Svindlarasvipan - 12.01.1933, Qupperneq 1

Svindlarasvipan - 12.01.1933, Qupperneq 1
Sf INDLARASVIPAN (LÝSING Á FJÁRPRETTUM OG FÖLSKUVERKUM ARA ÞÓRÐARSONAR) Verð: 25 au. cint. Reykjavík, 12. janúar 1933. Kemur út öðru hverju Til le s e n d ann a Það er mörgum árum seinna en það ætti að vera, að eg' ávarpa greyið hann Ara Þórðar- son. Það eru mörg ár síðan að hann rakst inn á heimili mitt, og hirti um leið allmikið af eigum mínum; lesendum þessa blaðs finst þetta nú máske einkamál á millum okkar Ara, en svoleiðis lít eg ekki á það, þær upp- lýsingar sem eru um Ara í þessu blaði og einkum og sérílagi þau viðskiptasvik hans, sem verða rakin í næstu blöðum, ættu að verða til þess, að fólk forðist að hafa nokk- urskonar mök við Ara. Það er árlega varið stórfé til þess að vara mennina við hættum, t. d. allir vitarnir í kring um þetta land, þeir eru látnir loga til að vara sjómennina við voðanum. Þetta blað Þegar eg leit á skeinisblaðið „Okrarasvipan“ og sá þar á þrykk, að Ari Þórðarson væri á- byrgðarmaður að þeim lygum og svívirðing- um, sem hann á húsgangslegan hátt hrúgar þar upp um samborgara sína, fór eg að at- huga hver hann væri sá skörnugi ræfill, sem slíkt sorp vildi ábyrgjast. Varð mér þá fyrst fyrir að leita mannsins í kjörskrá Reykjavík- ur, en þar var hann ekki að finna. Því næst fletti eg upp niðurjöfnunarskránni, en þar var hann ekki að finna. Þá var þriðja úrræðið, að leita í skattskrá Reykjavíkur, en þar var hann óskráður. Það mun þó víst ekki vera svo, að mannkind þessi sé svo fyrir neðan allar hellur, að hann sé settur á bekk með ferfætlingum og skriðkvikindum og hver mundi vilja eiga markið á þessum kláða- gemling þjóðfélagsins hugsaði eg með sjálf- um mér. Fór eg því næst út á stræti og gatnamót til að spyrjast fyrir um ára þennan og fregnaði, að maður þessi hafi dvalið hér í bænum um aldarfjórðung og ávalt legið í saurnum, líkt og svín í flagi. Hafi hann ný- lcga verið auglýstur gjaldþrota, hann sé al- þektur drykkjuræfill, hann sé alment talinn fjárglæpamaður, hann hafi að minsta kosti einu sinni gerst sekur um alvarlega tilraun til að nauðga kvenmanni og yfirleitt sé ekki litið á hann sem mann með mönnum, heldur hina mestu mannfýlu og andlegt óþefsdýr. Nú og þessi maður tekur að sér að kenna öðrum siðafræði. Já, auðvitað af því, að hann hefir aldrei mannast svo um dagana, að hann hafi er því einskonar viti, það er meiningin, að það beri svo góða birtu í kring um skað- semdarskepnuna hann Ara, að engum manni með fulla sjón, sé vorkunn að sjá hann og innræti hans og þurfi þess vegna ekki að fara sér að voða með því að nálgast hann, og verða með því fyrir skaðræðisskemdum eins og ég og margir fleiri hafa orðið fyrir um æfina. Þegar eg hefi í næstu blöðum rakið við- skiptasvik Ara við mig og ótal fleiri menn, þá legg eg ókvíðinn málefnin undir þann dómstól sem dæmir í öllumí málum og engu máli er áfrýjað frá — eg legg þau undir dóm- stól almenningsálitsins í landinu. Útgefandinn. M o 11 ó: „Svínum ekki svara ber saurugum um trýnið þó hrýni“. lært að skammast sín. Eg fregna meira um Ara Þórðarson, en síst til að auka hróður lians. Mér er tjáð að hann á yngri árum hafi á lævísan hátt unnið ástir ungrar og góðrar stúlku, gifst henni og getið með henni börn, en reynst konu sinni og bömum hinn megn- asti dólgur og hafi hann svo skilist við konu sína og böm með hinni mestu lubbamensku. Að því búnu er mér tjáð, að Ari hafi gerst -mesti óeirðarmaður um kvennafar, lagt pútur á bak aftur, getið með þeim böm og eigi því marga hálfrefi, sem vitanlega séu aldir upp á sveitinni, þar sem faðirinn er úttaugað ómenni og auðnuleysingi, sem