Svindlarasvipan - 13.02.1933, Blaðsíða 3

Svindlarasvipan - 13.02.1933, Blaðsíða 3
s V I N D L A R A S Svar til ritstjóra Okrarasvipnnnar og' Jóhönnn A. Jónsdóttur. Út af grein, sem birtist í blaðinu Okrara- svipan 3. þ. m. með fyrirsögninni Fjárdráttur, og mín er þar minnst, vil ég leyfa mér að snúa mér til yðar, hr. ritstjóri, og biðja yður svo vel gera og taka af mér eftirfarandi grein- argerð í yðar heiðraða blað, Svindlarasvipan. í áminnstri grein er mér óbeint borið á brýn, að ég, ásamt Metúsalem Jóhannssyni, hafi féflett fátæka ekkju, Jóhönnu A. Jónsdóttur, og þar sem ekkjufrúin sjálf undirritar gi’ein- ina þykir mér hlýða að gefa háttvirtum les- endum blaðsins nokkra skýringu á því máli, sem hér er á ferð. í aprílmánuði 1931 kom Metúsalem Jóhann- esson að máli við mig og bað mig um að skrifa kaupsamning um húsið nr. 161 við Laugaveg hér í bænum. Tjáir hann mér, að Lúðvík Ásgrímsson, vélstjóri, ásamt konu nokkurri af ísafirði, Jóhönnu A. Jónsdóttur að nafni, hafi komið til sín og hafi gerzt með þeim munnlegur samningur um nefnt hús. Gaf M. J. mér svo ull alla höfuðpósta kaupsamn- ingsins og færði ég þá í letur; með öðrum orðum, ég gerði þarna kaupsamning um hús- eignina nr. 161 við Laugaveg milli M. J. ann- arsvegar og Jóhönnu A. Jónsdóttur hinsvegar. Daginn eftir kom ég með fullgerðan kaup- samninginn til M. J. og voru þau þar fyrir, Lúðvík Ásgrímsson og Jóhanna A. Jónsdóttir. Var kaupsamningur þessi lesinn og athugaður nákvæmlega, játaður vera í fullu samræmi við það, sem um hefði verið talað og síðan undir- skrifaður. Voi’um við vitúndarvottar við Lúð- víú Ásgrímsson. Ekkert borgaði J. A. J. við undirskrift kaupsanmingsins. Fór hún síðan vestur á ísafjörð, að því ég bezt veit.. Líður svo fram í öndverðan maímánuð, að ekkert var urn þetta rneira talað. Kom þar þó að M. J. biður mig að gera afsal fyrir nefndri hús- eign og veðskuldarbréf, allt samkvæmt nefnd- um kaupsanmingi og átti þar í engu að breyta, en þó tjáði M. J. mér að sér hefði dottið í hug, til sparnaðar fyrir kaupanda, að afsala hús- inu fyrir þeirn skuldum, sem hvíla ættu á því, en ekki eins og í kaupsanmingnum stóð. Kaup- verð hússins var í kaupsamningnum ákveðið kr. 33000,00, en skuldir þær, sem áttu að hvíla á því við afsal voru tæp 27000,00 krónur. Sá ég ekkert athugavert við þessa lækkun og gerði því afsalið samkvæmt þessu. Kom svo með þessi skjöl til M. J. á tilsettum tíma og var þar mætt kaupandinn Jóhanna A. Jóns- dóttir. Var aísalsskjalið og veðskuldabréfið lesið fyrir kaupanda og játaði hún afsals- skjölin vera í fullu samræmi við kaupsamning- inn, að öðru en verðið væri lægra og gerði M. J. henni þá grein fyrir þessu og kom það fullkomlega fram, að þau höfðu átt tal um þetta og sparnað þann, ki*. 