Skutull

Árgangur

Skutull - 12.10.1928, Blaðsíða 3

Skutull - 12.10.1928, Blaðsíða 3
SKUTULL i nitfregnir. Gunnar Benidiktsson . Anna Sighvatsdóttir. Akureyri 1928. Höfundur sögu þessarar er öll- um altnenningi áður að góðu kunnur af sögum sinum: „Niður hjarnið“ og „Yið Þjóðveginn.“ í V>áðum þassum sögum deilir hann á galla núverandi þjóðskipulags, einkum þó í þeirri siðartöldu. Þes9Í nýja saga hans er einnig í sama anda. Hún lýsir lífsbaráttu ungra hjóna. Þau byrja búskap fóvana og vinalaus, treystandi á starfsþrek sitt og lífsorku, Konan Anna Sighvatsdóttir hefir með dugnaði og sparsemi unnið fyrir sór og föður sínum karlægum, en maður hennar, hefir áeiginspítur reynt að brjóta sér braut tit menta. Hann er kominn í 4. bekk menta- skólans þegar þau bindast hjú- skaparböndum og hygst að halda námi áfram eftir hjónabandið. Æblun hans er að leaa utanskóla Og taka síðan stúdentapróf. En alt fer þetta á annan veg. Þegar fram líða stundir vaxa örðugleikarnir. Konan, sera að nokkru leyti hefir unnið fyrir þeim báðum, miasir heilsuna og getur ekki starfað; maðurinn verður að vinna þegar vinna fæst og ástæð- urnar leyfa honum að vera fjarri heimili sínu. Um nám er ekki að tala. Þessir örðugleikar lama lífs- þrek þeirra beggja. Þau missa alla trú á lifinu og að lyktum andast konan í faðmi bónda síns. ör- birgðin drepur hana i blóma lífs- ins. Þannig er aðalefni sögunnar sagt í fáum orðum. Hvernig höf. hefir tekist með- ferð þessa efuis geta menn séð með því að lesa bókina sjálfir. í stuttri ritEregn verður slíku ekki lýst. Þó skal á það bent, að þótt meðferð efnisins sé alstaðar lýta- laus og málið gott, þá er frásögn- in full þur og köld, og höf. virðist óþarflega mjúkhentur á þeim kýl- um sem hann færir út úr. En þrátt fyrir það er bókin hin eigu- 9 TTt-irecrsL uafnótimj>Ia af öUttm tjct'óutn. fiýjólfur ^fmason. legasta og ætti alþýða að eignast bana og lesa. Hlín ársrit sambands norðl. kvenna 12. árg. Akureyri 1928. Hlín hefir alla tíð verið fjöl- breytt að efni, og skemtileg lestrar. Þetta hefti er kinum eldri engu síðra. I þvi eru meðal annars 1B myndir af ýmsum hanDyrðum og útskornum munum, meðal þeirra verðlauna húsgögn Ríkarðar Jóns- sonar, listamanns og verðlauna- baðstofa Kristinar Jónsdóttur, mál- ara. Myndura þessum fylgja skýr- ingar eftir Ríkharð Jónsson og Halldóru Bjarnadóttur. Fleira er þar nytsamt og skemtilegt. Hlín fæst hjá Rebekku Jóns- dóttur Silfurgötu 9b og í Bökun- arfólagi ísfirðinga. Yerðið er ein k'óna. ___________ H. Leiðarvísir til að nema ýmsar hannyrðir og fatasaum. Svo heitir nýútkomin bók eftir Elísabetu Valdimarsdóttur. Bók þessi mun aðallega vera kærkomin þeim, sem eiga óhægt með að fá laiðbeiningar viðvíkjandi fatasaum og hannyrðum, en er líka ómis9- andi við kenslu. í bókinni er langt á annað hundrað myndir, sem eru til nán- ari skýringar við að nema þessar hannyrðir Höf. hefír haldið uppi kenslu í fatasaum og hannyrðum hór í bænum undaDÍarin ár, og hlotið almenna viðurkenningu nemenda sinna, og annara sem betaskyná slik störf. Bókin er prýðilega vönduð að öllum frágangi og hin eigulegasta. Hún er, að mór virðist, ómissandi EPLI ÁPPELSÍNUR ágætar teg-undir*. Kaupfél agið. 25 aura kg. í heilum pokum. Gulrófiír kr. 9.50 pokinn. XC a \xpléla,g°ið. 2>Tý kæía. Verðið lækkað. Kaupfélagiö. við allan saumasksp og ætti að komast inn á hvert heimili. Þar að aukí er þetta tilvalin tækifær- isgjöf handa kvenfólki. Bókin fæst hjá G-uðbjörgu Guðjónsdóttir Templaragötu 6. G. G. Bókmeutir. Bókaverslun Gyllendals er nú að hleypa af stokkunum mjög merkilegri bókaútgáfu. Verða það meðal annars skáldrit eftir snill- inga eins og Dante, Boccacio, Petraca, Shakespeare, Molíóri, Rousseau, Goethe, Schiller, HugO, Dostojofsky, Tolstoy o. fl. Einnig vísindarit í sagnfræði, heimspeki og öðrum greinum. Danskir vísindamenn sjá um útgáfu þessa. Alls er gert ráð fyrir 62 bind- um, 300—400 síðum hvert, er koma út kálfsmánaðarlega. Verð hvers bindis er danskar kr. 1.60 í kápu, en 3 kr. danskar í bandi. W* VERSLIÐ Vlfi KAUPFÉLAGIÐ. -PW

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.