Skutull

Árgangur

Skutull - 03.04.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 03.04.1928, Blaðsíða 1
sSKBTULLs Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. VI. ÁR. ísafjörður, 3. apríl 1928. Verkalýður og vélaiðja. Áður fyr, á dögum léuskipu- lagains og þrælah.aldsins, gengu ánauðugir bændur og þrælar kaup- urn og sölum. Mennirnir voru eign húsbændanna, líkt og skepnur eða skip nú á tímum, og gat eigand- inn farið með þá eftir eigin geð- þótta. Hann gat barið þræl sinn til bana án þess nokkrum kæmi til hugar að hreifa mótmælum. Þrællinn var eign hans, þess vegna mátti hann eyðileggja hann eins og hvern annan hlut, sem hann átti. Hinir fornu Bómverjar skiftu verkfærum í þrjá flokka: „mállaus verkfæriu (hlutir eins og skófiur, hjólbörur, vagnar o. s. frv.), „hálf- talandi verkfæriu (svo sem hestar, kindur, kýr og uxar) og „talandi verkfæriu (menn). Skóflan, uxinn og þrællinn voru verkfæri, sem húsbændurnir gátu gert við hvað sem þeim sýndist. En þetta er nú alt orðið breytt. Þrælabald er afnumið með lögum og ánauðugir bændur eru ekki lengur til, þ. e. a. s. bændur, sem hægt er að selja fyrir fallegan hund, eða annað slíkt kvikindi. Verkamenn nútímans eru í orði kveðnu frjálsir, en mikið vantar þó á, að svo sé á borði. í dag- launavinnu gengur verkamaður- inn sjálfur að vísu ekki kaupum og sölum, heldur selur hann vinnu NÍna. Verkamaðurinn ræður sór sjálfur; atvinnurekandinn má hvorki drepa hann né selja, og i fljótu bragði virðist sem verka- maðurinn og auðmaðurinn sóu jafn- ingjar. Atvinnurekendur Begjast ekki neyða neinn til að vinna, þar sé hver sjálfráður. Þeir þykjast miklu fremur ala verkalýðinn, með því að veita honum vinnu, og eru því af sumum kallaðir vinnu- veitendur. í raun og veru er þessu þó ekki þannig háttað. Milli verka- >manna og auðmanna er mikið djúp staðfest. Kjör þeirra eru gagn ólík. Hvað sem tautar verða verka- mennirnir að selja vinnu sina, eða deyja úr hungri að öðrum kosti. Þeir eiga einskis annars úrkostar, vinnan er það eina, sem þeir geta selt. Verkamennirnir eiga engin framleiðslutæki. Þeir geta ekki eytt starfsþreki sínu í eigin þjóh- ustu, heldur verða þeir að selja það auðkýfingum, sem eiga fram- leiðslutækin, og geta því keypt vinnu þeirra og hagnýtt sór hana. Vinnan er, með öðrum orðum, vara, sem hægt er að kaupa og selja. En verð hverrar vöru fer að miklu leyti eftir því, hvað framleiðsla hennar kostar, og vina- an er hór engin undantekning. Verkamenn fá hvorki meira nó minna fyrir vinnu sína en það, sem þeir þurfa til þess að fram- fleyta lífi sínu; framleiði þeir meira en það, sem til þess þarf, þá lendir það i vasa atvinnurekand- aus. Vélaiðjan hefir því skapað fáa og volduga auðkýfinga, vegna þess að hún hefir aukið mjög fram- leiðsluna, en ekkert bætt kjör verkalýðsins. Hann hefir að eins fengið það, sem þurfti til að við- halda starfsþrekinu.-------- En atvinnuleysi hefir aftur á móti fylgt vólaiðjunni eins og skuggi hennar. Þúsundum verka- manna hefir verið fleygt út á göt- una, vegna þess að þeirra þurfti ekki lengur við. Vélarnar, sem hugvitsmennirnir smíðuðu til þess að lótta lífið í heiminum, hafa leitt hungur og dauða yfir fjölda verkamanna. Þær liafa skepað kvenna og barnavinnu og uppleyst þannig heimili verkamannsins, í stað þess að auka þar eining og ánægju. Þær hafa hjálpað fáum mönnum til þess að auðgast af striti fjöldans, meðan aðrir dej'ja úr skorti. Þær hafa, með öðrum orðum, skapað auðvald nútímans með öllum þess hörmulegu fylgi- fískum. Nú á seinni árum hefir hór á landi hafist all umfangsmikil og 15. tfcl. stórvirk vólaiðja, einkanlega við fiskveiðar (vólbátar, eimskip) og hráefnavinslu (síldarverksmiðjur). Okkur er því nauðsynlegt að gefa því gaum, hverja dilka véla- iðjan dregur á eftir sór, því ekki er ólíklegt að hún aukist hér á landi í nánustu framtíð, og auk þess má með fullum rótti segja, að löndin séu hvert öðru svo háð, hvað verslun og framleiðslu snertir, að þeim só nauðsynlegt að kynn- ast hvert annars háttum í því efni. Eq þótt vélaiðja só hér ekki jafn stórfengleg og orlendis, þá lifir talsvert mikill hluti Islend- inga á daglaunavinnu, og eru kjör þeirra á engan hátt betri en kjör daglaunamanna erlendis. Þeim er því nauðsynlegt að taka þátt í hverri þeirri hreyfingu, sem miðar að því að bæta kjör þeirra. Verka- lýðshreyfingin, með félögum, sam- böndum og samlögum, hefir tals- vert unnið á í því efni, en mikið vantar þó til að nóg só. Þjóðfélag auðvaldsins verður aldrei umskap- að með endurbótum og viðgerðum. Verkalýðurinn verður að'velta því í rústir, og byggja annað nýtt, þar sem framleiðslutækin eru þjóðareign. Að þessu ber verkalýðnum að vinua, hvar sem er í heiminum. Umdæniisstúkan nr. 6 hélt þing hér á ísafirði dagana 27.—29. þ. m. Þing þetta var sæmilega fjölskipað fulltrúum, og voru sumir þeirra úr fjarlægustu stúkum umdæmisins. Þrjár stúkur höfðu þó enga fulltrúa sent, stúk- urnar í Hnífsdal, Bolungavík og á Plateyrn Af störfum þingsins verður síðar sagt hór í blaðinu. En þess skal þegar getið, að templurum hefir fjölgað mikið í utndæminu síðastliðið ár, einkum hór á Isafirði, hagur Reglunnar er því hinn besti hór Vestanlands, og er vonandi að bindindismenn og bannvinir geri sitt til, að svo megi ávalt vera.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.