Skutull

Árgangur

Skutull - 28.01.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 28.01.1928, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. YI. ÍR. íaafjörður, 28. janúar 1928. Bæjarstjórnarkosningin. Stór sigur jat'naðarmanna. Aldrei jafn mörg atkræði. KosQÍngarúrslitin á laugardag- inn 21. þ. m., urðu sem hér segir: A-listi til 2 ára fékk 297 atkv. B-listi — - — — 427 — Ógildir seðlar voru 16 Auðir — — 13 Samtals 753 atkv. Var Vilmundur Jónsson, læknir, þar með kosinn með meiri hluta. 130 atkv. Munurinn á hinum var þessi: listunum A-listi til 5 ára fókk 316 atkv. B-listi — - — — 407 V Ógildir seðlar voru 19 Auðir — — 11 Sarntals 753 atkv. Kosnir yoru, af A-lista Jón G. Maríasson og Eirikur Einarsson af B-lista. Kosning þessi var sótt með áhuga af báðum flokkum, og úrslit hennar urðu í alla staði ánægju- leg. Fylgi alþýðuflokksins hefir aukist frá-^svi við síðustu bæjar- fulltrúakosnÍDgu. Þá fékk hann 373 atkv., af 644 rótt greiddum, eða 102 atkv: meiri hluta. Þá má geta þess, að margir kjósendur úr flokki jafnaðarmanna voru fjarverandi og komust, at- kvæði þeirra ekki á kjörstað í tæka tíð, en íhaldið heimti atkvæði sinna maDna víðsvegar af landinu. Þrátt fyrir það unnu jafnaðar- menn ágætan sigur. Er þetta sönnun þess, að alþýða skilur hver nauðsyn henni er að standa þétt saman og kann að meta störf þeirra, sem vinna að áhuga- og velferðarmálum heunar, en skellir skolleyrum við gaspri íhaldsins og geldur lausung við lygum þess. Deyfðar eggjar. íbaldsliðið er á stöðugu undan- haldi. Foringjarnir standa ráðþrota. Þeir hafa á wndanförnum órum neytt allra hugsanlegra bragða til þess að stöðva flóttaDn, en ekkert hefir dugað. Stöðugt vex lið þeirra, sem vita atkvæðafalsanir og mútu- gjafir. Andstæðingum íhaldsflokks- ins fjölgar jafníramt. Frambjóðendur íhaldsins hafa hver efcir anr/an gengið fram fyrir „háttvirta kjóseDdurw, afneitað í- haldinu, öllum þess ver.kum og öllu þess athæfi. Loforð um að gera alt eftir „bestu sainviskuu og eftir því sem „skynsemin“ segði þeim, að væri „réttast og best“, hafa sífelt hljómað af vörum þeirra. En þetta hefir alt verið árangurs- laust, að eins aukið fyrirlitningu á flokknutn. Páll Jónsson hefir jafnvel sagt, að atkvæðafölsun sé „Ijótur og stranglega refsiverður glæpuru, og mútur eru af almenn- ingi taldar í sama flokki. Alþýðan fyririítur hræsni og undirferli; henni kemur ekki til hugar að trúe^ frambjóðendum' íhaldaÍDS. — Hún sór úlfsklærnar undir sauðargærunni. Þrátt fyrir þetta leggur íhaldið ekki niður vopnin. Öðru nær. Það neytir að eins nýrra bragða; legg- ur lambsgæru ættjarðarástarinnar yfír íhaldsúlfinn. Blöð þess japla sífelt á sömu tuggunni, um föðurlandssvik ís- Ienskra jafnaðarmanna, um hættu þá, er íslensku þjóðerni og frelsi landsins stafí af einhverju fó, sem danskir socialistar eiga að hafa gefið alþýðuflokknum. Þau flytja langar og átakanlegar greinir um ættjarð&rást, þjóðrækni, föðurlands- svik, erlendar mútur og erlent vald í íslenskri pólitik. Þau blása sig upp með „þjóðhroka þembingiu og reyna að æsa alþýðuna gegu jafnaðarmönnum. En alt er þotta unnið fyrir gýg. Yerkalýðurinn ísleneki er svo 5. tbi. þroskaður, að hann veit að vansa- laust er og siðferðilega rétt, þótt hann þyggi styrk fólaga sinna í öðrum löndum, hvort heldur er frá Danmörku eða Rússlandi, Vesturheimi eða Kína. Yerkalýð- urinn berst fyrir eömu áhugamál- unurn, hvar sem er í heiminum, og stefoir hvarvetDa að sama marki. „Öreigar í öllum löndum sameinistu, eru kjörorð hans, þesg- vegna er það laust við öll föður- landssvik og landráð, þó að hann fái erlendan styrk eða styrki fé- laga sína í öðrum löndum, eins og komið hefir fjrrir. „Öreigarnir eiga ekkert föðurland, ættjörð þeirra er allur heimuriun.u Gegn þessari alþjóðahreifiDga verkalýðains, sem er eina og ör- uggasta leiðin til þess, að friður geti eflst og haldist meðal þjóð- anna, berst íhald allra landa með grimd og vólráðum. Það lætur myrða og fjötra foringja verka- lýðsins. I nafni ættjarðarástarinnar sigar það þjóðunum saman í blóð- ugar orustur, að eins til þess að svala ágirnd og valdafýkn ein- hverra auðkýfinga og konunga. Það telur verkalýðnum trn um, að erlendir verkamenn sóu óvinir hans og að fó frá þeim só larrd- ráðafé, sem enginn þjóðernisvinur megi snerta hendi við. Þetta verður alloft til þess að tvístra verkalýðnum og veikja andstöðu hans gegn yfirstéttunum, sem þá eiga hægra með að halda honum í þrældómsfjötrunum og geta í næði hirt arðinn af striti hans. Sá er lika tilgangur íslenska íhaldsins. Það ætlar á þentian hátt að spilla þjóðarhjdli jafnaðarmanna og sundra alþýðunni. Og svo langt er gengið í hræsninni, að jafn- vel Vesturland telur frelsisandann „aðalbornastan allra mannlegra hugarhræringa“, bl&ð, sem altaf hefir verið Þrándur i Götu alls þess, er eykur frelsi þjóðarinnar og leysir af henni ánauðarhelsi íhaldsins, og sem er svo samgróið

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.