Kosningablað kvenna - 01.06.1922, Blaðsíða 4
KOSNINGABLAÐ KVENNA
XSjósid!
Atkvæðið mitt.
Eg veit að við hugsum altof
margar sem svo, konurnar:
„Hvað munar um atkvæðið
mitt? Er til nokkurs gagns að
eg fari og kjósi?“ J)essari
spurningu svörum við svo hugs-
unarlaust með neii, og ákveð-
um að sitja heima á kjördegi,
ekkert muni um þetta eina at-
kvæði.
Svona hefi eg líka hugsað.
En þegar eg athugaði málið
betur sá eg, að þetta var hræði-
leg villa.
það munar eins mikið um at-
kvæðið mitt eins og atkvæði
hvers eins annars, jafnvel þess
sem langtum ofar er settur í
mannfélaginu en eg. Við kosn-
ingar eru allir jafnir, enginn
kjósandi á nema eitt atkvæði.
En hver einasti kjósandi á eitt
atkvæði.
Atkvæðið mitt er eign mín.
Með því að greiða, legg eg
minn skerf til málanna. Með at-
kvæðinu mínu, get eg stutt að
framgangi þess,er eg vil styðja,
en unnið á móti því, sem eg vil
hindra. Með atkvæðinu mínu
get eg ráðið úrslitum mála.
þessvegna er það skaðleg hugs-
un að hyggja að það geri ekk-
ert gagn.
Setjum svo að einhver flokk-
ur héldi sig veikliðaðan. En
hann ætti þó samankomna á
einn stað þúsund stuðnings-
menn, sem allir hefðu atkvæðis-
rétt. Væri það ekki alveg ó-
heyrilegt tiltæki ef allur sá hóp-
ur kæmi sér saman um að fara
ekki á kjörfund, vegna þess að
það munaði ekkert um atkvæð-
in þeirra. Jú, það yrði vissu-
lega álitið að þessir menn væru
veikir í sannfæringu sinni.
En nú, við þetta landskjör
eru dreifðir út um alt land,
kjósendur svo þúsundum skift-
ir, flest konur, sem hugsa á
þessa leið: „það munar ekkert
um atkvæðið mitt. Hvaða er-
indi á eg á kjörfund?“ Én eg
segi ykkur satt, öllum sem
þannig hugsið, það eru atkvæð-
in ykkar sem úrslitunum ráða.
8. júlí næstkomandi má eng-
in kona hugsa sem svo: pað
munar ekkert um atkvæðið
mitt.
Kæru konur og kjósendur.
Við þetta landskjör komum við
konurnar í fyrsta sinni fram
sem alfrjálsir borgarar í landi
voru, borgarar með ákvörðunar
og tillögurétt í öllum málum.
Við erum nú að nema þar land,
er oss var áður varnað inn-
göngu. Viljum við nú ekki all-
ar vera einhuga um að ná því
marki, sem við höfum sett oss,
að eignast einn fulltrúa á þingi
þjóðar vorrar. það þarf ekki að
kosta oss svo mikla fyrirhöfn.
Við þurfum að eins að temja
oss þá hugsun að við erum brot
af heildinni, og gera okkur ljóst
Allir eiga að neyta síns borgara-
lega réttar þegar velja á þjóðar-
fulltrúa eða úrskurða á um mik-
ilsvarðandi mál, sem snerta ai-
þjóð eða einstaklinga, og liggur
þá mikið við, að rétt sé valið. Hið
sama gildir og uin, þá er einstakl-
ingar eiga að skerá úr sínum
einkamálum á einu eða öðru sviði,
að þeir þá velji ætíð það, sem er
best og haganlegast þörf þeirra,
einkum þó að því er snertir versl-
un og viðskifti innan lands og ut-
an. Og það sem hefir hvað mest
áhrif að þvi er snertir hið ytra út-
lit á því sviði, er smekkleg og vel
af hendi leyst prentun. Prentsmiðj-
an Actaj Mjóstræti 6, Reykjavík, er
stofnsett á þessum grundvelli, og
gerir hún sér alt far um að full-
nægja kröfum nútímans og þörf-
um viðskiftamanna sinna. Hún
leysir af hendi hverskonar prent-
un sem er, og er frágangurinn við-
urkendur sá besti hér fáanlegur,
enda eru hin sivaxandi viðskifti
hennar bestu meðmælinrHún hefir
fjölbreytt úrval af leturgerðum og
fullkomnastar vélar, — alt af nýj-
að við getum allar lagt jafnan
skerf til málanna.
