýrði frá, að það væri ekki í
sem beztu standi til veiöa, því að í
vetur hefði þaö verið flutttil Horna-
fjarðar, jafnaðvið j)yljur(„afriggað“)
fylt með grjóti og gengið frá því
sem bryggjuhaus framan við að-
gerðarpallinn við fiskihúsin. Um-
sækjandinn hafði ekki talið þetta
núverandi ástand skipsins neitt því
til fyrirstööu, að hann gæti haft
not(!) af því við síldveiðarnar og
sótt all-fast að fá dallinn leigðan
yfir veiðitímann og hafði boðið
100 kr. um mánuðinn. Banka-
stjóranum mun ekki hafa þótt
umsækjandanum of gott aö lofa
honum að borga þetta, og hins-
vegar ekki ástæða til að draga af
bankanum þennan óvænta „hlut á
þurru landi“, og hafði þ í „slegið
tii“.
„Qóði drengurinn" Einkasöl-
unnar hafði síðan talið „Skalla-
grím“, bryggjuhausinn á Horna-
firði, með í veiðiskipastól(H) sín-
um og fengið út á hann söltun-
arleyfi fyrir nokkrum hundruðum
(sumir segja 1000> tunnum.
Ýms „fölsunarmál“ hafa verið á
döfinni undanfarið: atkvæðaföls-
unarmál, nafnafölsunarmál og nú
síðast vatnafölsunarmál Spegils-
ins. Hvort hér er um eitthvert
nýtt „fölsunar“-mál að ræða eða
blátt áfram „snjallræði“, skal ó-
sagt látið hér, því það heyrir
undir dóm Einkasölunnar, eins
og önnur síldar mál—enda alveg
„privat“ fyrir hana.
Simfréttir frá FB.
Rvík 26./8.
„Gotta“ kom í morgun meö
sjö sauðnaut.
Rvík 30./8.
Frá Lakehurst: Hnattflugi „Graf
Zeppeiin“ er lokið á 21 degi og
5 kiukkustundum.
Frá Haag: Samkomulag heíir
náðst á Haag-fundi urn skiftingu
skaðabótanna og varningsgreiðslu
Þjóðverja. Samkomulagið ergeypi-
sigur fyrir Snowden.
Frá London-. Sífeldar óeirðir í
Palestínu, milli Gyðinga og Araba,
300 falinir. Óttast að útbreiðist til
Sýrlands og Transjordaníu. Frakk-
ar senda herskip til Bayruth.
Bretastjórn hefir sent mörg her-
skip til Palestínu og er staðráðin
í að vernda líf og eignir Pale-
stínubúa, án tillits til þjóðernis.
Frá Reykjavík: Ríkisstjórnin
hefir keypt sauðnautin sjÖ, og
verða kálfarnir geymdir í girðingu
við Reynisvatn í umsjá Búnaðar-
félags íslands.
Sighvatur Bjarnason fyrv. banka-
stjóri er látinn.
Prestafundur var haldinn á
Reyðarfirði nú í vikunni, er stóð
í 2 daga. Voru þar mættir 7
prestar og 1 guðfræðfkandidat. —
Auk guðsþjónustu voru nokkur
erindi flutt af prestunum.
Síldveiðinni lokiö? Hænir hef-
ir daglega átt tal við Siglufjörð
síðan um helgi og frétt að engin
síld hefir veiðst síðan á fimtudag
í fyrri viku, nema um 150 tunn-
ur, sem „Eljan“ fékk á mánudag.
Á miövikudag komu veiðiskip að
úr öllum áttum — austan og
vestan — og höfðu öll sömu sögu
að segja, að hvergi sæist síldar-
vottur. Er það því alment álit, að
síldin sé gersamlega horfin fyrir
Norðurlandi i surnar, enda orðið
vart mikils kolkrabba. Munu þó
flest skipin bíða nyröra — sem
að sunnan eru — fram yfir helg-
ina til reynslu, en síðan halda
heimleiðis. — En skipstjóri norsk-
ur, á „Kvalen“, er hingað kom
inn á útleið á fimtudagsrrorgun,
sagðist hafa séð mikla síld um
nóttina á leiðinni hingað, alt frá
því suðaustur af Bakkafirði og þar
til út af Seyðisfirði. Mest hefði
verið að sjá suður undan Glett-
inganesi. Ekki ólíklegt, að eitt-
hvað af skipum að norðan geri
tilraun til að leita hér austur frá.
Önnur skip en „Kvalen“, sem hér
hafa komið inn, telja sig ekki hafa
oröið síldar vör.
Ráðlag Einkasölunnar. Undan-
farnar vikur, meðan veiðin var
örust fyrir Norðurlandi, þurftu
skip og bátar að moka veiðinni í
sjóinn dag eftir dag, vegna tunnu-
leysis, er bræðslusmiðjurnar höfðu
ekki við. Verkafólk í landi jafnt
sem veiöimenn höfðu ánægjunaa
að horfa á þessa óhæfu. Og það
litla, sem bræðslusmiðjurnar gátu
tekið á móti, varð verðiaust að
kalla má, hjá þeim skipum eða
bátum, sem ekki höfðu gert samn-
inga við þær. Komst málið niður
í 3 krónur. Og urðu skip að bíða
5—6 daga eftrr afgreiðslu. Blöð
Einkasölunnar báru blak af henni,
er kvörtun um tunnuleysi varð al-
menn og sögðu nægar tunnur ti
og þó var engin tóm tunna ti
sjáanleg á Siglufirði, en mokveiði.
Einkasalan sjálf gaf skýrslu ti
Fréttastofunnar, er hún gerði fyr-
irspurn um þetta, er gaf í skyn,
að nóg væri til af tunnum. Én
enginn sá þær, svo vandlega voru
?ær þá „faldar“.
