Skutull

Árgangur

Skutull - 28.01.1928, Blaðsíða 2

Skutull - 28.01.1928, Blaðsíða 2
2 SKUTULL Romain Rolland ávarpar Sovjet-Rússland. Romain Rolland er ágætastur af nú- lifandi rithöfundum Frakka og einn af mestu andans mönnum veraldarinnar*). Rússar buðu honum að vera við há- tíðahöld sín í haust, á 10 ára afmæli byltingarinnar. Vegna lasleika gat hann ekki þegið boðið, en sendi oftirfarandi ávarp: Bræður míuir og systur í Sovjet- B/ússlandi. Eg þakka yður fyrir boðið. Það mundi hafa verið mér mikil gleði, að taka þátt í hátíðahöldunnm í minningu þeirrar byltingar, sem hefur nýtt tíinabil í sögu mann- kynsins. En heilsa mín er svo s^æm, að eg get ekki tekist svo langt ferðalag á hendur á þessum árstíma. Þó skuluð þér vita, að í huga minum verð eg mitt á meðal yðar. Takið við þessari kveðju minni! Eg var einn af þeim fyrstu í Evrópu sem fögnuðu rússnesku byltingunni. Það var á fyrstu dög- um hennar, þegar allur heimurinn annars neitaði að viðurkenna hana opinberlega Trúr hefi eg reynst henni í hjarta mínu, þó að eg hafi oft hreinskilnislega skýrt frá því, er eg hefi verið yður mjög ósamþykkur, ýmist urn kenningar yðar eða pólitískar aðgerðir. Aldrei hefir byltingin verið nær hjarta mínu en í dag, þegar imperial- isminn, fascismiun og fáfræðin *) Um Rolland var grein í Verði ný- lega. Þar er hann hafinn til skýjanna og honum lýst som einum af stóru epámönnum þessara tíma, er bendi heiminum bairtu frá tortímingu af völd- um efnishyggju og hraklegrar sjálfs- elsku. En sú „heiðarlega blaðamenska“ þegir náttúrlega vandlega yfir því, hver ráð Rolland sér, heiminum til bjargar. En nokkurn grun fá menn um það af þessu ávarpi. glæpsamlegum hngsunarhætti við kosningar, að það getur ekki birt kosningaJeiðbeiningar án þess að varði við lög, og ekki minst á fjárútlát til styrktar pólitisku starfi, nema i sambandi við mútur. Þetta sama blað nefnir líka 22 000 krónur, sem danskir jafn- aðarmenn áætli til styrktar Al- þýðublaðinu nú á þessu ári, og telur líklegt að Verkam. á Akur- eyri og Skutull sóu styrktir af hjálpa-t. að því, í nafni hinnar svívirðilegu fjárgírug.u alþjóða- kaupsýslu, að æsa blöðin og al- menningsálitið á mót.i Verka- mannalýð veldinu rússneska, og hefir þegar tekist að hafa áhrif á ríkisstjórnir, sem eru svo vesalar, að þær eru að eins leikföng í höndum peningapúkanna. — A þessum hættu tímum vil eg, i nafni sjálfs mín og vina minna á Vestur- löndum, sem eru sama sinnis, skýra yður opinberlega frá bróður- huga vorum. Þó að vór sóum af ólíkum kyn- stofni og búum við ólíkar aðstæð- ur, erum vór með yður. Eftir ólikum leiðum göngum vér að sama marki. Það sem tengir oss saman er engin pólitísk eða þjóð- fólagsleg kenning. Það er annað miklu meira. Það er vor sameigin- legi guð: Vinnan. Vór og þér er- um hennar börn. Vér þjónum henni og tilbiðjum hana. Hún er blóð jarðariunar. Hún er'andardráttur vor. Hún er andi lífsins. Frammi fyrir henni, í henni, erum vór öll jafningjar, bræður og systur. Og það er fyrir þetta, að Verkamannalýð veldið rússneska, fyrsta verkamannalýð- veldið, er stofnsett á jörðinni Og að eg hrópa: Heiður só þessu lýð- veldi! Það lifi að eiiifu! Bræður og systur, vór skulum þessa daga syngja Lofsöng vinn- unnar, eina konungs jarðarinnar. I hennar nafni skulum vór sam- eina huga og hendur — sórhvert heilbrigt skapandi starf líkama og sálar! Sameinum alla verkamenn í eitt fullkomið bíflugnabú! Allar broddflugur verði á burtu! Og allsherjar bíflugnalýðveldi mann- anna fylli himinÍDn sætum söng iðandi vængja og angan gullins hunangs! Romain Rolland. erlendu f^, vegna þess að blöð þessi hafa skift um ritstjóra. Vörður hefir líka skift um rit- etjóra. „Til hvers bendir það . . Mikill er vísdómur Vesturlands og kynleg eru rök þess. Þó er eitt enn þá dularfyllra Um þessar 22000 kr., sem blaðið nefnir, hafa islenskir jafnaðarmenn eDga hugmyod, og er því skorað á blaðið að birta fjárhagsáaítlun danskra jafnaðurmanna, þar sem upphæð þessi stendur, og sanna þarmig orð sin. Takist það er vel farið, því íslenskri alþýðu er kærkominn etyrkur í baráttunni, frá hverjum þeiin félögum, sem geta styrkt hana og hafa vilja til þess. Henni dettur ekki í hug að telja slíkt landráðagull, heldur miklu fremur ágætt vopn í baráttunni fyrir auknu frelsi allra landsmanna og bættum hag þeirra. Vesturland má því dylgja svo mikið um erlendar mútur og land- ráð, sem það vill. Það hefir engin áhrif á íslenska alþýðu, vegna þess að hún skilur verkalýðshreifinguna og þekkir íhaldið að hræsni og vélráðum. Þes9Í vopn ihaldsins verða því gagnslaus, eins og öll önnur. Alþjóðasamtök alþýðunnar munu deyfa eggjar þeirra. ískyg’gilegt ástand. Oft hefir verið látið drjúgum yfir og fimbulfambað hæsta heimsk- lega um góða alþýðumentun hér á landi. Hefir þessi skoðun oftast stuðst við það, að allir væru hér læsir og skrifandi. — Að visu er þetta alls enginn mælikvarði á menningarástand nokkurrar þjóðar, því að færni i lestri og skrift eru að eins tæki fólks til að mentast. En þau tæki geta legið ónotuð og ryðhlaupin hjá þjóðareinstakl- ingunum og auka þá alls ekki mentun þeirra, sem með fara. Enda eru þau fengin mörgum þeirra í hendur, án þess að þeir findu neina þörf hjá sór til þess að beita þess- um vopnum til sjálfsmeDtunar. En nú er þó svo komið, að valt fer að verða að hlaða héa loftkesti um alþýðumentun vora, jafn vel á þessum valta sönnunar- grundvelli. Að minsta kosti mundu þeir brotgjarnir reynast bór á La- firði. Hvernig er ástatt hér í höfuð- stað Vesturlands? — Eru allir hér læsir og skrifandi? Sennilega eru þeir fáir, sem vita, hvernig hór er ástatt í þessu tilliti. Að minsta kosti kom það mér á óvart, að það væri sem eg nú veit að það er. Núna eftir hátíðamar hefir verið komið til min með hvert barnið á fætur

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.