Skutull

Årgang

Skutull - 03.04.1928, Side 2

Skutull - 03.04.1928, Side 2
s SKUTWLL Maxim Gorky ávarpar Sovjet-Riissland. Á 10 ára afmæli byltingarinnar sendi Maxim Gorky verkamönnum Rússlands eftirfarandi kveðju. Lýsir hún vel hugarþoli hans til bylt- ingarinnar, og er það nokkuð annað, en breitt befir verið út um heiminn og alt til þessa lands. — En það er ein af of- sóknaraðferðunum á hendur verkaraönn- unum rússnesku, að ljúga afþeimfylgi þeirra örfáu mentarnanna, sem ekki ■sviku þá á úrslitastundinni. Og mest áhersla er lögð á þetta, ef um^r að ræða alviðurkend andleg stórmenni eins og Gorky, sem menn treysta sér hvorki til að gera úr fábjána né glæpamann. Á þessari grein sést^einnig hvernig til eru komnar svívirðingarsögur þær um ástandið í Rússlandi, sem birtar eru i hverju íhaldsblaði um allan heim, blöð verkamannastjórnarinnar borin fyrir þeim, og þess látið getið, að svona sé Rússland farið í hennar höndum. íslensk íhaldsblöð birta þessar sögur og ummæJi með sérBtakri ánægju. Sovjet- stjórnin hefir það foikna hlutverk með höndum, að lyfta þjóð sinni úr hinni börmulegustu niðurlægingu og siðleysi, Bem margra alda áþján og óstjórn hefir komið henni í. Stjórnin voit, að þjóðin verður ekki vakin, nema hún só frædd um ástandið og henni sagt miskunnar- laust til syndanna. Rússneskir blaða- menn, andstæðingar byltingarinnar, bú- settir erlendis, taka svo þessa reiðilestra og hagræða þeim fyrir ihaldsblöðin. Gorky er grimmur í garð þessara manna — ef til vill of grimmur. Og augljóst er, að ekki mundi hann telja sér sóma að því, að vera talinn í þeirra bóp. Kristján Albertsson, áður ritstjóri, mun vera 'eini Islendingurinn, sem hefir talað við Gorky. Ef til vill hefir hann ekki hirt um að Skýra frá nema fáu einu af því, sem Gorky hefir við hann mælt, þó að hitt só líklegra, að Gorky hafi lítt opnað hjarta sitt fyrir Kristjáni. Nema svo sé, að litill maðnr hafi átt bágt með að skilja mikinn mann, som er líklegast. Tíu ár eru liðin, en Verka- mannalýðveldið er enn við liði og styrkist með ári hverju, and- stæðingunum til mikillar armæðu. Verkamenn Rásslands eru í raun og veru að leggja grundvöllinn undir nýjan heim. Sá grundvöllur virðist mér í því fólginn, að vilj- inn til lifsins, sem áður var svo niður bældur, hefir nú verið gef- inn frjáls. Frjálst starf mannanna er alstaðar fótum troðið af auð- valdinu og misboðið með heimsku- legri og kærulausri áníðslu. Auð- valdsskipulagið hefir svift menn gleðinni af að skapa. Það hefir gert vinnuna að bölvun, en ekki að frjálsri viðleitni mannanna til að beita þvi skapandi afli, sem í þeim býr. Mér virðist, að verkamenn Eúss- lands séu að byrja að vinna með þeirri meðvitund, að vinnan ein veiti frelsi og menningu. Rúss- neskir verkamenn eru nú hættir að draga fram lífið eins og gustuka- menn. Þeir eru að stofnsetja ríki fyrir sjálfa sig. Þeir finna að þeir eru smátt og smátt að verða herrar alls landsins og leiðtogar bænd- anna í áttina til lausnar. Þeir eru að byrja að skilja, að öll veröldin er eign erfiðismannanna, að þeim er fengin hún i hendur eins og óunnið efni, sem þeir eiga að vinna úr allar nauðsynjar sínar, og að vísindin taka náttúruöflin í þjónustu sína til þess að létta undir með erfiði mannanna. Brátt munu þeir komast til þekkingar á