Skutull

Árgangur

Skutull - 06.06.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 06.06.1928, Blaðsíða 1
=SKDTDLL= Útgefandi: Verklýössamband Vesturlands. yi. 1r. ísafjörður, 6. júní 1928. 23. tbl. Átta stnnda vinnuiaynr. Það mun ef til vill álitið ótima- bært að tala eða rita um 8 stunda vinnudag hór á landi. En í raun og veru er það ekki. Miklu fremur væri ástæða til að víta þá þögn, sem alt til þessa hefir ríkt um þetta mál. í>að mun hafa verið á verklýðs- TILK YNNING. I fjarveru minni annast Eyjólfur Leós öll viðskifti mín. Finnur Jónsson. þingi i LuDdúnum 1888, að fyrst var hafin barátta fyrir 8 stunda lögfestum vinnudegi. Reyndar höfðu jafnaðarmenn (kommunistar) hreyft þessu máli löngu áður, en á þassu þingi hófst baráttan fyrir alvöru. Er nú augljós árangur þessarar 40 ára baráttu verkalýðsins. Víða í löndum er; 8 stunda vinnudagur þegar lögboðinn, og annarstaðar er kappsamlega barist fyrir lög- festingu hans. Hér fylgist verka- lýður allra landa einhuga að, og hlýtur því að sigra um síðir. Má og telja líklegt, að þess sigurs sé ekki ýkja langt að biða. Þeim, sem standa móti 8 stunda vinnudegi, fer nú óðum fækkandi og er jafnvel svo komið, að einn stóratvinnurekandi, Ford biiakóng- ur, hefir fyrirskipað 8 stunda vinnudag i verksmiðjum sínum. Ekki mun hann gera það vegna verkamanna sinna eingöngu, held- ur vegna þess, að hann veit að slíkt reynist drýgra framleiðslunni. Nú rnunu íslenskir íhaldssinnar halda þvi fram, að hór á landi só eklti mögulegt að lögfesta 8 stunda vinnudag. Framleiðslan þoli það ekki. Atvinnurekendur verði að hafa ótakmarkað vald yfir verkalýðnum, og rótt til að láta hann vinna eins lengi og þeim lýst, það megi ekki setja noinar hömlur á slíkt. En þetta er álit kapitalistans, hvar sem er í h'eiminum. Hann virðist eingöngu hugsa um sjálf- an sig. Hann telur verkalýðinn eign sina og heimtar því að beita >hann valdi, eftir þvi sem þörf krefur. Lög, sem hefta þetta vald hans, telur hann skerðingu á frið- helgi eignaróttarins. En kapitalistinn þykist ætíð vinna nreð hag heildarinnar fyrir augum. Þess vegna kallar hann sig „framleiðanda11, reynir að telja alþýðu trú um, að hann veiti henDÍ vinnu af einskærri gæsku og að hún verði því að vinna hvenær sem hann krefst þess. Hann imyndar sór að stytting vinnudagsins verði honum sjálfum til skaða, og fer þess vegna mörg- um orðum um tjón það, er þjóðin geti beðið af því. En reynslan hefir sannað hið gagnstæða. Hvarvetna, þar sem 8 stunda vinnudagur er lögfestur, hefir framleiðslan aukist, verka- menn orðið ánægðari með kjör sín og almenn velmegun vaxið. Að slíb yrði reynslan hór á landi er engum efa bundið, og mætti því ætla að verkalýðurinn íslenski hefði hug og orku til að berjast djarflega fyrir þessu máli. Skal því bent á þá leið, sem telja má vænlegagta til sigurs. Hór á landi eru nú margar verksmiðjur, bæði síldar- og vefn- aðarsmiðjur, auk allra smærri verkstæða. í þeim öllum má með hægu móti hafa 8 stunda vinnu- dag. Yerksmiðjur þessar eru reknar á líkan hátt og svipaðar verk- smiðjur erlendis, og er þvi auðvelt að hafa vinnudaginn jafnlangan í íslensku verksmiðjunum, og þeim útlensku. Ætti landsstjórnin að ganga hór á undan með góðu dæmi, og stytta vinnudaginn í þeira verk- smiðjum, sem hún hefir og mun hafa ráð yfir, t. d. hinni fyrfthug- uðu síldarverksmiðju ríkisins o. fl. Mætti þá telja líklegt, að vinnu- dagurinn yrði víðar styttur, og gæti vel farið svo, að eftir fárra ára skeið yrði 8 stunda vinnu- dagur lögfestur í öllum iðnaðar- greinum hór á landi. Að því skal islenskur verka- lýður stefna í nánustu framtíð. S. Kr. bætir gráu ofan á svart. Mór er ekbi Ijúft að taka fram í skrif 8. Kr. um bæjarmálin, en hjá því verður ekki komist. I öðrum kafla greinar sinnar sannar hann ennþá mál mitt, um það, að hann geti ekki skrifað neitt satt ura bæjarmálin. Hann segir, að framlag til bæjarskrif- stofunnar hafi á umræddutn fundi verið aukið „wm þúsundir krónau*). Launabreyting beggja starfsmann- anna nemur í ár 800 kr., frá því, sem hefði verið, væru lauDÍn óbreytt. Þetta kallar S. Kr. þúsundir króna. I grein minni sannaði eg, að Sigurður hefði farið með mörg ósannindi, m. a. eett 5 lygar í 13 línur. Nú endurtekur S. Kr. þessi sömu ósannÍDdi og bætir nýjum við. '*) Leturbreyting mín. F. J.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.