En nú — þegar veiði er lokið
— koma tunnurnar. Á miðviku
daginn kom tunnuskip til Siglu-
fjaröar o g annað á fimtudag.
Kemur Einkasalan því til með að
ávaxtr birgðirnar til næsta árs. —
Búið er að salta alls rúmlegalOO
þús. tunnur og krydda um 20
þús. — Sagt er að aðdáendum
Einkasölunnar á Norðurlandi fari
nú óðum fækkanda, ekki sízt
meðal sjómanna og verkaíólks og
mun engan undra, er fyrir mestu
tjóninu hafa orðið af hennar-
völdum.
En Pétur hirðir sínar 15 þús.
kr. og Ingvar og Einar Olgeirs-
son sínar 12 þús. kr. hvor fyrir
alla ráðdeildina, en verkafólk og
sjómenn fara með rýran hlut —
sumir tvær hendur tómar, ef ekki
skuldir á bakinu heim úr verinu.
Mikil er blessun Einokunar-
innar!
Beitulaust er sagt á Siglufirði.
Menn bjuggust . ekki við að tæki
svo skjótt fyrir veiði, enda ís-
skortur í frystihúsum. Á mánudag
var fryst síld seld á 30 kr. tunnan,
þriðjudag 40 kr. og á miðvikudag
50 kr. — það síðasta, eða því sem
næst.
„Ægir“ kom hér inn á mið-
vikudag með tvö norsk skip, er
grunuð voru um ólöglegt athæfi í
landhelgi. Hafði hann tekið annað
þeirra að tilvísun „Súlunnar". —
Rannsókn leiddi af sér sýknun
fyrir bæöi skipin af gruninum.
Ari Arnalds bætarfógeti fór á
„Esju“ í gær áleiðis til Reykja-
víkur. Jón Þór S\gtryggssoh bæj-
arstjóri er settur bæjarfógeti í fjar-
veru hans. — Eitiar Blandon
sýsluskrifari tók sér einnig fari
með skipinu norður í Húnavatns-
sýslu og til Rvíkur.
Eyjólfur Jdnsson bankastjóri
kom heim í gær á Esju,
„Súlan“ kom hingað á þriöju-
dag, alla leið frá Rvík samdægurs.
Farþegi hingað var ungfrú Ást-
hiidur Briem hjúkrunarkona.
Viö sjúkrahúsið hér verða
mannaskifti í forstöðustarfi nú um
mánaðamótin. Af ráðsmannsstarf-
inu lætur Karl Jónasson, er því
hefir gegnt nú á 26. ár, en sagði
því lausu í sumar. En við tekur
frú Sigrún Qrímsdóttir frá Dverga-
steini.
Fundir ráögjafarnefndarinnar
hófust"* í Kaupmannahöfn 20. þ. m.
og búist viö að þeir standi 10—
12 daga. Fundarstjóri nefndarinn-
ar er að þessu sinni Halfdan
Henriksen þingrnaður, (forseti
danska hluta nefndarinnar). ís-
lenzku nefndarmennirnir eru Jón
Baldvinsson (form. íslenzka hlut-
ansj, Jónas Jónsson ráðherra,
Einar Arnórsson prófessor og
Jóhannes Jóhannesson fyrv. bæj-
arfógeti.
Geröardómur. Ekki all-litla at-
hygli vekur það, að baðmullar-
iðnaðarverkamenn og1 vinnuveit-
endur í Englandi hafa komið sér
saman um að útkljá kaupdeiluna
með gerðardómi. Og er verkfalli
Aöalumboösmaöur:
Carl Proppé
Reykjavík.
Hús til leigu eöa sölu á góð-
um stað í bænum frá 15. sept-
ernber. R. v. á.
Kvistherbergi til leigu nú þeg-
ar. R. v. á.
Grammofónnálar,
„Herold“
4 teg.
F. F. Gullfoss.
06»<sats><Hat»®®a«xa®ica)e
| Wichmannmótorinn
I er bestur. —
| Umboð hefir:
| Véfaverkstæði Norðfjarðar
&sxaccs><sac®®®®<2X5>o
Við áskrifendum að tfma-
ritinu
„STEFNIR"
er tekið á afgreiðslu Hænis
og í Ritfangasölunni (S. A.)
Nokkur eintök af 1. hefti eru
til sýnis og sölu.
Allir þurfa að eignast
fyrsta heftið.
Smjörpappír (pergament).
Ritfangasalan (S. A.)
lokið á þeim grundvelli, að kaup-
gjaldið verði svo sem gerðardóm-
urinn úrskurðar, en þar til úr-
skurður fellur unnið fyrir sama
kaup og áður var. Jafnaðar-
mannastjórn situr að völdum á
Brellandi nú. Þetta gerist þar.
Brezkir verkamenn virðast ekki
óttast geröardóm í launadeilum.
En forkólfar íslenzka verkalýðs-
ins, sem svo vilja láta telja, hrópa
um „kúgun“ og „þrælalög“, bæði
í blöðum og á Alþingi, þegar rætt
er um löggjöf í þessu efni, sem
skynsamlega leið til lausnar á
verkfailsbölinu, eins og vinnu-
dómsfrv., er lá fyrir siðasta þingi.
SteinþóriGuömundssyni barna-
skólastjóra á Akureyri.hefir kenslu-
málaráðherra vikið frá staríi sínu,
út af máli hans síðastliðinn vetur.
Fræðslumálastjóri hafði verið á
möti því. Akureyrarfregn hermir,
að Steinþór muni fara í mál við
kenslumálaráðuneytið, vegna drátt-
ar á afsetningu hans.