Atkvæði mitt lagt við aðra
tölu atkvæða hækkar hana og
hvað er það arinað en atkvæði
einstaklinganna, sem ef þau eru
nógu mörg, geta velt því bjargi
hleypidómanna úr vegi vorum,
að vér konur megum engan til-
lögurétt hafa um æðstu mál
þeirrar þjóðar, sem við erum
fullur helmingur af.
þessvegna, kæru konur. Sæk-
ið kjörfund! Öreiðið C-listanum
atkvæði ykkar.
Hugsið ekki: það gerir
hvorki til né frá með atkvæðið
mitt.
því það er atkvæðið þitt, sem
þessar línur lést, sem úrslitun-
um ræður. Helga.
---o----
Ustarnir.
Landkjörslistarnir eru nú
fram komnir. Eru þeir 5 að
tölu og þannig skipaðir:
A-listi:
þorvarður þorvarðarson, bæj ar-
fulltrúi, Reykjavík.
Erlingur Friðjónsson, bæjar-
fulltrúi, Akureyri.
Pétur G. Guðmundsson, bók-
haldari, Reykjavík.
Jón Jónatansson, afgreiðslum.,
Reykjavík.
Guðmundur Jónsson frá Narf-
eyri, kaupfél.stj., Stykkish.
Sigurjón Jóhannsson, bókhald-
ari, Seyðisfirði.
B-listi:
Jónas Jónsson, skólastjóri,Rvík.
Hallgrímur Kristinsson, forstj.,
Reykjavík.
Sveinn Ólafsson, umboðsmaður,
Firði.
ustu og bestu gerðum. Auk þess
hefir hún nú sett upp bókbands-
vinnustofu, til þæginda fyrir við-
skiftamennina, þar sem öll bók-
bandsvinna er leyst af liendi með
hinni sömu viðurkendu vinnuvönd-
un sem hjá prentsmiðjunni.Mynda-
mót eru útveguð þeim sem þess
óska, samkv. teikningum. Prent-
siniðjan héfir ávalt til nægar birgð-
ir af hverskonar pappír, sem þörf
livers einstaklings krefur, einnig
umslög, kort o. fl. o. fl. þegar
menn því eiga að velja um, hvar
þeir eigi að láta prenta það, sem
þeir þurfa með, kjósa allir hyggnir
menn Acta, því vinnan og frágang-
urinn er bestur þar, en þó ekki
dýrari, því það kostar ekkert
ineira að vinna verk sitt vel, þeg-
ar skilyrðin til þess eru öll fyrir
hendi. Pantanir allar eru afgreidd-
ar fljótt og sendar gegn póstkröfu
út um land, ef óskað er. Prent-
smiðjan liefir síma 948 og póst-
hólf 552. Fyrirspurnum svarað um
hæl, og kostnaðaráætlanir gerðar,
ef óskað er.
é
Jón Hannesson, bóndi, Deildar-
tungu.
Kristinn Guðlaugsson, bóndi,
Núpi.
Davíð Jónsson, bóndi, Kroppi.
C-listi:
Ingibjörg H. Bjarnason, skóla-
stjóri, Reykjavík.
Inga L. Lárusdóttir, ritstjóri,
Reykjavík.
Halldóra Bjarnadóttir, fram-
kvæmdarstjóri, Akureyri.
Theódóra Thoroddsen, frú,Rvík.
D-listi:
Jón Magnússon, fyrv. forsætis-
I
ráðherra, Reykjavík.
Sigurður Sigurðsson, ráðunaut-
ur Búnaðarfél. Isl., Rvík.
Sveinn Benediktsson, útgerðar-
maður, Búðum í Fáskrúðsf.
Páll Bergsson, kaupm., Hrísey.
Sigurgeir Gíslason, verkstjóri,
Hafnarfirði.
Sigurjón *Jónsson, afgreiðslum.,
ísafirði.
E-listi:
Magnús Blöndal Jónsson, prest-
ur, Vallanesi.
þórarinn Kristjánsson, hafnar-
stjóri, Reykjavík.
Sigurður Sigurðsson, lyfsali,
Vestmannaey j um.
Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir,
Akureyri.
Eiríkur þ. Stefánsson, prestur,
Torfastöðum.
Einar G. Einarsson, útvegs-
bóndi, Garðhúsum.
„Kjósendablað kvenna“ ætlar
sér alls ekki að fara í neinn
mannjöfnuð um listana. Blaðið
vill að eins benda á, að C-listinn
er eigi rígskorðaður við neinn
ákveðinn stjórnmálaflokk,en að
konurnar, sem hann skipa, eru
kunnar að því að vera frjáls-
lyndar í skoðunum. þær hafa
að vísu ekki haft hátt um sig í
llerzl. B. II. Bjðrnn, Rvík.
Stofnsett 1886.
Heildsala — Smásala.
er ein í tölu elstu og bestu versl-
ana landsins, og er fyllilega sam-
kepnisfær á öilum sviðum.
Verslunin hefir fengið maklegt
orð á sig fyrir vöruvöndun og
lágt verð, enda kefir það sýnt
sig þráfaidlega, að aðrar verslan-
ir hafa aldrei verið þess megnug-
ar að keppa við verslun B. H.
Bjarnason, sem ávalt hefir fyrir-
liggjandi stórar og margbreyttar
vörubirgöir af öllu sem fólk þarfn-
ast, að undanskilinni álnavöru.
Verslunin sendir mönnum vörur ■
beint, gegn póstkröíu — hvert á
land sem er, eða beint frá út-
löndum, ef um stærri kaup er
að ræða.
Yersl. Goðafoss
lieflr ávalt miklar birgðir af
allskonar hreinlætisvörum.
Laugaveg 5.
Sími 436.
„19. júm“.
„19. júni“ er eina blað hór á landi
er ræðir áhugamál lcvenna. Allar kon-
ur þurfa að lesa það og kaupa,
í „19. júni“ fáið þið glögt yfirlit yfir
þau mál, er á dagskrá eru, meðal
landsins kvenna; ýmsan fróðleik um
starfsemi kvenna i öðrum löndum, og
hyggindi er heimilunum i hag koma.
Takmark „19. júni“ er að komaSt
inn á hvert einasta heimili.
„19. júní“ kostar einar 3 kr. árgang-
urinn. Hann er ódýrasta blað lands-
ins, en þó gefiníi iit á g'óðan, dýran
pappir.
Afgreiðslan er i Bröttugötu 6, uppi.
stjórnmálum hingað til, en
samt hafa þær fylgst svo með
í því, sem fram hefir farið, að
líklega standa þær þar ei að
baki flestum þeim, er hina list-
ana skipa. Frambjóðendur C-
listans koma ekki fram sem
sérflokkur, sem sé andvígur
öllu því, er hinir listarnir telja
sín mál. Nei, hér eru á ferðinni
nýliðar, sem hafa það efst á
stefnuskrá sinni að styðja öll
góð og þörf mál, sem munu láta
skoðanir sínar stjórnast af sam-
viskusemi og athugun, en §íður
taka tillit til fyrirfram fyrir-
skipaðrar flokkspólitíkar eða
flokkshagsmuna. Allir óháðir
kjósendur munu því gefa þess-
um lista atkvæði sitt, karlar
sem konur.
C-listinn er eini listinn, þar
sem frambjóðendurnir eru allir
kunnir um land alt, og mikils-
metnir fyrir störf sín. Verður
að heimta það við landskosn-
ingar, að ekki séu settir á lista
einhverjir Pétrar eða Pálar,
sem mestur hluti landsmanna
kannast ekki vjð.
Útgef endur:
Kosninganefnd kvenna.
---*------------------------—
Prentsm. Acta.