Svindlarasvipan - 12.01.1933, Qupperneq 3
SVINDLARASVIPAN
E*ad dregur til þess,
sem verða vilL
L
Mannleg tunga hittir stundum á að segja
þær setningar, sem aldrei firnast og alltaf
eiga við. — Vísan hér að ofan er fimmtíu ára
gömul eða meir, og maðurinn sem hún var ort
um, hét ekki Ari Þórðarson. En þó vísan hefði
verið gerð í gær eða í dag, þá fellur það í svo
ósköp ljúfa löð, að víkja henni við og heim-
færa hana upp á viðskiptasvikarann og æru-
leysingjann Ara Þórðarson, því þó svipast sé
um á ólíklegustu stöðum eftir ærlegheitum
Ara, þá er þau hvergi að finna, og þó að
hundarnir gelti að tunglinu, er það miklu
eðlilegra en að Ari sé siðameistari.
Fyrir athugaleysi fékk Ari birta grein eftir
sig í Alþýðublaðinu með árásum á tvo menn
hér í bænum, bar hann þeim á brýn m. a. að
þeir lánuðu út peninga með okurrentum.
Það er nú talað um það að eitt meðal ann-
ars sem auki viðskiptakreppuna hér í Reykja-
vík, sé allskonar okur. Við heyrum oft talað
um húsaleiguokur, lóðaokur meðalaokur,
peningaokur (háir bankavextir) og ótal fleiri
okur. Einnig er oft minst á ýmsa okurtaxta,
og svona má lengi telja, en hvað sé nú í raun
og veru okur, þar skiptast nú fyrst skoðan-
irnar, þó allir séu sammála um það að okur
eigi sér stað hér í bæ.
Ef annarhver þessara manna sem Ari kall-
ar okrara, hefði keypt víxil af manni, með
gjalddaga eftir 4 mánuði, þá hefði víxileig-
andinn fengið 450—475 kr. í peningum, en ef
maðurinn, sem átti víxilinn, hefði nú hitt á
Ara Þórðarson í staðinn fyrir Metúsalem eða
Pétur, hvað hefði hann þá fengið?
Hann hefði flækt sig fastan i lyga- og
svikaneti því, sem Ari Þórðarson hefir riðið
utan um sig, og í net þetta hefir Ari ánetjað
nóg til að geta leyft sér viðbjóðslega óhófs-
evðslu og allskonar glæframensku, þangað til
nú í senni tíð, að fiskiríið er hjá honum far-
ið að tregðast og mun vera aðeins til lítilfjör-
legs lífsframdráttar.
Og þarna er nú komið að ástæðunni fyrir
árásunum hjá Ara, á Metúsalem og Pétur. Hon-
um finst að þessir og aðrir menn, sem ef til
vill eru harðdrægir, en áreiðanlegir í viðskipt-
um sínum, hafi dregið frá sér viðskipta-
þurfalingana, en viðskiptalífið er nú þannig,
að það gerir enginn öðrum viðskiptagreiða
fyrir ekki neitt. Metúsalem eða Pétur láta
sér máske nægja að taka eina eða tvær fjaðr-
ir af viðskiptafuglinum, Ari vill reita af lion-
um allt fiðrið og blóðfjaðrirnar með, — svo
að eftir verði ósjálfbjarga og dauðadæmt
dýr, sem að treðst undir fótum mannanna
ofan í aurbleytuna á viðskiptaveginum.
Og þegar ritstjóri Alþýðublaðsins áttaði
sig á því, hver Ari var, þá fékk hann auðvit-
að ekki meira rúm í Alþýðublaðinu eða neinu
öðru blaði og var svo hjálpað til að gefa út
„Okrarasvipuna“, ómerkilegt plagg ómerks
manns.
II.
