Skutull

Árgangur

Skutull - 07.01.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 07.01.1928, Blaðsíða 1
sSKDTDLLs Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. VI. Ir. Til kaupenda Skutuls. Síra Guðm. Guðm. hefur lagt niður ritstjórn blaðsins. Afhenti haun það Verklýðssam- baudi Vesturlands til eignar . og umráða í byrjun þessa árs. Kveður haun lesendur blaðsins með þökk fyrir gamla árið, óskar þeim nýju eigendum og umráð- eudum góðs árs, málefnum alþýðu framdráttar, eu henni sjáifri þroska og hagsældar. Guðm. Guðm. ÁvarjD útgefenda. i. ;V, Hvarvetna' þar sem alþýðan skipar sór saman um ákveðin stefnumál og myndar skipulagðan flokk, er henni nauðsynlegt að hafa ráð yfir þeim vopnum, sem best eru og gagnlegust í stjórn- málabaráttunni, en vopn þessi eru blöðin. Þau mega kallast Gjallar- horn niitímans. I þeim má lesa hugsanir og fyrirætlanir annara mauna. Þau flytja fróttir úr fjar- lægum löndum, auka víðsýni les- andans og fróðleik hans á mörgu því, sem honum er til gagns og ánægju. Áhrifa þeirra gætir á svo mörgum sviðum, að það má heita gjörsamlega ómögulegt að koma fram áhugamálum sínum og afla þeim fylgis, nema með tilstyrk þeirra. Sérstaklega eru blöðin gagnleg þar sem samgöngur eru erfiðar og rnenn eiga óhægt með að korna saman og ræða áhugamál sín. Á Vestfjörðum er þessu þannig varið. Alþýðunni í þeim lands- hluta er því mikil nauðsyn á að eiga blað, sem flutt geti hvetjandi og fræðandi greinar um stefnumál hennar, þjappað henni saman og gert hana hæfari í baráttunni fyrir rétti sinum, gegn ásælni auðvaldsins og fylgisveina þess. ísafjörður, 7. janúar 1928. Skutull hefir nú um B ára skeið talað máli alþýðunnar og haldið uppi merki jafnaðarstefn- unnar hér í þessum fjórðungi. En hann hefir hvorki verið eign verk- lýðsfólaganna nó fiokksins. Nú verður sú breyting á, eins og fyr er sagt, að Skutull skiftir um eigendur með þessu nýbyrjaða ári og verður framvegis gefinn út af Verklýðssambandi Vesturlands. Hann er því eign verkalýðsins á Vestfjörðum, sem ber skylda til að útbreiða hann og styrkja eftir mætti. Berum vér það traust til allra fólaga vorra, fyrst og fremst, að þeir geri það, 'svo Skutull megi verða alþýðunni og áhuga- málum hennar til gagns. Jafn- framt skorum vór á alia jafnaðar- menn að veita oss lið í þessu efni. Stefnu blaðsins verður- fram- vegis að engu breytt, en reynt, ef auðið er, að gera blaðið svo úr garði, að það geti orðið alþýð- unni að sem bestu liði í baráttu hennar. Halldór Olafsson, ritari sam- bandsins, tekur við ritstjórn blaðs- ins fyrst um sinn. Þökkum vér fráfarandi ritstjóra ágætt starf hans í þágu stefnunnar undanfarið. Skutull viil komast inn á öll heirnili, fjær og nær, og eyða fá- fræði og afturhaids skuggunuin úr hugskoti lesenda sÍDna. Hvernig það tekst er að mörgu ieyti á valdi verkalýðsins ejálfs. Hann verður að skilja hver nauðsyn honum er að sinu eigin málgagni, kaupa það og lesa. Samtökin ein I og aukin fræðsla verkalýðsins geta veitt honum sigur. Verum samtaka í baráttunni á komandi árum. Stjórn Verldýðssamba n ds Vesturlands. Harnldur Guðmundsson, þingmaður bæjarins, fór til R.víkur, með Þór, 4. þ. m. Hólt hann hór þingmálafuDd 29. f. m. Verður sagt frá þeim fundi síðar. 1. tbl. AtkYæðafölsunin. [Framh.] Sakleysið i Bolungavík. Við samanburð á atkvæðaseðl- um og fylgibrófum kom í ijós að tveir atkvæðaseðiar Jóns A. Jóns- sonar voru þar með rithönd hrepp- stjórans í Bolungavík. Dómarinn brá sór því þangað úí eftir þ. 7. nóvember til að rannsaka þetta. Hreppstjóri kannaðist við að Ifefa skrifað báða seðlana, og sagðist hafa gert það fyrir hjón ein, er á kjörskrá væru í Súðavíkurkrepph Tveir vitundarvottar, sem báðir voru æstir fyigismenn Jóns Auð- uns, báru þetta sama, en þegar hjónin voru kölluð, neituðu þau þessu bæði í fyrstu, maðurinn varð siðar tvísaga, en konan ekki. Bæði skrifuðu nafn Jóns Auð- uns í róttinum og af því að fram- burður þeirra og hreppstjóra var svo ósamhljóða, en dómarinn auk þess fann tvo atkvæðaseðla í utan- kjörstaðaratkvæðaseðlum sýslunn- ar, með rithönd mjög líkri hendi hjóúanna, vildi hann fá hrepp- stjóra í gæsluvarðhaid, en gaf honum þó kost á að ganga laus- um gegn tryggingu. íhaldið í Bol- ungavík tók sór rannsókn þessa mjög nærri, sýndi sig líklegt til að fremja ofbeldi við rannsóknar- dómara og afheDti honum yfir- lýsingu þá, sem birt er í 41. tbl. Skutuls. Dómarinn fór þá aftur til ísa- fjarðar og hóit áfram rannsóknum sínum. Nokkru síðar fór hann í annað sinn til Bolungavíkur og fókk þá að vera í friði með réttar- höldin. Yfirheyrði hann nú alla þá, er kosið höfðu hjá hreppstjór- anum Skömmu síðar fann hann í Hnífsdal kjósanda er taldi sig liafa ritað atkvæðaseðil þann, er hann hafði talið konuna í Bol- uugavík hafa skrifað. Telur dóm- arinn sakleysi hreppstjórans í 12204«

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.