ekki geti séð fyrir sjálfum sér á ærlegan hátt, hvað þá fyrir af- kvæmum sínum, og stendur hann að því leyti að baki ferfætlingum og skriðkvikindum. Eg fletti svipunni og fer að lesa. Sé eg að rekuspaði sá, sem þar er kallaður ritstjóri, slettir þar til Metúsalems Jóhannssonar og Péturs Jakobssonar. Væri honum sæmra að stinga sér í eigin haug og láta þá og þeirra líka í friði, sem ekkert hafa til saka unnið. Þegar ég hefi lesið reiðilestur ára í svipunni, kemur mér í hug Mattheus 7. kap. „Hræsnari, drag fyrst bjálkann út úr auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga út flísina úr auga bróður þíns“. Eg hefi fyrir löngu vitað, að Ari Þórðarson er samviskuleysingi og skin- helgur hræsnari, en ekki hefði eg trúað því, ef eg hefði ekki sjálfur séð, að Ari væri svo vitlaus og litblindur á almenningsálitið á sjálf- um sér, að hann, sem rogast áfram, manna milli, undir úttroðnum ámusekk af syndum og svívirðingum, sem í allra augsýn lafir á hon- um úti og inni og ríður honum eins og mara, færi að gera viðskiftalíf annara hér í bænum að umtalsefni og vanda um við þá út af því. En hvað er það þá, sem ári þessi hefir út á M. J. og P. J. að setja? Ekki annað en það, að þeir kaupi víxla með of miklum afföllum að hans áliti, en hvað er þetta móti framferði Ara sjálfs í viðskiptum. Hann, þessi hýena viðskiftalífsins, sem gengur snuðrandi og snap- andi manna milli eins og gráðgur vargur boð- inn og búinn til að hakka í sig eignir manna, dauðar og lifandi, ef af er ltiið. Þó eg viti, að níðingsmakinn Ari Þórðarson sé með afbrigðum heimskur, illgjarn, óupp- dreginn og ómentaður maður og það sé að kasta perlum fyrir svín að skírskota til sannra fræða og spektar í viðtali við hann, vil ég þó vísa honum til 1. Mósebókar, 41. kap. „Draum- ur Faraós“, þar sem hann dreymir feitu og mögru kýmar. Skulum við nú athuga þetta og sjá hvort ekki muni nokkur skyldleiki með Ara og mörgu kúnum. Hinar feitu kýr, sem komu upp úr ánni, sýnist mér geta verið ímynd friðsamra og mætra samborgara A. Þ., sem koma fram úr flóði tímans, eru spakir, hegða sér vel og afla sér brauðs á heiðarlegan hátt. En á eftir kemur magra kýrin, Ari Þórðarson, renglulegur og óviðjafnanlega ljótur útlits, magur á hold með óþrifalegt lubbalegt hár á hausnum, sinurubba á grönum, ógurlega kjaft- víður og græðgislegur, þrengir sér inn milli hinna mætu manna, eyðileggur frið þeirra, skemmir mannorð þeirra og situr um að éta það, sem þeir hafa aflað og tekst það vonum framar, en er sjálfur jafn horaður og áður, ljótur útlits, gráðugur í æru og mannorð og aðrar eignir manna, sem friðhelgar eiga að vera. Þegar maður lítur á í ljósi sannleikans og hinnar lifandi skynsemi stigamennsku A. Þ. og hvílíkt syndaflóð hefir flotið út úr kjafti þess mann af lygum, rógi og mannorðsmeið- ingum um meðborgara sína, allan þann flækju- og fjársvikaferil, sem hann á í þessum bæ og víðar og alt það djöfulæði, sem hefir einkent líf þessa stóra lítilmennis, og samt skuli hann enn í dag ganga hnarreistur og drembinn milli samborgara sinna eins og hann væri stoð og stytta þjóðfélagsins, þessi viðbjóðslegi hrepps- ómagi, þá hlýtur maður að sannfærast um að það er skepna, sem heldur á trússunum sínum', samviskan hans Ara Þórðarsonar. Já, farisea- hátturinn er honum í orðsins besta skilningi runninn í merg og bein. En fyrst við nú minn- umst á Fariseana, þá vil eg og minna A. Þ. á Lúkas 18. kap. „Fariseinn og tollheimtumað- urinn“, og skulum við nú athuga, ef eitthvað er líkt með A. Þ. og Fariseunum. Fariseamir Hann fanst hvergi meðal manna.

x

Svindlarasvipan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.