Skutull

Árgangur

Skutull - 07.07.1928, Blaðsíða 3

Skutull - 07.07.1928, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Áskorun. Hermeð er skorað á alla þá, sem hafa lofað fjérfiamlagi til Samvinnufélags ísfirðinga, að gefa sig fram við Ingólf Jónsson, bæjargjaldkera, og greiða honum tillögin hið allra fyrsta. Aríðandi er að menn verði skjótt við þessari áskorun, svo skipin geti komið á þessu ári. Stjórnin. þess að leggja blessun yfir manna- vigin fyrir 10 árum síðan. En líklega má telja, að vel bafi förin borgað sig, frá borgaralegu sjónarmiði, þar sem maðurinn er orðinn stórriddari af hvítu rós- inni finsku. Yfirstóttin finska hefir þurft að iauna honum, að hann sýndi henni ekki verðuga fyrirlitningu. — a. (Eftir „Verkamanninum11.) Samvimmfélag ísSrðinp. ____ i Finnur Jónsson og Eiríkur Eiuarsson fóru utan fyrir nokkru síðan í erindum Samvinnufólags- ins hér. Hefir erindisreksturinn leitt til samninga urn smíði á 5 vólskipum, ca. 40 smál. stórum, milli S. í. og Svenska Maskin- verken, er smíða diesilvólina EKve. Kosta skipin seglbúin með 90 hk. vól 36 þúsund sænskar krónur. Eru þau smíðuð úr eik í Norvegi undir þaki. Vólsmiðjan hefir og veitt lán til skipakaupanna til 10 ára, gegn 61//'/0 vöxtum. Er lánið afborgunaríaust i tvö ár og affalla- laust. Eru kjör þessi hagkvæm og góður árangur fararinnar. Finnur kerhur heim með Islandi, en Eiríkur verður eftirlitsmaður með smíði skipanna. Uvornm má trún? íbald og Framsókn leiddu fyrir nokkru síðan saman hesta sína á þingmálafundum víða um land. Mættu þar ýmsir gæðingar beggja flokkanna og lágu síst á liði sínu. Varð talsvert at á sumum fund- unum, en engi veit hver undir lá, því hvorirtveggju segjast hafa sigrað. Birta íhaldsblöðin langa pistla um ófarir Framsóknar, en Fram- sóknarblöðunum er skrafdrjúgt um hrakfarir íhaldsins. Minnir þetta á það, er krakkar tylla sór á tá og hrópa bver í kapp við annan: Þú ert lítill! Eg er stói! Afcngrislög-in nýju gengu í gildi 3. þ. m. Eru þau að sumu leyti skárri en gömlu lögin og dáiítið smærri götin, þó illa megi telja fatið bætt í heild. Mcutnskólinn. 39 stúdentar útskrifuðust ilr Mentaskólanum í Reykjavík 1. þ. m., 31 úr máladeild og 8 úr stærð- fræðideild. Norræut stúdentamót var haldið í Stokkhólmi 1.—5. f. m. Sátu það um 1000 fulltrúar, meðal þeirra 16 Islendingar. íslnndskort. Stórt og vandað Islandskort hefir Fólag íslenskra barnakennara gefið út nýlega. Samúel Eggerts- son hefir teiknað kortið eftir landmælÍDgum herforingjaráðsins danska, en herforingjaráðið sóð um prentunina. Frágangurinn er í alla staði mjög vandaður. Litirnir eru skýrir og má á þeim glögglega sjá landslagið. Nöfn eru fá. Telja sumir það ókost. En Skutli þykir það ekki. Hann telur það víst, að með korti þessu verði loku fyrir það skotið, að börn sóu látin læra „tíu álna langar og tólfræðar“ örnefnaþulur, eins og nú tíðkast við suma barnaskóla þessa lands, börnum til stórleiðinda en einkis gagns. Á kortinu sjást einnig dýptarmæl- ÍDgar umhverfis landið, helstu álar og grunn. — Kortið fæst hjá Jónasi Tómas- syni og kostar 15 kr., en límt á lóreft og fest á kefli 25 kr. Sundpróf var haldið í Reykjanesi á sunnu- daginn var. • Fór Djúpbáturinn þaDgað með fjölda manns, einnig fleiri bátar. Mikið vantar áf að sundstæði þetta, sem er af náttúr- unnar hendi bið ákjósanlegasta, só fullkomið. Þar vantar bæði ibúðarhús handa nemendum og sundskýli á laugarbarminum, til þess að af- og iklæðast fötum. Ennfrernur stiga upp úr iauginni, streng meðfram laugarveggnum að innan og góðan pall til þess að stÍDga sór af. Þetta finna menn, og var því efnt hór til samskota fyrir sundskála laugardaginn 30. f. m. Söfnuðust um 1400 krónur, þar í talið merkjasala í Nesinu á sunnudaginn og 100 kr. úr Súg- andafirði. Væntanlega verður fram- haid á þessu, svo skálinn komist upp fyrir næsta sumar. Ætti sundið að standa leDgur yfir en hingað til hefir verið. Brautin heitir nýtt kvennablað í Reykja- vík, sem hóf göngu sína 29. júní s.l. Ritstjorar þess eru Sigurbjörg Þorláksdottir og Marta Einars- dóttir. Blaðið kemur út á hverjum föstu- degi 0g kostar 6 kr. árgaDgurinn. Útsölu þess hór í bænum hefir frú Anna Björnsdóttir, Felli. Síld, um hundrað tunnur, veiddist á þriðjudaginn í dráttarnót hór á Pollinum. Seld -til beitu. 8PT* VERSLIÐ VIÐ KAUPFÉLAGIÐ.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.