66,00, sem hún öðl- aðist við þessa ráðstöfun og vildi hún þetta og voru svo skjölin undirskrifuð af fúsum vilja kaupandans og af fullu ráði, að mínu áliti. Ari Þórðarson ritstjóri, sem nú fyrir skömmu virðist hafa gengið á mála hjá rétt- vísinni, stendur þar í fylkingarbrjósti sem út- vörður gegn öllu viðskiptaranglæti, hefir gert þetta að umtalsefni í Okrarasvipunni, 1 nokk- urskonar eftirmála eftir grein J. A. J. Spyr hann þar hvort M. J. hafi stungið á sig full- um 6000,00 krónum úr vasa J. A. J. eða við höfum skipt þessu á milli okkar. Það er ég þegar búinn að upplýsa, að þetta var útborg"m af kaupverðinu og fór hún beint til M. J. eins og vera bar, en ekki til mín. Mun ég hafa fengið kr. 55,00 fyrir skjalagerðina eins og ég setti upp. Kem ég þá að hátrompi ritstjórans, „snuð- eríinu“ gagnvart ríkissjóði. Þar er um að ræða kr. 66,00 svo sem fyrir segir. Hér er því um að ræða hvort leyfilegt hafi verið að lækka skjalfest verð með tilliti til þeirra tekna, sem ríkissjóður átti að hafa af þessari eignayfir- færslu, stimpilgjaldi og þinglýsingargjaldi og er þá næst að bera þetta undir gildandi lög þessu viðvíkjandi. Skulum við þá athuga lög um stimpilgjald, nr. 75, 27. júní 1921. 19. gr. þeirra laga er svohljóðandi: „Þegar kaupsamningur er stimplaður, er afsalsbréf tii sama kaupsamnings stimpilfrjálst“. Eftir þessari grein þarf ekki að stimpla af- salið ef kaupsaimiingurinn hefir verið stimpl- aður, þessvegna þarf og heldur ekki að stimpla kaupsamning, ef hann á að eyðileggjast við afsal út af sama kaupsamningi. Með örðum orðum, ef bæði kaupsamningur og afsal er gert um sömu fasteign milli sömu aðilja er ekki nema annað skjalið stimpilskylt. Það var því ekkert til fyrirstöðu, að eyðileggja kaup- samninginn óstimplaðan þar sem afsalið til sanmingsins átti að stimpla og þinglýsa. Af þessu sést að nefnd lagagr. er hér ekki brotin. Kemur þá 18. gr. nefndra laga og skal hún hér tekin upp orðrétt: „Stimpilgjald fyrir öll heimildarbréf fyrir skipum og fasteignum telst eftir því kaupverði, sem sett er á eignina í bréfinu, þó aldrei minna, en eignin er metin tii skatts, sé um fasteign að ræða, og teljast veðskuldir ítök eða kvaðir, sem kaupandi undir- gengst, til kaupverðsins“. Eftir þessari grein skal stimpilgjaldið tekið af þeirri kaupupphæð, sem skjalið sýnir, það er og gert þegar afsal fyrir hér um rædda eign er stimplað. Ennfremur eftir nefndri grein má ekki telja söluverð lægi’a en áhvílandi skuldir og þetta er einnig svo hér gert. Þá ber og vel að athuga hvert er hið raunverulega verðmæti fasteigna sem verðmælir fyrir gjaldskyldu til ríkissjóðs, en það er fasteignamatið, enda er í nefndri 18. gr. laganna tekinn vari fyrir því, að ekki tjái, vegna stimpilgjalds, að hafa skjal- fest söluverð lægra en fasteignamat. Sé það gert ber sýslumönnum og bæjarfógetum að hækka stimpilgjaldið svo að það verði 1% af fasteignamatinu, en 1% er áskilið í stimpil- gjald af afsalsskjölum fyrir fasteign. Hér hef- ir því ekki verið brotið gegn ákvæðum stiinpil- laganna. Öllum aðdróttunum 1 þessum efnum er því vísað heim til föðurhúsanna sem byggð- um á þekkingarleysi og misskilningi og hinni góðu viðleitni Ara Þórðarsonar að gera mér og V I P A N M. J. sem mestan sóma. Þá vil ég einnig taka fram til að fyrir- bvggja allan misskilning, að ég átti engan þátt í því, að J. A. J. keypti hús þetta. Ég gerði skjöl þar að lútandi sem