Skutull

Árgangur

Skutull - 10.09.1932, Blaðsíða 4

Skutull - 10.09.1932, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L allt lenti í uppními. Varð af þeigu öllu að Blita fundinum. — Vandi ílokksins er mikill 1 þesBu rmáli: Sigurði Eggerz hefir verið Jofað þingmennskunni, Sig- urður KristjánsBon er óánœgður og get- ur haft það til að beita sér fyrir klofn- ingu, ef hann fær ekki bitann, en Pétur Halldórsson þykir af ýmsum boðlegastur. Getur vel farið svo, að flokksroði þyki af því standa að taka annan hvorn Sigurðinn fram yfir hinn. — Það er þvi jafnvel liklegast, að Pétur verði tekinn, en hinir tveir látnir hamast hvor gegn öðrum til þess að gera sig báða ómögulega. Merknr jafnnðarmadur íátinn. Nýlega er látinn Edward Bull, prófessor við há- skólann í Osló. E. Bull hefir um langt skeið verið varaformaður alþýðuflokks- ins norska — og hann var utanrikis- ráðherra i hinni einu stjórn, sem sá flokkur heflr myndað. Bull var áhrifa- mikill ræðumaður, mjög frjálslyndur og af öllum sagður drengur góður. Hann var prófessor í sagnfrœði, frægur vís- indamaður og ágœtur rithöfundur. Hafa rannsóknir hans og ritverk haft m.jög mikil áhrif og breytt í ýmsum atriðum skoðun raanna á sögu Norðmanna Hefir það ekki verið norskum jafnaðarmönn- um lítill styrkur, að tveir mestu sagn- fræðingar þjóðarinnar, Bull og Halvdan Koht, hafa fylgt þeim eindregið að málum. — Bull var að eins 51 árs að eldri, og er norsku þjóðÍDDÍ að honum mikil eftirsjá. Brotlegur máttarstólpl. Fyrverandi stjórn fyrirskipaði sakamálarannsókn út af gjaldþroti Gísla Johnsens — máttar- stólpa íhaldsins í Vestmannaeyjum. — Hefir Gísli nú verið dæmdur í 46 daga venjulegt fangelsi fyrir vítaverða bók- færslu og ívilnanir til eins af lánar- drottnum sínum. Endurskoðandi reikn- inganna fókk skilyrðisbuudinn dóm, 15 daga fangelsi. Knattspyrnnfélagið Vestri fórtilSiglu- fjaiðar og Akureyrar með Gullfossi 31. ágúst sl. Á Akureyri kepptu þeir víð Knattspyrnufélag Akureyrar og Knattspyrnufálagið Þór. — Sigraði það fyrnefnda Vcstra mefr 4:0, en Vestri har af Þór með 3:0. Á Siglufirði áttust þeir við Vestri og Knattspyrnufólag Siglfirðinga, og fóru leikar þannig, að Siglfirðingar unnu með 4:2, Móttökurá Akureyri voru hinar höfðinglegustu, og róma Vestra-menn mjög, hve drengileg- ur leikur Akureyringanna hafi verið. Mannslát. Nylátjn er Guðrún Ebenezer- dóttir, Brautarholti, Skutulsfirði. Auglýsing Uffl smásöluverð á cigarettum. ■ w XJtsolTjLirer<3 á, cigsLrefcfcTjim ma eigi irera Hserra ea h,ér segir: Elephant (Virginia) kr. 0.55 pr. 10 stk. pakka. CommaDder (Virginia) — 1.10 — 20 *— Gold Flake (Virginia) — 1.10 - 20 — _ . May Blo9som (Virginia) — 1.20 — 20 — Swift (Egiptskar) — 1.10 — 20 — De Reszke (Virginia( — 1.20 - 20 — do (Tyrkneskar) — 125 — 20 — Statesmann (Tyrkoeskar) — 1.25 — 20 — - Soussa (Egyptskarj — 1.25 — 20 -- Teofani Fine (Egyptskar) — 1.30 — 20 - — Auk þess er verzlunum utan Reykjavíkui ’ heimilt að leggja allt að 3% á cigarettumar að auki fyrir fluttningskoatnuði. Umsóknir um ellistyrk sé skilað á skiifstofu mÍDa fyrir lok þessa mánaðar. Eyðublöð fást á skrifstofuDDÍ. Bæjarstjórinn á ísafirði 6. september. 1932. Ingólfur Jónsson. Gagnfræöaskölinn á ísaflrði starfar í vetur i þremur deiidum frá 1. október til aprllloka. Umsókn- í ir sendist á skrifstofu bæjarstjóra eða ti! formanns skólanefndar. - Skólanefndin. Krislján Kristjánsson söngvari var hér i bænum í síðustu viku. Söng hann hór tvisvar við mikla hrifni áheyrenda. Kristján lék sjálfur undir söng sinn, og fðr það einnig snildarvel úr hendi Ködd söngvarans er all mikil, skær og blæ- fögur. BæjarfógetHenihaittið hér hefir verið auglýst tii umsóknar. Er umsóknarfrest- urinn útrunninn þmn 25. þ. m. Ábyrgðarinaður: Finnur Jónssoh. , Prentsmiðja Njarðar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.