Skutull

Årgang

Skutull - 28.09.1923, Side 2

Skutull - 28.09.1923, Side 2
48 SKUTULL Kafli úr Njálu um Brjánsbardaga. . . . Sigurðr jarl átti harðan bardaga við Kerþjálfað. Kerþjálf- aðr gokk svá fast fram, at hann feldi þá alla, er freinstir váru. Rauf hann fylking Sigurðar jarls alt at merkinu ok drap merkis- manninn. Fekk jarl þá til annan mann at bera merkit. Yarð þá enn orusta hörð. Kerþjálfaðr hjó þenna þegar banahöggvi ok hvern af uðrum er í nánd váru. Sigurðr jarl kvaddi þá til Þorstein S:ðu- Hallsson at bera merkit. Þorsteinn ætlaði upp at taka rnerkit. Þá rnælti Auiundi hvíti: Ber þú eigi merkit, Þorsteinn, því at þeir eru allir drepnir, er þat beia.u „Hrafa hinn rauði“, sagði jarl, „ber þú merkit.u Hrafn mælti: „B r þú sjálfr fjanda þinn“. Jarl mælti: „Þat irmn vera maklepa't at fari alt saman karl og kýll.u Hrafn liinn rauði var eltr út á nakkvrra. Hann þóttist þar sjá liel vitiskvalar i niðri ok þótti honurn djöflar vilja draga sig til. Ilrafn mælti þí: „Runnit hefir hundur þinn, Pétr postoli, til Róu's tysvar og myndi renna hit þriðja sinn ef þú leyfðir.“ Þá iétu djö !ar harm líiusan, ok komst Hrafn þá yfir ána. — — Dreyinn af natrjám. Sú var tiðin að Norður-ísfirð- ingar áttu sér árum saman al- frægst-m þingmanninn. Norður- sýslan var h‘iðruð um land alt, af því að hún var kjördætni Jóris Sigurðssonar. Siðar gjörði Skúli Thoroddsen þann garð haila frægann. Sá flokkur, sem Skúli þáði af og veitti svo mörg högg og stór, þóttist því veiða vel, þegar hann náði kjördæmin. Engi þörf er að rekja liér þau rök, sem til þess lágu, að svo mátti fara. Kaupmannaflokknum er síst lá- andi, þó hann vilji fyrir hvern mun lafa á kjördæmi þeirra Jóns Sigurðssonar og Skúla Thorodd- sen. En varla máttu þeir minni sóma sýna kjósendum en þann,að hafa- þar óhrakinn mann í boði af flokksins hendi. Þetta þótti samt ekki ómaksins vert, heldur var Jón Auðunn tekinn af nátrjám flokksins hér á ísafirði, ódauður að vísu, en svo linur og meyr, að hvorki þótti við- lit að bjóða hann hér fram, nó heldur tiltök að hann segði í bænum fréttir af sinu síðasta þingi þegar hann kom heim í vor. Hér þarf ekki að greina með hverjum hæt'i Jón Auðunn ýttist inn á þing. Hins má þar á móti ekki óget.ið vera, að mótflokkur hans hér i bænum hefir sýnt honum alveg einstaka aðbúð, lát- ið hann fara og koma óáreittan á hvert þingið eftir annað, lofað honum, án andmæla, að telja töl- ur sínar hvernig sem þær voru, og aldrei sneypthann minstu vitund. Samt var hann að fúna lifandi, sem þingmaður, í höndum flokks síns og fulltingismanna hér í bænum. Þenna mann 1 eist þeim best að taka og bjóða Norður-Isfirðingum upp á til þingfarar í fjögur ár. „Heimur versnandi fer,“ rnæltu kjósendur í Norður-sýslunni vist segja. Að sönnu er svo talið, að kaup- mannaf^’lgi hafi Jón Auðunn í sjóþorpunum, en það eitt dregur liann ekki langt á götu, þó örugt reyndist. Miklu meira er komið undir því, hvað múgnr manna i þorp- unum' og sveitafólkið kringum Djúpið lætur sér um finnast. Vetður ekki talið trúlegt, að Djúpkarlar séú alment svo smáir eða sósaðir af kaupmanna og braskara pólitík, að þeir gíni mjög við Jóni Auðunn. Þó er miklu ób’klegra að sjómenn og annað sjálfstætt fólk í sjávarþorp- unurn líti í þá áttina sem hans er. Hafa þeir til þess engar hvatir frá almennu sjónarmiði, því tvo aðra liafa þeir um að velja, sem hvor um sig er girnilegri hálfur en Jón Auðunn allur. Hann er royndur að fullri þjónustusemi við kaupmannaflokk- inn í landinu, ekki af því að á- netjaður sé, svo að úr mætti greiðast, heldur honum af náttúr- legrí líkingu samgróinn og marg- faldri þakkarskuld þéttnegldur Er þeim þessvegna alla tíma viss; meðan þeir vdja þjónkun hans. — Ætli nokkrir að æska bagi Jón Thoroddsen meir en góðar kyn- fylgjur megi úr bæta, eiga þeir þess kost að una Arngrími. Hefir hann galla minni og gáfur meiri en Jón Auðunn og þótt nókkrum þyki ósýnt hvert mannkaup sé. í honum, er • hitt reynt að í Jóni Auðunn er það ekkert til þingfarar. Heyrst hefir eftir sumum, sem fróðir þykjast um landskjörið síð- astr, að margt kvenna liafi álitið Jóni Magnússyni ekki gott, að vera einsömlum (a’: án kvenmanns) í efri deild og því kosið C list- ann. Væri vel, ef konur i Norður- sýslunni reyndust að sinu leyti eins velviljaðar þeim Arngrími og Jóni Thoroddsen og veiltu þeim laglegan stuðning. Væru þeir þá góðu bættir, enda raundi hvo’ugur miður launa en Jón .Magnússon og báðir betur en Jón Auðunn. Skógarbrautin. Fyrir nokkrum árum lét kven- félagið „Ósk“ girða skógarblett innan til við Bunuá. Eru þar grasbrekkur faarar, berjalautir og birkirunnar, erida veðursæld mik- il. Verður bæjarmönnum tíðförult þangað inneftir’ á sumrin, og mundu þó fleiri f«ra, ef vegur væri góður alla leið. Hefir það lengi verið áhuga- mál „Oskar“, að fijö'a akfæran veg frá Seljalandsbrú og inn að Bunuá, pg hefir hún feneið loforð einstakra manna og félaea um fjárstyrk til þess.- Nú hafa nokkrir góðir menn og konur liafist handa áný; safn- aðist þeim nokkurt fé í sumar, ca. B00 krónur, og er nú loks byrjað á þossu veiki. En B00 krónur hrökkva skamt og er því þess að vænta, að nienn og félög verði nú minnug sinna fyrri loforða og leggi svo. ríflega af mörkum, að koma megi verkinu á góðan rokspöl í haust og ljúka því snemrna næsta. sumar.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.