Skutull

Årgang

Skutull - 28.09.1923, Side 3

Skutull - 28.09.1923, Side 3
SKUTULL 49 Haeser, kenslustjóri tónlistaskólans á Akureyri. Kurt Háeser er fæddur 13. jan. 1893 i Leipzig. Hanu héit koncert þegar eftir 1 árs nám ogstundaði nátn við tónlistaháskólann í Leipzig L907—1912. Kennarar hans voru Prófessorarnir Teich MiiUer, Reger, Krehl o. fi. 1912 —14 var liann kennari við Rie- xnann, Tónlistaskólann í Danzig og hólt þá mikla hljómleika. 1914—18, meðan stríðið stóð yfir, hélt hánn hljómhdka í Þýskalandi, Frakklandi og Belgiu. 1918—23 var ban.n kenslustjóri við meistaradeild (Meisterklasse) Tónlistaskólans í Dortmund í Osnabruch og kenslustjóri Tón- listaháskólans í Múnster. Hann hélt oft hljóndeika í stórum bæj- um og blaut lofsamleg ummæli blaða. Sjá götuauglýsingar. ísfirðingar! Vitið þið að hr. Kurt Haeser er hór í bænurn: að hann ætlaði að halda píanóhljómleik hér síðastl. þriðjudagskvöld og tillieyr- endur voru aðeins 20—30, svo að hann varð að hætta við. Vitið þið hver háðung þ-ttaer; hve mikla skömm og ef til vill skaða þið hefið gert bænum með því að vilja ekki hlusta á er svona gest ber að garði? Vitið þið að músíkalskir menn í bænum eru að hugsa um að fá til bæjarins einn slikan, sem Haeser er, í von um að hann geti lappað eitthvað upp á söng og músiklíf bajarins. Hver haldið þið að fáist til þess? Einhver landi hr. Hae- sers? Eftir að hann hefir fengið svona viðtökur. Nei! Þið hafið ef til viU verið i svo miklurn önn- um; verið að matbúa til vetrarins dubbi upp þingmannsefni eða annað þessháttar. En þið hafið tíma til að vera á balli eina nóttí viku, fara á tombólu við og við og á bíó kvöld eftir kvöld. ísfirðingar! Þið fyrirgefið þó eg átelji þetta. Eg þykist hafa verið umburðarlyndur þó oft hafi verið illa sóttir samsöngvar. Yfir þessu gat eg ekki þagað. Góðir ísfirðingar! Hr. Haeser vonar að betur standi á fyrir ykkur i kvöld. Þá spilar hann í Bíó kl. 8. Viðfangsefnin eru eftir frægustu höfunda heimsins: Haendel, Schu- bert Chopin og Liszt. Eg hefi sóð ummæii nokkurra útlendra blaða um hr. Haeser og eg get fullvissað yður um að hann kann að fara með þessa músík, sem hann býður yður að hlustaá. Þegar þið hafið athugað þetta nánar, þá veit eg hvað þið gerið. Pið fyliið hftsið. Jónas Tóuiassou. Samtíningur. Stephan G. Stejjha'isson, Klettafjallaskáld, verðar sjötug- ur 3. okt. næsta. Þótt hann hafi dvalið vestan hafs ineiri hluta æfi sinnar, munu fáir núlifandi Islendingar lands- mönnum kunnari og kærari en bann Ljóð lians og kvæði hafa aflað honum góðkunningja og vini i hverjum dal og firði um land alt. Ef adir þeir, sem vilja flytja honurn árnaðaróskir siriar, gætu heimsótt hann, þá yrði mann- margt á „Stefánsstöðum11 þann 3. október. Samningar tókust rnilli Sjónrannafélagsins í Reykjavík og togaraeigenda. Voru þeir undirskrifaðir s. 1. föstudag. Mánaðarltaup háseta varð 220 kr. Margir togarar farnir á veiðar. Frá Sightfirði er sögð nokkur reknetaveiði Og þorskafli mikill. Sildarverð 45 aura kg. BlönduössliöKnn. Eins og getið var um hér i blaðinu byrjar kvennaskóliun á Blönduósi i haust í nýju sniði. Verður nú námsgreinum hagað svo að liann verður hússtjórnar- skóli. Auk þeirra þriggjakeuslukvenna, sem áður voru nefndar, bætist sú fjórða við héðan úr nágrenninu Jóhauna Jónsdóttir frá Eyri í Seyðisfirði. Forstöðukonan er Guðrún Björnsdóttir. Skólinn byrjar 1. nóv. næstk. Kenslukaup lágt; fæði 60 kr. á mánuði. Allur undirbúningur og fyrir- komulag skólans, gefur bestu vonir um starf hans. Ættu sem flestar ungar stúlk- ur, að nota sór þetta og fjölmenna í þenna skóla. Börnum innan skólaskyldualdurs kenni eg komandi vetur. Snúið yður sem fyrst til mín. Giiðm. G. Kri.stjánsson. Föstudaginn 28. sept. kl.. 8. sd. í Bíó. Einnstu bijóinleikar Kurí Haeser P'ia.xxo. Aðgöngumiðar á kr. 2.50, við innganginn. Sigrún Kristinsddttir, Grund. Tekur að sér að kenna börnurn innan skólaskyidualdurs í vetur. Hiín Sjöunda ársrit norðlensku kven- fólaganna er nú fyrir nohkru hing- að komið. Hefir hún mikinn og margbreytt- an fróðleik inni að halda. Þeir, sém hafa keypt hana fiá því fýrsta, < iga þar ágæta bók, fyrir lítið verð, aðeins eina kió' u hvert hefti. Hún fæst i Kaupfélaginu og hjá Rebekku Jónsdóttur, Silfur- götu 9-B á Isafirði. Framboð. Við þingkosningarnar fyrsta vetrardag er fullvíst að þessir al- þýðuflokksmenn verði í kjöri: Reykjavik: Jón Baldvinsson, Héðinn Valdemarsson, Hallbjörn Halldórsson, Magnús V. Jóhannesson. GuUbringu- og Kjósarsýslu: Sigurjón Olafsson, Feiix Guðmundsson. Sn æf el 1 sn essýslu: Guðmundur Jónsson. ísafirði: Haraldur Guðmundsson. Eyjafjarðarsýslu: Stéfán Jóhann Stefánsson. Seyðisfirði: Karl Finnbogason. Vestm an n aeyj um: Ólafur Friðriksson. Árnessýslu: Ingimar Jónsson. Einnig styður Alþýðuflokkurinn Magnús Kristjánsson forstjóra Landsverslunar til kosninga á Akureyri. I Isafijarðarsýslu býður Jón Thoröddsen sig fram utan flokka, en telur sig helst munu aðhyllast stefnu Alþýðuflokksins.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.