Skutull

Árgangur

Skutull - 31.08.1925, Blaðsíða 2

Skutull - 31.08.1925, Blaðsíða 2
2 SBUTULL Smiðjiln, ísafirði hefir fyrirliggjandi: MOTOBLAK, fleiri teg. - MOTORTVIST — SOGPUMPUR — RÖRTENGUR - FEITISKOPPA — BLÝÞRÁÐ — BLÝPLÖTUR LÓÐTIN - AXELSTÁL - LJÁBAKKASAUM — MÓGAFFLA HESTAJÁRN — RÚÐUGLER á 1 eyrir tomman :/s þykt o. fl. höfði Jöns Magnússonar sem dómsmálaráðherra. Því er engin furða þó hann öttist um sig. Sögnlegnr atlmröur. Grænienskur maður, Seier Abel- sen, yígður til prests i ísa- fjarðarkirkju. Vígglau var fimtudaginn 27. þ. m. kl. 10 árd. Framkvæmdi hana danskur prófastur, Sehulz Lorentzen. Fór athöfnin fram á þessa leið: Söknarpresturinn, sira Sigur- geir Sigurðsson, lýsti vigslunni, og flutti að því búnu baen. Gekk þi pröfa3tur fyrir altari og hóf rígsluna. För hún fram á likan hátt og vonja er til um vigslu presta hér í landi nema að því leyti, að ait var flutt á græn- lenska tungu. Sungu Grænlend- ingarnir sjálfir sáima sína, en organisti kirkjunnar lók undir á hljóðfæri. Að aflokinni vígslunni tök söknarpresturinn prófast, hinn ný- vígða prest og alla viðstadda presta til altaris. En þeir voru, auk söknarprestsins: síra Páll Stofensen að Holti i Önundarfirðb síra Böðvar Bjarnason að Rafns- eyri, síra Sigtryggur Guðlaugsson, Núpi í Dýrafirði, sira Óli Ketils- eon prestur i ögurþingum, síra Jónmundur Halldörsson, Stað í Grunnavík og síra Magnúa Jöns- ■on, Stað Aðalvik. Söngsveit kirkjunnar söng við altarisgönguna. Var athöfninni lokið með þvi að syngju sálm Matthiasar: „Faðir andanna.“ Inst í kirkjunni sátu Grænlend- ingar um 60 að tölu. Athöfnin var mjög hátíðleg, og mun ögleymanleg öllurn þeim, er viðstaddir voru. Þá er komið var úr kirkjunni bauð söknarnefndin, í nafni safn- aðarins, hinum útlendu gestum, ásamt viðstöddum prestura, bæjar- fógeta o. fl. til vigsluveislu. Voru þar ræður fluttar. Formaður sóknarnefndar, Elías Pálsson, bauð gestina velkomna. Söknarpresturinn mælti fyrir minni prófasts og hins nývigða prests, ennfr. talaði prófasturinn og bæjarfógeti. Síra Böðvar Bjarnason þakkaði sóknarnefnd. Grænlenöingaroir. Grænlandsfarið Gustav Holm kom hingað s. 1. þriðjudag og fór aftur á laugardagsmorgUD 29. þ. m Með skipinu vocu frá Ang- magsalik 12 fjölskyldur, hér af 14 veiðimenn, en frá vestur- ströndinni aðstoðarmaður við verslunina með konu og börn, presturinn Seier Abelsen með fjölskyldu sína, og auk þess yfir- setukona. Ennfremur var með skipinu nýlendustjórinn Petersen, eem er af dönskum og grænlenskum ætt- um, en fæddur á Grænlandi. AUs voru Grænlendingar 89, þar af 40—50 börn. Af farangrí höfðu þeir m- a. 16 húðkeipa, 2 konubáta, 7 tjöld, 10 hundasleða og ennfremur 77 hunda. Austur-Grænlendingarnir voru flestir eða allir af hreinu Eskimóa kjni, en Vestur-Grænlendingar kynblendingar. Alt var fölk þetta hýrlegt í viðmóti. Kárlmennirnir voru allir frjáls- mannlegir i framgöngu, og flestir skýrlegir á svip. Lágvaxnir, hand- smáir, og fótsmáir mjög, dökk- * hærðir, möeygðir og móleitir á hörund. Óhætt má segja að ísfirðingar hafi reynt að gieoja fólk þetta eftir föngum, og það þá launað á sína vísu. Karlmenn sýndu tví- vegis listir sinar á húðkeipum. Hvolfdu þeim á sig ofan, svo höfuðið vissi niður, og reistu sig slðan aftur á réttan kjöl. Þarf til þessa mikinn fræknleik, og þótti mönnum unun á að horfa. Allur er útbúnaður á húðkeipunum hið mesta hagleikssmíði. Sá tilvonandi bústaður þessara gesta, Scoresbysund, liggur 10 gráðum fyrir norðan 70. breiddar- stig, á Grænlandi austanverðu, í norðvestur átt höðan. Sagt er að þangað sé ekki miklu meir en þriðjungi lengri vegur, beina leið, heldur en til Rvík. Samt getur þurft langa og marga kröka að f&ra sökum ísa, og ekki víst hvort komist verður í áfangastað. Kalt mun vera þar um slóðir,. en talin er þar gnægð margs- konar dýra, rostunga, sela, bjarn- dýra, refa, höra o. s. frv. Hvetur það líklega stjórn Dana til flutninga þessara, að Norðmenn skvaldra mjög um eign og yfirráð á Grænlandi austanverðu. Einnig gjörist selur- inn svo fár, vestan Grænlands, og raunar lika sunnan til að austan- verðu, að nauðsyn þykir, að leita á betri veiðislöðir. — Nýstárlegt þótti bæjarbúum að sjá gesti þessa. Yarð mörgum göngult til skips þeirra Leist flestum prýðilega á Grænlend- ingana, nær alla, þö misjafn væri klæðakostur þeirra og annað útlit. Fiestar konurnar þóttu bera meiri þreitumerki en karlmennirnir. Er og svo hjá fleiri þjóðum, þó meir þykist mannaðar. Grænlendingarnir sjálfir sýndu ekki mikil merki undrunar sinnar, og forvitnisbrag höfðu þeir fremur lítinn á sér. Yottar það visku og hóglæti. Má þó geta nærri að þeim hefur, að ýmsu leyti, fundist komið til furðulanda. ísafjörður sýndi þeim mestu sumarbliðu sína og sumarprýði. Móttökunefndin, prestur, bæjar- fögeti, símstjöri, efndi einn dag- inn til farar inn í Tunguskóg. Því miður gat ekki nema nokkur hluti ge»tanna notið þeirr-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.