Ari Þórðarson getur þess í „Okrarasvip-
unni“, að Metúsalem Jóhannsson hafi verið
dæmdur í hæstarétti fyrir ofbeldi við kven-
mann, já, Metúsalem var dæmdur í smásekt
sannanalaust mót neitun — en eftir líkum,
fvrir að hafa kjaftshöggvað hortuga og
ósvífna stelpu, — en um dóminn var deilt,
eins og t. d. nýuppkveðinn dóm í hæstarétti,
„þó allir leiti út um haug
og innan um sorp til vonar,
enginn rekst á ærutaug"
Ara þórðarsonar.
en þó meiri hlutinn af landslýðnum hefði
kjaftshöggvað Ara Þórðarson, þá hefði allur
liópurinn verið sýknaður í hæstarétti og um
dóminn ekkert deilt. Ari getur þess ennfremur
að Metúsalem hafi svarið fyrir barn. Þau eru
nú víst orðin fá tilfellin þar sem málstaður
barnsmóður er svo bágborinn, ósannindin svo
augljós í framburðinum, að tilnefndum barns-
foður sé boðinn eiðurinn, — en auðvitað skil-
ur Ari ekki þetta fyrirbrigði, og engum hefði
dottið í hug að láta Ara vinna eið, þó um
hvolpsfeðrun hefði verið að ræða, hvað þá
heldur barns, og þó að flagaraeiginleikar Ara
beri ekki nógu mikla sýnilega ávexti, þá getur
maður svo ósköp vel sett sig inn í þær móður-
tilfinningar, sem vilja ekki hafa afkvæmið sitt
bendlað við Ara nafnið, og hafa notað önnur
úrræði.
Það er læknir einn hér í bænum, sem hefir
oft skrifað nafnið sitt á sama pappírinn og Ari
Þórðarson, þessir tveir menn hljóta því að
vera talsvert handgengnir hver öðrum, það
má einkennilegt heita eins og „prangið“ er
runnið Ara í merg og bein, að hann skuli ekki
hafa látið þennan læknir „pranga“ út úr
áfengisverzlun ríkisins 800 lítra af spíritus
eins og hann segir að Metúsalem hafi gjört,
— ef læknirinn hans Ara hefði gjört þetta,
þá hefði Ari víst verið fáanlegur til að drekka
helminginn og „pranga“ út hinum helmingn-
um.
Ari notar mikið spurningarformið í „Okr-
arasvipunni“ sinni, það er nú ekki svo vitlaust,
því enginn hefir á spurninni.
Nú ætla eg að spyrja Ara að nokkrum
spurningum, sem lúta að meira og minna svik-
samlegum viðskiftum hans við ýmsa menn hér
í bænum undanfarin ár. Ari þarf svo sem ekki
að svara þessum spurningum, og ég býst svo
sem ekki við, að hann gjöri það. Það verður
skýrt frá hverju einstöku atriði í þessum og
ótal fleirum svikaviðskiftum Ara í næstu blöð-
um þessa blaðs, eftir því sem tími vinst til
og rúm leyfir, því það má Ari Þórðarson vita,
að úr því að hann byrjaði tilefnislaust að
skrifa óhróður og lygar um heiðarlega menn,
þá verður ekki við hann skilið fyr en hann
er orðinn eins og lúbarinn hundur með laf-
andi rófuna á milli lappanna, skotrandi aug-
unum upp á aumustu bullur þessa bæjar, biðj-
andi þær, að mega draga andann í rykinu við
rennusteina götunnar.
Og þangað til næsta blað kemur út, er gam-
an fyrir Ara að rifja upp fyrir sjálfum sér
þessi viðskipti, sem nefnd eru hér á eftir, og
ef ske kynni, að Ari yrði andvaka einhverja
nóttina, getur hann haft þessar spurningar
eins og leikfang handa huganum, og af því að
dagarnir eru að lengjast, en næturnar að stytt-
ast, getur hann ef til vill dundað við þetta
fram undir rismál vinnustéttarinnar, þó það
endist honum auðvitað ekki til fótaferðartíma
ónytjungsins og fótaferðartíma Ara sjálfs.
Ef í einum hrepp eru eintómir ráðvandir og
heiðarlegir menn, nema einn sauðaþjófur, þá
þrífst hann þar illa og verður að flýja bygð-
ina, eða hætta sauðaþjófnaðinum. Svona gekk
með Ara í Borgarnesi, hann varð að flýja
bygðina, og verður í næsta blaði skýrt frá við-
skiftaklækjum hans þar, eftir heimildum ná-
kunnugs manns.
m.
