Skutull

Árgangur

Skutull - 13.05.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 13.05.1928, Blaðsíða 1
sSKDTDLLa Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. Tí. ÍR. Híbýlarannsókn. Ekkert er jafn algengt kér hjá okkur Islendingum, og kvef eða annar krankleiki. Má keita, að það só í hverju mannsbarni einhvern tíma ársins, og oft í sumum. Orsakir þessa kvilla eru náttúr- lega ýmsar, en að mestu leyti munu mennirnir valda þessu sjálfir, með heimskulegum og óhollum lifaaðarháttum. Getur margt komið þar til greina, sem ekki verður tekið til athugunar hór, að eins skal bent á eitt mikilsvert atriði — húsakynnin. Það er fullkomlega víst, að ekkert er mönnum nauðsynlegra, til þess að halda fullri heilbrigði, en holl og þægileg húsakynni. Þetta virðist þó gleymast æði víða. Bústaðir manna eru yfirleitt lólegir, þröngir, óþrifalegir og kaldir. Mörgu fólki er kássað sam- au í eitt lítið og lélegt kerbergi; þar er setið og etið, sofið og eldað, í stuttu máli sagt, öll heimilis- verkin fara fram í þessu eina herbergi. Oft eru hibýli þessi i kjöllur- u,n> ligl?Ía gluggarnir þá venjulega fast niður að götunni, svo ryk og annar óþverri getur hæglega sóp- ast inn um þá/Þar af leiðandi er ekki hægt að halda gluggum opn- um að staðaldri; má þó nærri geta, hvort þess væri ekki full þörf. Auk þess eru þessar íbúðir rakabæli og gróðurstíur allskonar óþverra. Er þvi augljóst, hve óholi þau eru öllu fólki, ekki síst börn- um, sem þurfa framar öllu öðru að kafa gott og hreint loft, til þess að geta þrifist. Þá eru þikherbergin. Þau hafa reyndar þann . kost fram yfir hin, að á þeim er fært að opna glugga, en hinsvegar eru þau svo köld, að tæplega er hægt að búa í þeim á veturna, nema með því ísafjörður, 13. maí 1928. að kynda eld nótt og dag. Her- bergi þessi eru heldur ekki laus við raka, þófct hann só ef til vill minni en í verstu kjallaraholum. Eo það eru til fleiri lólegar íbúðir, en kjallarar og þakherbergi. Sum hús, og þau ekki mjög lítil, eru gjörsamlega óhæf manna- híbýli, enda þótt fólk neyðist til að búa í þeim. Af þessu sóst, að sum hibýli eru svo lóleg, að þau eiga tæplega skilið að kallast mannabústaðir. Húsnæðismálið þarf því skjótrar og góðrar úrlausnar. Nú mun því lialdið fram af einstaka mönnum, að hór á Isa- firði sóu ekki til húsakynni lík þeim, sem nú liefir verið lýst. Skal heldur ekki um það deilt, hvort svo er, eða ekki; hér hefir engin rannsókn verið gerð í þessu efni, væri þess þó full þörf. Síðastliðinn vetur lótu Akur- eyringar skoða íbúðir manna þar i bæ. Kom þá í ljós, að 14 hús, ókunnugt hve margar íbúðir, reynrlust óhonf mannahíbýli, nema með rækilegri aðgerð. Þar af voru nokkur svo lóleg, að nefnd sú, er framkvæmdi rannsóknina, taldi þau með öllu óhœfa bústaði fyrir mennslca menn (Sjá Verkamanninn, 30. tbl. XI. árg.) Slikur varð árangurinn af híbýla- rannsókninni á Akureyri Auðvitað getur enginn sagt með vissu, hvað þess konar rann- sókn myndi leiða í ljós hór, en hifcfc mun öllum ljóst, sam augun hafa opin, að hór í bænum eru nokkrar íbúðir, sem að allra áliti eru óhæf manna hibýli, og enn fleiri, sem vafasamt pr, hvort talist geta forsvaranlegar, nema gert só við þær. Húsaleigan mun að miklu leyti valda því, að fólk neyðist til að búa í illum húsabynnum. Eins og nú er, eru allar skárri ibúðir evo dýrar, að fátækir alþýðumenn geta ekki leigt þær. Verkalýðurinn þarf þess vegna að vinna að lækkun húaaleigunnar. 20. tbl. Getur það annaðhvort orðið á þann hátt, að bæirnir eignist hús og leigi þau eíðan íbúunum við lágu leiguverði, eða að verkamenn reisi hús í félagi og fái til þess ópin- beran etyrk. Mun Skutull víkja að þessu efni síðar. En rannsókn á liíbýlmn manna hér í bænum er óhj-ikvæmileg, eigi síðar en nú á hausti komandi. Gæti þá ekeð að menn vöknuðu til íhugunar um húsnæðiamálið, og eitthvað yrði gert t!l að bæta úr rneatu vandræðunum $. þvi sviði. Það er þarft og gott, að vof og haust skuli vera lögboðið að rannsaka, hvort peningshús bænda séu nothæf, en hinsvegar nokkuð aorglegt, að engum dottur í hug að lita inn í húsakynni manna, og vita hvort þau eru hæfir bú- staðir. Nú er mönnum, sem betpr fer, bannað að hafa skepnur sínar í vondum húsum, og mikið gert til þess að því só hlýtt. En enginn skiftir aér af, þótt böru fitækl- inganna vesliat upp í rakafullum kjallarabælum, rétt hjá hálftómum stofum „betri borgaranna“. Eða er hinn uppvaxandi æsku- lýður íslands ekki verður jafn mikillar aðhlynningar, og kvikfó manna? Hann er að mineta kosti verður þesa, að rannsökuð sóu húsakynni þau, eem hann elst upp í. Þar verður eannleikurinn að koma í 1 jós, hversu beiskur sem hann kann eð vera. Þá fyrst verður auðið úr að bæta. Bólusetning' fer fram hór í kaúpstaðnum mánudaginn 14. þ. mán. Hefat kl. 3 e. h. í barnaskól- ann m. A að færa þaDgað börn úr kaup- staðnum, Firðinum og Arnardal. A þriðjudaginn verður bólusett í Hnífsdal.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.