Skutull

Árgangur

Skutull - 07.07.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 07.07.1928, Blaðsíða 1
tiSKOTULLn Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. YI. ÍR. ísafjörður, 7. júlí 1928. 26. tbl. Frjál Kjósendum er í fersku minni hvað tíðrætt ölluin íhaldsmönnum er um sparnað, og hve örir þeir eru á sparnaðarloforð. Einkum eru þó brögð að því er beita þarf til kjörfylgis. Þá skal alt spara. Fækka embættum, skera niður atyrkveitingar o.fl. o. fl. Nú mætti ætla að eitthvað væri .gert til þess að-standa við þessi loforð, sd reynslan sýnir að svo er ekki, heldur hafa komið fram tillögur, sem benda ótvirætt til þess gagnstæða, eins og t. d. ríkis- lögreglufrum varpið fræga, sem kostað hefði rikissjóð tugi þús- unda króna, 2 ef samþykt hefði verið, og auk' þess orðið þjóðinni ti'l mikillar bölvunar. Sýndi frumvarp þetta glögt hve íhaldinu er tamt að halda sparn- aðarloforð sín. En ekki er þetta einsdæmi. Það mun hafa verið árið 1921, sem íhaldsgæðingar fengu því framgengt, að hér var stofnuð svo kölluð Eáikaorða. Þetta átti svei mér að vera „mikið meinlaust grey“, að eins svolítið dinglum dangl til þeas að hengja á brjóst prjálelskra mauna, íslenskra og erlendra. En það er fróðlegt að athuga hvað prjál þetta kostar ríkissjóð. Arið 1926 er kostnaðurinn sem hér segir: D. kr. 1. Laun orðuritara 2000.00 2. Prentun 2B3.09 3. Ýmislegt 372.22 4. Verð heiðursmerkja m. tilheyrandi 9910.00 Samtals d. kr. 12B3B.31 eða um 15 þúsund íslenslcar krónur. Krossarnir kosta 100 — 300 kr., eftir þvi á hvern þeir skulu hengdir. Auk þess eru umbúðir, viðgerð o. fl., sem alt kostar ærið fó. Síðustu 6 árin hefir prjál þetta kostað ríkissjóð B6 9 48.20 danskar krónur, eða eftir núverandi gildi 68 þús. og 400 íslenskar krónur. Þetta hefir íslensk alþýða þurft að borga, til þess að hægt væri að krossa nokkra íhaldsdela og aðra hógóma dýrkendur. En sjálf verður hún að búa við þröngan kost í óvistlegum og óheilnæmum híbýlum. Um slíkt er ekki fengist. Allir styrkir, sem henni meiga verða hagsbót að, sker íhaldið við neglur sór. En prjáldýrkendur spjátra með krossa á bringunni. Þeir sýna örlæti íhaldsins. Við þá er ekkert til sparað. Þekkið óvini yðar. Engin stefnuskrá getur verið hugsmiði eins manns, efnivið hennar verður að sækja í lits- baróttu mannanna. Aður en Karl Marx kom til sögunnar, gerðu þeir, sem báru hag verkalýðsins fyrir brjósti, margar glæsimyndir af þúsundáraríkinu, framtiðarlandi hugvitssocialismans, án þess þó að athuga hvort verkalýðurinn og fátækir bændur gætu komist þangað. Kenningar Marx voru alt aðrar. Hann rannsakaði óstjórn þá og órettlæti, sem ríkir í heiminum, og athugaði orsakir þess. Eins og vór rannsökum vól eða klukku, þannig rannsakaði Marx þjóðfólag auðvaldsins, þar sem öll völd eru í höndum fárra auðkýf- inga, en alþýðan er kúguð. Við þá ranneókn varð honum það Ijóst, að auðvaldið grefur sina eigin gröf, og þjóðfólag þess hrynur fyr eða síðar í rústir. Auðkýfingunum fækkar stöðugt, en auður hvers þeirra verður æ því meiri. Oreigunum fjölgar, sam- tök þeirra eflast og mótturinn gegn auðvaldinu vex. Baróttan milli auðvalds og öreiga harðnar, og svo fer að lokum, að vopnin snúast í höndum auðvaldsins. Verkalýðurinn gerir byltingu og breytir rikjandi stjórnarskipulagi. En auðvaldið gerir rneira en að grafa sina eigin gröf, það undirbýr einnig jarðveginn fyrir kommun- ismann. Framleiðslan færist nú smámsaman á hendur fárra auð- hringa, sem taka margar og vold- ugar iðnaðargreinir í sínar hendur og eyðileggja alla samkepni, þessa lífæð, sem íhaldið treystir á. Þessi sameining auðmagasins gerir öreigalýðnum auðvelt að taka framleiðslutækin í sínar hendur, og byrja á þjóðnýttri framleiðslu. Hinsvegar væri það miklu erfiðara ef auðnum væri skift á margar hendur og framleiðslutækin væru tvístruð meðal margra. Þetta er söguleg reynsla. Fyrir nákvæma raunsókn ó sög- unni komst Marx að þessari niður- stöðu. Rannsakið lífið-æins og það er, býður hann þeim, sem aðhyllast jafnaðarstefnuna. Þess vegna er öreigalýðnum nauðsynlegt að kynnast mætti auð- valdsins og áhrifum þess. Með þeirri rannsókn getur hann samið sór stefnuskrá. Öreigar þekkið óvini yðar. Sjúkrasnmlngr. 30.. f. m. var, að tilhlutan Jóns Pálssonar, bankagjaldkera, skotið á fundi hér í barnaskólanum til þess að ræða um stofnun sjúkra- samlags fyrir kaupstaðinn. Þar voru samankomnir menn úr flestum félögum hér í bæ, og auk þeirra bæjari'ógeti, héraðs- læknir og sóknarprestur. A fundinum var kosin B manna nefnd til þess að undirbúa stofnun sjúkrasamlags á hausti komandi, eða byrjun næsta vetrar. í nefndina voru kosÍD: Síra Sigurgeir Sigurðsson, Jón Gr. Maríasson, Einar 0. Kristjánsson, Guðm. frá Mosdal, Anna Björnsd.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.