Þá koma nú spurningarnar til hans Ara.
1. Hvernig var með fjórtán hundruð krónu
víxilinn, sem þú seldir Guðm. Gíslasyni hérna
um árið?
2. Tapaðir þú ekki á kjötinu, sem þú keypt-
ir af Halldóri R. Gunnarssyni?
8. Græddi ekki Magnús Sæmundsson á við-
skiftunum við þig?
4. Er ekki Böðvar Jónsson ósköp þakklátur
við þig, fyrir það, að þú fékst hann til að
kaupa „Týr“?
5. Fanst þér nú ekki efnin hans Ólafs frá
Þormóðsdal heldur íýrna eftir að þið kynt-
ust ?
6. Hver var það, sem flekaði ráðskonuna frá
fyrnefndum Ólafi?
7. Hver eyddi efnum hennar og hver eyði-
lagði atvinnu hennar, eftir að hún misti ráðs-
konustöðuna ?
8. Hver sér fyrir þessari konu núna? Er það
Reykjavíkurbær eða ert það þú?
9. Finst Þorsteini Gunnarssyni, að hann hafi
grætt á viðskiftum sínum við þig?
10. Hefir ekki Tómasi slátrara langað að
slátra þér fyrir viðskiftaféflettingu ?
11. Hver var það, sem seldi útsláttarlausum
fjölskylduföður þrjúhundruð tylftir af getnað-
arverjum ?
12. Því er verið að fara í mál út af öðru
eins og víxlinum hans Einars á Spítalastígn-
um?
IV.
Fyrir mörgum árum flutti hér í bæinn, öldr-
uð kona, sem áður að heita mátti hafði aldrei
komið út fyrir sveitina sína. Einn dag er þessi
kona ein á gangi á Baldursgötunni, sér hún
þá eitthvað, sem líktist manni, í svaðinu utan-
vert við götuna. Konuna greip hræðsla og hún
fór inn í næsta hús, til óviðkomandi fólks, og
hneig hún þar niður á stól. Þegar konan hafði
jafnað sig dálítið, og fólkið fór að spyrja hana,
hvað fyrir hefði komið, þá varð henni að orði:
„Ég sá djöfulinn sjálfan, já, djöfulinn“.
En það sem aumingja konan sá var þá bara
Ari Þórðarson óður af drykk og dýrslegum
lifnaði.
Mannsmyndin mátti heita þurkuð út, skegg-
ið og hárið skítugt og úfið, fötin forarleðja og
um vitin slefjukend vitfirringsfroða, ýmist gaf
hann frá sér villidýrsöskur eða samfelda runu
af ógurlegustu formælingum. Hitt mannlega
eðli var farið veg allrar veraldar, og dýrseðlið
á lægsta stigi eitt um hituna.
Var nú að undra þó að sveitakonan, sem alla
æfina hafði ekki annað séð en sveitina sína í
sumarskrúða og vetrarskarti, og aldrei augum
litið neitt ljótara en hálffullan bónda við brúð-
kaup eða í réttum, þó hún héldi, að það væri
andskotinn ilsku flár, þar sem Ari var kom-
inn ?
Það er bær, ég held á Vesturlandi, sem heit-
ir Árnabotn. Þar sér ekki til sólar 18 vikur af
árinu, eitt sinn bjó þar bóndi, sem Árni hét,
og um hann var gerð þessi alkunna vísa:
„Ámi í Botni, allur rotni;
ekki er dvgðin fín.
þjófabæli, það er hans hæli,
þar sem aldrei sólin skin".
Ámi þessi bjó með móður sinni og hefir að
líkindum ekki orðið gott til kvenna í sinni
sveit. Tekst Árni því ferð á hendur í fjarlæga
bygð, og ætlaði að leita sér kvonfangs.
Árni staðnæmist á efnuðu heimili, og áttu
hjóriin eina dóttur barna. Fyrsta daginn, sem
Árni dvelur á bænum, er veður stilt, verður
Árna þá að orði: „Nú róa bátar mínir í dag“.