Skutull

Volume

Skutull - 11.02.1928, Page 2

Skutull - 11.02.1928, Page 2
•Á SKUTOLi Agis konangur í Spðrtu. Fyrsti píslarvottnr jafnaðar- stefnnnnar. [Niðurl.] II. Spartverjar notuðu sór yfírburði sína. Þeir áttu löngurn í ófriði og gátu sér frsegð og frama. Silfur og gull féll í hendur þeirra. En þeir biðu einnig ósigra. Iunan- iands deilur komu upp. Jafnaðar- ríki Lykurgosar leið undir lok. öreigarnir urðu aftur margir en auðraennirnir fáir. Þjóðin spiltist og úrkynjaðist. Sagnaritarinn Plutarkos segir svo frá: „Hnignun og úrkynjun Spart- verja hófst er þair höfðu unnið eigur á veldi AþenÍDga (404 f. Ivr.) og auðgast að gulli og silfri. . . . Þegar fýsnin í dýra málraa bafði srneygt sór inn í Spörtu og auð- eöfnunÍDni bafði fylgt ágirnd og yfírgangur, nautnunum óhóf, mun- aðarsýki og veiklun, þá misti þetta ríki flesta yfirburði sÍDa og fór því sífelt hnignandi fram á daga konunganna Agisar og Leoni- dasar“ (þ. e. um miðja þriðju öld 1 Kr.). Á ófriðartirnunum hafði jöfnuð- urinn borfið. „Auðmennirnir og heldra fólkið“, segir Plutarkos, „sölsaði blygðunarlaust undir sig meiri og meiri eignir með því að afskifta samarfa sína. Þannig safn- aðist allur auðurinn í bendur ör- fáum fjölskyldurn, en örbirgðín bélt innreið sína í staðinn. . . . Af hreiuum Spartverjum voru ekki fleiri en 700 eftir, og af þeirn voru ekki nerna ef til vill 100, sem áttu land eða eignir. Hinn hluti þjóðarinnar sat við hlið eigna- mannanna í sárri nauð og fyrir- litningu. öreigarrjir mistu allan vilja til hernaðar út á við, en sátu um tækifæri til að láta hendnr skifta og bylta við hinu ríkjandi skipulagi.“ in. Agís var af konungsættinni og af auðugasta fólkinu í Spörtu. Hann var fluggáfaður rnaður og vel að sór og mannko3tamaður að sama skapi. Að öllum líkindum hefir hann orðið fyrir ábrifutn af kenningum Stoiku spekinganna. Hann var alinn upp í óhófi og eftirlæti móður sinnar, Agiströtu, og ömmu sinnar, Arcbidamíu. En tvítugur að aldri tók hann það fyrir, að neita sór um allar nautnir, og samdi sig i öllu að siðum hinna gömlu Spartverja. Hann lýsti því yfír að hann „kærði sig ekki um konungstignina, ef hann gæti ekki með henni endurreist gömlu lögin og gamla skipulagið.11 Yngra fólkið aðhyltist hugsjónir hans, en gamla fólkið var á móti. Hans-eigin fjölskylda barðist fyrst á móti honum, en hann vann fylgi hennar með því að sannfæra móður sina um, að byltingin væri fram- kvæmanleg og yrði ríkinu til Jieilla. „Eg er ekki eins auðugur og aðrir konungar“, sagði hann. „En ef eg á móti dýrð þeirra get talið mér til gildis stjórn á sjálfum mór, óbrotið líferni og göfugt skapferli og ef eg hjálpa meðbræðrum mín- um til að koma aftur á sameign og jöfnuði meðal þeirra, þá mun mín verða síðar getið sem mikils konungs.u IV. Agis tók nú að vinna að bylt- ingunni. Stjórnarfyrirkomulag Spartverja var þannig, að fyrir ríkinu voru tveir konungar. Með þeim voru B ráðherrar, sem skáru úr, ef kon- ungunum kom ekki saman. Káð- herrarnir voru valdir af tignustu ættunum. Lagafrurnvörp voru lögð fyrir öldungaráð, og síðan fyrir þjóðþÍDg, og róð það úrslitum þeirra. Agis lagði frumvarp sitt fyrir öldungaráðið. Allar skuldir sbyldu eftirgefnar. Öllu landinu skift í 19 500 jafna hluta. Öllum lands- mönnum skift niður í flokka til samlagsmötuneytis, og siðir hinna gömlu Spartverja upp teknir. öldungaráðinu kom ekki saman um þetta frumvarp. Einn ráðherr- ann, fylgismaður Agisar lagði það fyrir þjóðþingið. Þar talaði Agis sjálfur og skýrði frá þvi, að hann mundi ekki láta sitt eftir liggja til að koma byltingunni á: „Eg afsala mér öllum eignum minum. En þær éru víðáttumikil engi og akrar og auk þess 600 talentur (270000 kr.) í reiðu peningum. Hið sama gerir móðir min og móðurmóðir, allir vinir mínir og ættingjar, en þeir telj- ast til auðugustu manna þjóðar- innar.u Pulltrúar þjóðþingsins gerðu góðan róm að höfðingskap Agisar. Tók þá til máls meðstjórnandi hans, Leonidas konungur. Mælti hann á móti írumvarpinu, eink- um því, að skuldir yrðu eftir- gefnar og að menn af útlendum ættum innan ríkisins fengju sömu réttindi og Spartverjar sjálfir, en það var tilætlun Agisar. Agis svaraði og var almenningur mjög á hans máli. Öldungaráðið og ráð- herrarnir voru aftur á móti harð- snúnir andstæðingar byltingarinn- ar og Leonidas ótrauður foringi þeirra. En að baki þeim stóð megnið af auðmönnunum. Leonidas hafði um sig herlið og undirbjó banatilræði við Agis. En Agis leitaði hælis í hofi nokkru og veik þaðan ekki nema stöku sinnum, er hann gekk í báð. Einu sinni er Agis var utan hofsins gengu að honum þrir menn, vinir hans, er fengnir höfðu verið til að svíkja hann í trygð- um. Þair lögðu á hann hendur og fluttu hann í fangelsi. Ráðherrarnir og nokkrir öld- ungaráðsmenn komú. þar til. Settu þeir upp málamyndar dómstól og reyndu með öllum ráðum að fá Agis til að vikja frá fyrirætlun- um sínum. En þagar hann lýsti þvi yfir, að þvi færi fjærri að hann iðrað- ist athafna sinna, þar sem hann teldi þjóðakipulag Lykurgosar það besta, sem þekt væri, þá dæmdu þeir hann til dauða og skyldi hann hengjast. Móðir hans og amma kröfðust þess, að Agis yrði kallaður fyrir löglegan dómstól og málarekstur- inn yrði opinber. Því var neitað, því að samsærismönnunum var kunn lýðhylli fangans. Hröðuðu þeir aftökunni sem mest þeir móttu. Á leiðinni til gálgans gekk Agis fram hjá þjóni sínum, sem grét. „Gráttu ekkiu, sagði hann, „því að eg fell fyrir órótti og ólögum. Böðlar minir eru aumkunarverð- ari en eg.u Með þessum orðum rótti fyrsti píslarvottur jafnaðarstefnunnar höfuð sitt í snöruna. Strax á eftir voru þær teknar af lífi, amma Agisar og móðir. Þegar hin síðarnefnda kom á af- tökustaðinn sá hún eon sinn liggja

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.