óviðkomandi loaður, eins og mér var sagt að þau ættu að vera í höfuðatriðum og lét mér vitanlega á sama standa um allt nema að þau væru lög- formleg og á hvorugan aðilja hallað í orðalagi skjalanna. Hér er þá í stuttu máli lýst af- skiptum mínum af þessum viðskiptum og ber ég það undir alla skynsama lesendur þessa blaðs, hvort hér sé um nokkurt atferli að ræða, rem geti talizt óheiðarlegt, eða hvort þeir álíti mig hafa gert nokkuð annað en það, sem hver og einn maður í minni stöðu hefði gert. Það mun verða nokkuð ógreitt fyrir hr. Ara Þórðarson ritstjóra, að finna sök hjá mér, ef hann finnur ekki eitthvað verra en þetta til að bera á mig, en annars vona ég að við- skiptaferill minn hér í bænum sé ekki sá, að orðið geti Ara Þórðarsyni til mikillar ánægju að rekja hann. Hann mun ekki finna mikið af því, sem hann óskar sér í þeirri leit, sem betur fer. Læt ég svo úttalað um þetta. Ég er alveg viss um að Jóhanna A. Jónsdóttir mun ekki bera mér að ég hafi komið ódrengilega fram við sig, hvorki á einn eður annan hátt. Óska ég svo Ara Þórðarsyni til hamingju með lúsaleit sína að misgemingum mínum á viðskiptasviðinu hér í bænum. Mun ég eftir atvikum leiðrétta, ef A. Þ. kann enn á ný að bera mig röngum sökum, jafnvel þó mér leið- ist að þurfa að svara slíkum manni á þrykki. Pétur Jakobsson. Skuldabréfa- útgáfan Ari Þórðarson virðist hafa allmikið dálæti á skuldabréfum og hefir haft með höndum skuldabréf ýmislega til fengin og af ýmsri gerð, eittaf þeim var skuldabréfið, sem nafni Ölafs frá Þoi'móðsdal var stolið undir héma á árunum. í fyrra kemur Ari til manns og býður hon- um til kaups skuldabréf með 1. veðrétti í stór- hýsi sem sé verið að enda við að reisa út við Skerjafjörð, upphæð skuldabréfsins var 18 þúsund kr. Maður sá, sem Ari bauð skuldabréf- ið, lét grenslast upi stórhýsi þetta, reyndist það þá vera smáskúr með þaki og bárujárni utan um grindina. Ari var rekinn burtu með skuldabréfið, en eftir viku er Ari kominn aftur með annað skuldabréf í sömu eign, en nú er það ekki nema 12 þús. kr. og nú kveður Ari að stórhýsið sé altilbuið, en þá er grenslast eftir hvort Ari segi satt og var svn fjarri því, það var aðeins byrjað að innrétta skúrinn og Ari er rekinn burtu í annað sinn, og enn þá líður vika, og ennþá kemur Ari með skuldabréf í sömu eign, en nú er skuldabréfið aðeins 8 þús. kr. og enn þá var Ari rekinn öfugur á dyr. Nú skulum við athuga þetta nánar, skúr þessi var ekki 18 hundruð króna virði hvað þá átján þúsund, en ef einhver kynni að glæpast á þessu skuldabréfi, af því það var með fyrsta veðrétti, þá var að nota sér það, og svo er þetta skulda- bréf látið lækka um mörg þúsund á viku og einnig býður Ari fleiri mönnum skuldabréf í þessari eign og eru þau þá ýmist 18 þús. eða 12 þús. kr., svo það lítur út fyrir, að það hafi verið búin til mörg eintök af þessum sviksam- legu skuldabréfum. En hver var það, sem stóð fyrir þessari skuldabréfa-útgáfu ? Var það Ari? Eða var það doktorinn hans Ara? — Spyr sá sem ekki veit. SpuruLL

x

Svindlarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.