Skutull

Volume

Skutull - 06.06.1928, Page 2

Skutull - 06.06.1928, Page 2
3 SKUTtfLL Raikninga blindni ritstjórans kemur einna bent í ljós, þegar hann talar um reikningeeftiratöðv- ar frá 1925 og finnur út 17 þúe. kr. sjóð, þó að skuldir væru það ér við gjaldkera rúmar 600 kr., og eegir upphæðina ekki skil- greinda nánar, þó hún standi svart á hvítu í reikningnum. Seinna ber hann saman úti- standandi skuldir 1926 og 1927 og sleppir á öðrum staðnum skuld- um aunara sveitafélaga, en telur þær með á hinum, til þess að skuldaaukningin sýnist meiri. Svona mætti lengi telja, en eg læt þetta nægja sem dæmi. Aldrei hefi eg þekt mann, sem er eins ófeiminn við að bæta gráu ofan á svart, eins og ritstjóra Yesturlands. Má af þvi, sem hér er sagt, vel marka hvað ritstjórinn er, hitt er mór aftur alveg hulið, hvað hann heldur að lesendur Yesturlands séu. 2/0 1928. Finnur Jónsson. Fræðaþulur. Finnur Jónsson, professor í Kaupmannahöfn, varð sjötugur 29. f. m. Fæddur á Akureyri 1858. Hann má eflaust teljast manna lærðastur í norrænum fræðum, þeirra, sem nú lifa. Hefir hann ritað mikil og merk ritverk á því sviði, en flest eru þau skráð á erlenda tungu og því ekki kunn islenskri alþýðu. Þó eru nokkrar bækur hans skrifaðar á íslensku, t. d. Bókmentasaga íslands, Græn- lendinga saga, Goðafræði. Norð- manna og Islendinga o. fl. Auk þess fjöldi greina i blöðum og tíinaritum. Hann hefir einnig búið undir prentun Eddurnar ög fleiri fornrit vor. Finnur Jónsson hefir um margra ára skeið verið kennari í norræn- um fræðum við Hafnarháskóla, en lét af þeim starfa í vor. Mun hann tæplega fær til inik- illar vinnu hér eftir. Hefir þegar skilað allgóðu æfiverki. Yæri því maklegt, að landstjórnin byði hon- um heirn til íslands og veitti honum lífsuppeldi af landsfó. Prestar og verkfðll. Eftir Alexander L. Kielland. [Alexander L. Kielland er meðal fræg- ustu skálda Norðmanna. Fæddur 1849, dáinn 1906. A hans dögum var jafnaðarstefnan að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum, og gerðist hann talsmaður hennar i skáld- sögum sínum, má sérstaklega nefna til þess söguna „Arbeidsfolk11. I þeirri sögu flettir hann vægðarlaöst ofan af lífi hinna svo kölluðu „hetri borgara11 og eirir þeim i engu. Víðar í sögum hans kemur hið sama í ljós, beiskja til vald- hafanna og samúð með þeim, sem eiga við hág kjör að húa. Grein sú, sem hér hirtist, sýnir Ijós- iega álit hans á brauðklerkum síns tíma. Nú mun hún ef til vill álitin óþörf og úrelt, en roynslan hefir þó sýnt, að svo er ekki alstaðar, miklu fremur er mörgum klerkum nauðsyn- legt að íhuga þessa grein góðskáldsins norska.] Só það eitthvað, sern þjóðkirkju- prestur skyldi varast, þá er það hið sífelda tal um Mammos; ekki skyldi hann forðast það fyrir þá sök, að um það megi ekki ærið nóg segja, og því síður fyrir það, að Mammona dýrkun nútímans sé ekki hæfilegt umtalsefni i pródik- un, en hafi hann einhvern snefil af sómatilfinningu, ætti hann ekki að minnast með einu orði á kapp- hlaup vorra tíma eftir meiri gróða, meiri völdum og meiri nautnum. Því að sá, sem gerist prestur, veiður að minsta kosti að lifa sam- kvæmt kenningum sínum. Og hvort vór erum heldur kristnir í orði eða á borði, þá þekkjum vór allir fullvel afstöðu trúarbragð- anna gagnvart auðæfum og fátækt; hverjum kristindómurinn veitir, þeim, sem mikið eiga, eða hinum, sem eru eignalausir. Því skal sá maður, sem kemur fram og prédikar kanningar meist- arans, segja skilið við þá stótti sem byggir líf sitt og tilveru á því einu, að allir sæki eftir hærri launum, meiri gróða og meiri nautnum. Eða hefir prestur nokkru sinni sóst ganga gagnstæðan veg? Hefir það nokkurn tíma skeð, að nokkur úr þeim góða flokki hafi forsmáð Mammon ineð því að sækja niður á við — um rýrara brauð, lægri laun, minni gróða og minni nautnir? Þó þorir víst enginn að neita því, að þetta, eftir eðli kristinnar trúar, ætti að vera venja þeirra, sem gegnum þrautir og andstreymi eiga að fylgja meistaranum og leiða aðra um hinn mjóa veg. — „Af hverju koma verkföll?u, spyrja prestarnir. „Þau koma af veilum í insta eðli þjóðfélagsins, að þjóðin, frekar nú en nokkru sinni áður, þjónar og tilbiður guð- inn Mammon.“ Vór skulum kryfja þessar ástæð- ur til mergjar og athuga þær. Maður í fastri og þægilegri lífs- stöðu, sem hefir góða von um æ betri kjör, og þarf engar áhyggjur að gera sór um ellidaga sína og sinna, og er auk þess í orðum og athöfnum skyldur til að hjálpa þeim, sem eru smáir og fyrirlitnir í heiminum. Hann gengur fram fyrir þá, sem enga fasta atvinnu hafa, enga þægilega lífsstöðu, enga von um bætt kjör og þvi síður um áhyggjulausa ellidaga — þá, sem eru í raun og veru smáir og fyrirlitnir — og vogar sór að halda refsiræðu um Mammons dýrkun þeirra. En sé það svo, sem auðvitað er, að Mammon sé tilbeðinn nú á tímum, þá eru prestarnir, sem ætíð hafa tilbeðið h.ann af mestri áfergju, sekari en all# aðrir, vegna þess hve eftirdæmi þeirra eru úr öllu hófi skaðleg. Hefðu þeir þess vegna nokkurn snefil af sómatilfinningu myndu þeir þegja þegar verkalýðurinn berst við auðvaldið, og reyna fyrst að gera hreint fyrir sínum dyrum og stéttar sinnar. En það er enn önnur áetæða fyrir því, að vór þolurn ekki af- skifti klerkanna i þessu máli, og hún er sú, að það er illgirni og heimska að brigsla verkfalls- mönnum um Mammons dýrkun. Hafi prestarnir þá fyrirætlun, að refsa báðum aðiljum, og ávíta bæði verkalýðinn og atvinnurek- endurna, þá er það ekkert »Dnað en hógilja. Þeir geta talað um Mammons dýrkun við stóreigna- menn og aðra auðkýfinga, en það er gjörsamlega óróttlátt að nefna hana í sambandi við baráttu verka- lýðsins fyrir bættum kjörum. Það getur yerið ilt og vanda- samt að skakka leikinn milli auð- valds og öreiga; margir álíta að það verði ekki gert með orðunum einum. En þegar vandlætari kem- ur og segir: „Þór hafið báðir á röngu að standau, þá gerir það baráttuna að eins enn harðari. Og

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.