Svindlarasvipan - 13.02.1933, Blaðsíða 2

Svindlarasvipan - 13.02.1933, Blaðsíða 2
SVINDLARAS kaupanda (í þessu tilfelli konunni) stimpil- gjald af útborguninni. Sýnir þetta meðal ann- ars, hvað Ari er ónýtur á öllum sviðum, að þurfa 20 daga til undirbúnings þessari aug- ljósu lygaaðdróttun, þar sem ótal sannanir liggja fyrir, að kaupverð umrædds húss var 33 þús. kr., en ekki 26 þús. eins og Ari vill vera láta, og svona stórkostleg viðskiptasvik við einstæðings konu hefði enginn getað látið sér detta í hug nema Ari Þórðarson, af því að viðskiptasvik og allskonar féfletting við einstæðinga og lítilsiglda eru honum svo eiginleg. í fyrri blaðsneplinum sínum er Ari að spyrja um einhvern skófatnað, sem Metúsalem Jóhannsson hafi einhvemtíma eignast. 1 næsta Liaði spyr hann sjálfan sig, hvað sér líði að svara þessu um skófatnaðinn, og rétt á eftir étur hann spuminguna ofan í sjálfan sig. — Þetta minnir mig á hund, sem ég átti í Þor- móðsdal, bezta grey, en meltingin var í ó- Þar sem Ari Þórðarson hefir nú í seinni tíð tekið sér fyrir hendur að „kritisera" viðskipta- starfsemi vissra manna, sem um mörg ár hafa verið búsettir hérí bænum og engum dottið í hug að kasta hnútum til fyrir fram- komu sína virðist ekki ólíklegt, að þessi mað- ur hafi verið grandvar í hegðun sinni á við- skiptasviðinu um æfina og til þess nú að gefa lesendunum ofurlítið sýnishorn áf hans kristi- lega hugarfari til meðbræðra sinna skal hér tekið eitt dæmi svona af handahófi. Maður nokkur, að nafni Magnús Sæmunds- ?■» son ættaður úr Borgarfirði, hefir dvalið hér í bænum fullan aldarfjórðung. Hefir hann stundað jöfnum höndum matvöruverzlun og húsabyggingar. Er maður þessi að öllu góðu kunnur, þeim sem hann þekkja. Hefir hann haft óskipt álit á sér meðal þeirra, sem honum hafa kynnst, verið hinn ráðvandasti í öllum viðskiptum og greitt hverjum það sem honum ber. Fyrir fimm árum átti þessi maður laglegt liús hér í bnæum, á Skólavörðustíg 13, það var að mestu skuldlaust og hafði Magnús mat- vöruverzlun sína þar, lifðí hann þar umfangs- litlu lífi við sæmileg efni, samanspöruð á langri leið. Að vísu þekkti hann Ara Þórðar- son og vissi um hans voðalega framferði. Ari 'fór að venja konum sínar mjög til þessa manns, sitja hjá honum, ræða við hann og bjóða honum þjónustu sína. Þekktist Magnús þennan fagurgala Ara og þáði ennfremur nokkra vinnu hans. Leið nú og beið að ekkert bar til tíðinda, en áður en nokkurn varði hafði Ari sett á fót talsverða matvöruverzlun hér í bænum. Kom mönnum þetta nokkuð á óvart, þar sem mörgum var kunnugt um að Ari væri og hefði ávalt verið öreigi og jafnvel hefði auðnuleysi hans gengið svo langt, að hann hefði þegið sveitarstyrk ■ í talsverðum stíl. Ástæðan fyrir þessum uppgangi Ara var auð- fengin. Magnús Sæmundsson hafði gerzt út- gefandi og ábyrðarmaður að tveimur víxlum lagi; honum varð illt af öllum mat, seldi hon- um upp, og át spýjuna rétt á eftir. Nú hefir Ari étið ofan í sig skófatnaðarspursmálið, og nú er búið að reka ofan í hann þjófnaðarað- dróttunina í sambandi við húsakaupin, og hvað miklu sem hann ælir úr sér af lygi og rógi um sér betri menn, þá verður hann látinn éta það ofan í sig jafnóðum aftur, alveg eins og hundurinn minn 1 Þormóðsdal át spýjuna sína. En svo getur líka þessi skófatnaðar-um- hyggja Ara verið af öðrum rótum runnin. Það má ganga út frá því sem gefnu, að An sé oft skólaus, þær eru víst ærið skófrekar rógburðargöturnar sem hann gengur vanalega, og er þá eðlilegt, að hann líti öfundarauga til þeirra, sem eiga skófatnað til skiptanna, en búizt get ég við því, að Metúsalem eða aðrir j yrðu til þess, að gefa Ara á fæturna, ef hann i fengist til að ganga veginn sem til lífsins I liggur. fyrir Ara, til tryggingar vörukaupum. Stiga- maðurinn Ari Þórðarson, hafði komið fyrir Magnús Sæmundsson, hangandi á krossi ör- birgðar, auðnuleysis og fyrirlitningar. Beðið iiann að minnast sín sér til hjálpar og bjarg- ráða. Talið honum trú um að sig langaði til að lifa heiðarlegu lífi eins og fjöldinn gerir og vildi hann til þess koma á fót matvöruverzlun: Magnús mun fyrst í stað hafa færst undan að styðja hann með umbeðnum ábyrgðum, og minnti hann þar með á hve forfallinn drykkju- maður hann væri og hve grátt hann hefði leikið menn 1 viðskiptum hér í bænum og víð- ar. Ari kvað þetta satt vera, en nú væri hann búinn að sjá að sér, sjá að líf sitt hefði verið sífelt auðnuleysi og því væri hann afráðinn í að snúa nú við. Kvað hann það eitt vera til íarsældar og framfara, að vera heiðvirður í viðskiptum og áreiðanlegur í loforðum og því mætti Magnús trúa, að honum skyldi ekki þurfa að blæða sín vegna, sá níðingur væri hann ekki að láta sér detta í hug að bregðast trausti hans, ef hann hjálpaði sér til að koma verzlun á fót, með því að ganga í ábyrgð fyrir sig fyrir nokkrum þúsundum. Var nú að undra þótt Magnús Sæmundsson, góðgjarn maður og heiðvirður fram í hvern fingurgóm liti svo á að þarna væri iðrandi syndari, sem gæti orðið með sér í Paradís, og veitti honum því ásjá. Jú, Magnús var skammsýnn þarna. Hann tók á sig ábyrgð fyrir Ara Þórðarson og hvað hafði hann gott af honum? Ekki neitt. Því af honum hefir enginn haft neitt. Líður svo nokk- ur tími, að um þetta er hljótt. Þar kom þó að, að Ari þarf að framlengja víxlunum, sem upp- haflega voru tveir. Hafði Ari þá blómlega verzlun, drakk fast og lifði flott. Skrifaði Magnús svo á nýja víxla til framlengingar hinum fyrstu víxlum. Þótti Magnúsi Ari þurfa að framlengja víxlunum nokkuð ört og ekki sá hann víxlana, sem greiddir voru með fram- lengingarvíxlunum. Líða þannig nokkrir mán- uðir og ekkert alvarlegt skeður. En nú fer V I P A N að syrta fyrir dyrum hjá Magnúsi Sæmunds- syni. Koma nú víxlamir hver af örðum í inn- heimtu til lögfræðinga og fyr en varir eru ábyrgðarskuldir Magnúsar Sæmundssonar komnar upp í milli tíu og tuttugu þúsundir. Er nú skemmst frá að segja. Magnús getur ekki risið undir þessari skuldabyrði. Ara dettur, að manni virtist, ekki í hug að borga neitt af þessum víxilskuldum sínum, lét þær allar falla á Magnús, en lifði sjálfur vik- uni saman í viðbj óðslegri óhófseyðslu og alls- konar glæframennsku. Varð endirinn sá, að Magnús Sæmundsson varð að selja aleigu sína til að ljúka ábyrgðarskuldum sínum fyrir Ara Þórðarson. Hann, Magnús Sæmundsson, er nú maður fult hálfsjötugur að aldri, atvinnulaus og algerlega öreigi af völdum Ara Þórðarson- ar. Þetta voru launin, sem hann fékk fyrir viðskiptagreiðan. Þetta var hagnaðurinn af viðskiptunum. Þarna kom í ljós afturhvarf Ara Þórðarsonar. Finnst nú lesendunum Ari ekki prýðilega hæfur til að kenna mönnum viðskiptafræði og hæfur til að vanda um við menn. Reykvíkingur. Svikari svíknr svikara Eitt sinn fyrir nokkrum árum er Ari stadd- ur á kaffihúsi einu hér í bænum; þetta var íyrripart dags, var Ari lítilsháttar undir á- hrifum víns, eða það sem nú er kallað sam- kvæmishæfur. Ari pantar sér einhverskonar drykk. Skannnt frá Ara situr í kaffihúsinu ungur maður myndarlegur í sjón. Ari gefur sig á tal við hann, spyr hann að nafni og stöðu. Maðurinn kveðst heita Jón Jónsson og vera bifreiðarstjóri frá Eyrarbakka, væri bif- reiðin lítilsháttar biluð, — brotið drifskaf — og sé hún í viðgerð hjá Sveini Egilssyni. Ari fer að veita bifreiðarstjóranum og tala við hann um kaupskap á bifreið hans. — Vill bif- reiðarstjórinn gjarnan selja, en tilskilur 500 kr. greiðslu í peningum en aíganginn í vörum. Ari vill hinsvegar greiða allt í vörum. Er nú þrefað um kaup þessi fram og aítur, unz saman gengur og er bifreiðarstjórinn kominn ofan í 50 kr. með peningaútborgunina, en sölu- verð bifreiðarinnar var 3000 kr. Fara þeir því næst þangað sem Ari átti vörurnar og fékk bifreiðarstjórinn nærri fullan tunnupoka af smellum, nikkeltölum, krókapörum, barnatútt- um, getnaðarverj um og ýmsu fleiru og var bifreiðin þar með greidd og henni afsalað til Ara. Nú var Ari orðinn talsvert ölvaður og vissi það af sínu viti, að hann myndi fyllri verða seinnipart dagsins,; hringir hann til Sveins Egilssonar og fyrirbýður að afhenda umrædda bifreið, því hún sé sín eign. Sveinn kom ekki sjálfur í símann og er lofað að skila þessu til hans, og nú heldur Ari áfram að drekka og þykist hafa gjört góð kaup, fer Ari nú á margra daga túr. Þegar hann raknar úr rotinu, dettur honum vörubifreiðin í hug og fer inn til Sveins. Hafði þá aldrei komið þang- að nein bifreið til aðgerðar með því númeri sem stóð í afsali Ara og sannaðist síðar, að hún hafði aldrei verið til. Það er sagt, að maðurinn, sem gerði kaupin við Ara hafi drukkið upp 50 kr. seðilinn, en ! hent tunnupokanum með vörum fyrir 2950 kr., ofan fyrir hafnarbakka. Gísli. Þáttur úr æfisögu Ara Þórdarsonar

x

Svindlarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.