Skutull

Árgangur

Skutull - 06.03.1927, Blaðsíða 3

Skutull - 06.03.1927, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Að tilhlutun Uindænilsstákumiar nr. 6 verður haldin opinber guðsþjór»U6ta hór í kirkjunni naaötk. miðvikudag kl. 41/, e. h. Síra Balldór Kolbeins predikar. P. h. framkv.nefndar Umdæmisstúkunnar nr. 6 Jónas Tómasson, Ólaíui’ Magnússon. (U. ». t.) (U. r.) c©0©9©®8®s©i®a3s3s®ss©s@3©®o©©cíö©©@@3@®g@e@effi®®s#©*# Hið 7. þiug Umdæmisstúkunnar nr. 6 verður haldið í Good- templarahúsinu bér og hefst að forfallalausu næstk. miðvikudag að uflokinni guðsþjónustu. Allir templarar, þar með taldir meðl. unglingastúkna, sem hér verða á staðnum þann dag, eru beðnir að mæta í Goodtemplara- húsinu kl. 4 e. h. og ganga þaðan til kirkju. F. h. framkv.nefndar Umdæmisstúkunnar nr. 6 Jónas Tómasson, Ólafur Magnússon. (U. æ. t.) (U. r.) niður, nú upp og nú líða þau áfram um gólfið, í fagnaðareælu og vímu. I sal, skamt frá dans- salnum, eru veitingar, þar sem menn, þeir er aura hafa á sér, kaupa sór sælgæti og góða drykki, en margir eiga engan eyri til og verða því að vera lausir við þau þægindi og þau áhrif, er krásir þar veita. Aftur á móti eru sum- ir, sem fulla hafa vasana af pen- ingum, og þeir metta sig og drekka dýrindis veigar. Einn auðmaðurinn, sem alt get- ur veitt sér, heiðursmaðurinn, sem öllum gerir gott, situr uppi á leiksviðinu og horfir náðaraugum á þessa aumu menn. Er hann hefir setið um stund, keraur einn veitingamaðurinn og spyr hann auðmjúkur, hvort hann vilji ekki koma og þiggja veitingar. Höfð- ingiun og heiðursmaðurinn stend- ur upp og fer — af náð sinni. Nú er dansinn bráðum á enda. Dansendurnir vilja ólmir halda á, en sá er leigir húsið segir: Nei! Á þeirri stundu lá við, að eg óskaði, að eg væri eins mikill þrekmaður og þessir hraustu menn Og konur. iÞatta þrekmikla fólk, sem aldrei finst neinn bilbugur á, jafavel ekki i dansi. Loks fara menn að tínast burt. Eg stend og horfi yfir hinn hverfandi fjölda, og eg hugsa: Þessi mikilmenni, þau eiga skilið að sæmast mörg- um heiðurskrossum — á bak og brjóst. Svo geng eg út. Eg só konu á leið niður götuna. Eg fer í hum- átt á eftir henni og heyri hana segja: Ó! þessi unaðsfulli dans, hvilíkan unað hann veitir mönn- um. Að hendast eftir gólfinu og teygja úr fótunum, veifa hand- leggjumim og sveigja mittið, reigja hausinn og þenja brjóstin, beygja hnón og hvíla við brjÓ3t hinna fögru og ilmandi sveina. Hvílíkur unaður! Æ! mig verkjar svo und- an kviðþrengjunni! (Kviðþrengja = lifstykki). Dulur. SainTÍnnufélagrlð í borginni Liege í Belgíu hefir ákveðið að hætta með öllu sölu áfengra drykkja. „Templar.11 Nátturan og íslandsbanki. Nú er komin miðgóa og hefur hver dagurinn mátt heita öðrum betri og bliðari síðan Þorra lauk. Ekki svo að skilja, að á honum væri harðindasnið; það var langt frá því. En hann var stormasam- ur í meira lagi, þó jafnan væri hlítt. En Góa færði logn og heiðríkju dag eftir dag í rúma viku. Naut sólar svo vel, sem árstið og landslag leyfði best. Prost var stundum um nætur, en oftast hiti um daga. Þannig mátti segja, að blítt brosti loft og láð við börnum Is- lands. Lögurinn, sjórinn umhverfis, var ýmist spegilslóttur eða gáraður af hægum vindi. örlátur var hann í besta lagi. Pyiir Suðurlandi er talinn ágæt- ur afli og sama má segja hér vestra, utan Djúps. Bolvikingar og Hnifsdælingar hafa fengið prýðilegan afla á Góunni, yfir höfuð að tala, og nokkrir öldungis frábæran. Halldór Bálsson í Hnifsdal fókk meir en 30 þúsund pund fiskjar { 6 sjóferðum. Mun hann að jafnaði liafa lagt 60—70 lóðir í hvert sinn og aldrei fengið minna en 4 þúsund pund. I einni sjóferðinni fékk hann full 8 þúsund pund. Steinbítur o. fl. ekki talið með. Sólin skín á rangláta, ekki siður en réttláta, svo sem kunnugt er. Hún kyssir hruma og deyj- andi engu síður en hrausta og uppvaxandi. Slær jafnri birtu 4 dauðar tölur sem lifandi orð. Islandsbauki hór hefur fengið sinn skerf af sólskininu, logninu og blíðunni i bænum. Pisk vill hann, svei mór, ekki. HaDn er vandfæddari en svo. Hann seilist bví síst eftir auði hafsins, en lætur sér nægja yl sólar til að viðra krofin sin, og geisla hennar til að uppljóma gréða- og taps-reiknÍDginn fyrir árið 1926. „List er það líka og vinna, litið að tæta upp i minna.u W* VERSLIÐ VID KAUPFÉLAGIÐ. "W

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.