þvi, að vinnan skapar ekki ein- göngu efnaleg verðmæti, heldur jafnframt annað miklu æðra: með- vitundina um mátt mannlegrar skynsemi, og getu hennar til að sigrast á öllum erfiðleikum, ef viljann vantar ekki. Rússneskir verkamenn eru nú að læra kenningar leiðtoga sins, Lenins, um að stjórna ríki sinu farsællega. Það er staðreynd, og úr henni verður ekki gert of mikið. Eitt hið almesta þrekvirki Yerkamannastjórnarinnar eru hin ágætu blöð og tímarit, sem hún heldur úti. Svo rækilega og með svo mikilli skynsemi kynna þau landsmönnum ástand allrar ver- aldarinnar. Bússneska þjóðin fær nú í sífellu að heyra djörf sannleiksorð um alt, sem við ber í veroldinni. Hún heyrir um hið hræðilega blygð- unarleysi og sjálfræði yfirstótt- anna, hvernig þær úrkynjast og ærast, og hvernig kúgaður lýður- inn þroskar vilja sinn og býr sig undir að taka völdin í sinar hend- ur. Þetta er það langmerkasta, sem mönnurn ber að fræðast um. Og Sovjet-blöðin liunna þá list til hlítar, að útbreiða þann fróðleik. Sextugur maður hefir fengið nóg af brestum mannanna og fær köllun til að líta á kosti þeirra. Það er alls ekki af þreytu, að þessu er svo farið um mig, er eg lít til Bússlands. Heldur af því að mér er farið að skiljast, hve illa þjóðin var undir það búin, að sigrast á hinum „gamla Adamu í sjálfri sór — orfðasyndum margra alda. Það er alþekt og ómótmælt, að auð valdsskipulagið hefir hvergi alið „góða“ menn, og getur, sam- kvæmt eðli sínu, ekki gert það. Þegar íhugað er, við hver skil- ryði Bússarnir, sem nú eru 25—45 ára, voru uppaldir — þá getur engan undrað að þeir séu að ýmsu leyti ófullkomnir. Miklu fremur er það undrunarefni, að þeir skuli ekki vera rnrklu gallaðri en þeir eru og dásainlegt, að þeir skuli taka stöðugum framförum. Eg er ekki hneigður til þess að gera lítið úr því sem ilt er, en mór er jafn fjarri skapi að krefjast þeirrar fullkomnunar af mönnum, sem þeir hafa engar ástæður haft til að ná. Eg hefi þá skoðun að þessir menn, sem eg tala hór um, sóu tiltölulega góðir, rótt eins og þeir eru. Eg þekki þann, sem skapað hefir hið nýja Rússland. Eg hefi þekt hann frá því að hann var barn. I fyrstu var hann sektarlamb, stjúpbarn hins hræðilega rúaaneska þjóðlífs. Síðan gekk hann út á hina ólöglegn byltingabraut og lifði sakamannalífi í fangelsum og útlegð. Þá gerði hann þessa voða- legu byltingu, sem í bókstaflegum skilningi lét heiminn leika á reiði- skjálfi, og mun balda áfrum að láta hann skjálfa une yfir lýkur. Eftir það átti hann í innanlands- ófriði í þrjú ár og bafði sigur. Og að því loknu tók hann til þess, sem erfiðast var af öllu: að reisa Búseland við úr fjárhagelegum rústum. En undir það var hann jafn illa búinn og hann hafði verið búinn undir það, að berjast við þaulreynda hershöfðingja, sjálf- ur ófróður um alt, sem að hernaði laut. Hann hafði engan tfma til þess að temja sór þá siði og fram- komu, sem rússnesku mentamenn- irnir voru svo upp með sér af og eru enn — mentamennirnir, sem voru svo léttir á sór, er þeir stukku yfir til óvinanna. Hann var ekki heflaður ræðu- maður og leitaði ekki neinnar svo- kallaðrar fullkomnUDar. En hann er höfundur að nýrri veröld. Hann lagði niður allan yfirdrepsskap og fór sína eigin leið til freieis,

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.