Skutull

Árgangur

Skutull - 15.09.1928, Blaðsíða 2

Skutull - 15.09.1928, Blaðsíða 2
* SKUTULL )) ttermiNi i Olseini (( ÍSAFIRÐI haía íyrirlig-gjanclis Hveiti, „Glenora“, Hrísgrjón, Melis, höggvinn, Mjólk, „Libbys", Súkkulaöi, „Consum“, do. „Isafold". Ávexti, niðursoðna. geta oftar unDÍð fyrir lægra kaupi. Fyrirvaralaust má reka þá úr hverri vist. A löggjöf landsins verður tæplega sóð, að verslunar- þjónar eéu til. Og ofan á bætist síðan þetta vanalega: Þar sem drottnarnir ná til að kúga menn líkamlega, ganga þeir út frá því sem sjálfsögðu, að þeir eigi sál þeirra og sannfæringu í ofanálag — og það sern verst er — þeir eiga oftast hvorttveggja. Islenskur verslunarþjónD hefir ssfinlega sömu skoðun á öllum hlutum og húsbóndi hans. Einkum er ríkt gengið eftir þvíf þar sem mestu máli þykir skifta, í pólitík- inni. Hann er snatinn, sem sigað er við hverjar ko9DÍDgar. Hann veit hvað við liggur ef hann geltir ekki. „Lað er hart að hróður þann hundar af manni drógu, að þeir flatar flaðri en hann framan í þá sem slógu. Þrælslund aldrei þrýtur mann þar er að taka af nógu; hann gerði alt sem huodur kann hefði haDn að eins rófu.u Menningarleysi islenskra versl- unarmanna verður ekki ýkt. Og menningarlausir verða þeir, meðan þeim lærist ekki að nota sér hið eÍDa menningartæki hins vinnandi lýðs, sem verulegu máli skiftir nú á dögurn, alþýðusamtökin, sór til líkamlegrar og andlegrar við- reisDar. Bein afleiðing af mennÍDgarleysi verslunarmannastóttarinnar er ó- menning kaupmannanDa. Ef hór í landi væri vel mönnuð versluDar- mannaetótt, sem hefði með sór öflngan fólagsskap, er heimti rótt- indi þeim til handa og gerði þá þeirra v^rðuga, mundu ekki þrífast á öðruhverju götuhorni í flestum kaupstöðum á Ijlaodi gersamlega ómentaðir kaupmenn, illa læsir og litt skrifandi, kunnandi oft enga mannasiði. Á ísifirði hefir nýlega gerst sá atburður, er sýnir Ijóslega, hvað islenskir verslunarþjónar mega láta bjóða sór. Hér í bænum er verslunermaður, miðaldra, skólagenginn og vel að sór. Hann er áhugasamur um iþróttir og hefir unDÍð mikið þeim til eflingar meðal unglinga i bæn- um. Vita það allir, að þeir kunna vel hans forsjá í þeim efnum, og að hann hefir mikið traust á meðal þeirra. Siðastliðinn sunnudag er knatt- apyrna á íþróttavellinum. Versl- unarmaðurinn var dómari og hafði skipað linuverði eins og venja er til. Húsbóndi hans, ,kaupmaður hór í bænum, kemur þar að, þykir sjálfsagt að gera hér húsbóndarétt sinn gildandi, tekur merkið af einum línuverðinum, setur sjálfan sig í hans stað og blandar sór í leikinn. Verslunarmaðurinn gengur að honum, verður það á, að láta á sór skilja, að hór sé það hann sem ráði, tekur af bonum merkið og fær það þeim manni, er hann hafði sett til að bera það. Þessi atburður var ekki versl- unarmanninum minnisstæðari en svo, að hann hafði gleymt honum er hann kom heim, og hann rifjað- ist ekki upp fyrir honum, fyr en hann fékk eftirfarandi bréf: „Verslun „Björninn" Isafjörður, ísland Símnefni: „Björninn1*. Sími 73. ísafirði 9/8 1928 Herra verslunarm. Gunnar Andrew ísafirði. Ettir að kafa yfirvegað frarakomu þína gagnvart mér í dag á íþróttavellinum, er eg kominn að þeirri niðurstöðu, að annaðhvort hafi mér verið viljandi sýnd lítilsvirðing ollegar heimskulevur hroki hefur valdið, hið fyrra dæmir sig sjálft, og hið síðara að miklu leyti lika, þar sem það myndi þá endurtaka sig síðar meir. Þar sem eg æski ekki eftir að verða fyrir þannig lsgaðri framkomu í annað sinn, er eg tol fulikomlega brot á stöðu þinni, þá vorð eg þvi iniður að til- kynna þér að eg skoða þig iausan úr þjónustu minni frá deginum í dag. Kaup hef og reiknað þér til 30. September kr. 300 á mánuð eins og áður, og logg eg hér með reikning yfir úttekt þína i þessum mánuði til dags, ásamt eftirstöðvar í peningum kr. 193.52. Að endingu vil eg gefa þá skýringu — þótt hennar ætti ekki að þurfa — að eg var alis ekki af sjálfs bvöt iínu- vörður á vellinum heldur fyrir tilmæli annara, og eg hefði heldur ekki tekið þannig lagaða framkomu til greina hefði hún vorið frá inér óviðkomandi manni, og heldur ekki af þér ef þú hefðir ekki sýnt svo augljósa litilsvirðingu í orðum og látbragði. Yirðingarfylst Ól. Kárason.11 Eins og menn sjá, er það ekki mikið, sem verslunarmaðurinn hefir brot.ið af sór. Hór er ekki um að ræða ágreining í pójitík. Enginn veit annað en að þessir menn séu báðir jafnákveðnir íhaldsmenn. Allir verslunarþjónar íhaldskaup- manna eru að sjálfsögðu íhalds- menn. En hór sóst það svart á hvítu, að verslunarþjónn á Isafirði má ekki, í einu nó neinu, dirfast að hafa aðra skoðun en húsbóndi hans — ekki einu sinni í leik á sunnudegi. Og þó að húsbóndinn vaði uppi með ókurteisi og frekju og sletti sór fram i það sem hon- um kemur ekkert við, ber versl- unarmanninum, sem frekjan og. ókurteisin er sýnd, að beygja sig í auðmýkt, þvi að annað er „full- komlega brot á stöðu bansu og varðar brottrekstri. Svei þór sepp!. Fúrðu! Ei.ns og verslunarmennirnir hafa um sig búið, segist ekkert á þess- ari framkomu kaupmannsins. Hann er seDnilega í sinum fulla rétti, og enginn líður neitt nema versl- unarmaðurinD. Tíu verslunarþjónar fyrir einn bjóðast til að hlaupa í skarðið, fagnandi yfir þessari lausu stöðu, segja „þeim happ sem hlýt- ur“, hugsa sór að láta sór víti hins að varnaði verða og gæta þess, að flatmaga nógu hundslega fyrir húsbóndanum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (15.09.1928)
https://timarit.is/issue/320094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (15.09.1928)

Aðgerðir: