Skutull

Árgangur

Skutull - 09.11.1933, Blaðsíða 2

Skutull - 09.11.1933, Blaðsíða 2
2 SKUTULC Stauning sextugur. Þann 26. október sl. varB Th. Stauning forsætisráBherra Dana og foringi danskra jaínaBarmanna sex. tugur. Faðir Staunings var bláfá- tækur kerrusmiBur. — Þegar dreng- urinn var átta ára, fékk hann at- vinnu sem sendill og var þá tíður gestur við bakdyr heldra fólksins. Kaup hans var 2 kr< á viku. Sjúlfur hefir Stauning ritað eftir- farandi línur um fyrstu bernsku sína : „Ég er fæddur í þakherbergi í húsi auðmanns nokkure. Glugginn var þakgluggi, en þar hefir síðar verið settur kvistgluggi. Þarna var ég þó aðeins nokkrar vikur, og hafa foreldrar mínir sagt mér, að þá fluttu þau í bakhýsi inni í miðri Kaupmannahöín, en þar héldust þau aðeins við í hálfan mánuð vegna ótta við, að rotturnar í íbúðinni yiðu mér að fjörljóni". — Þetla gefur hugmynd um æfi- kjörin fraraanaf. Fyrst var Stauning komið til smíðanáms, en til þess reyndist hann of vanþroska líkam- lega. Breytti hann þá til og tók að nema vindlagerð. Sextán ára gekk hann i Socialdemokratisk Forbund, og 18 ára var hann í fyrsta sinni þátttakandi í verkfalli. Árið 1895 er hann kosinn í aðalstjórn sins fag- sambands, og þrem árum síðar er Alþýðublaðið í hinni nýju mynd sinni virðist ætla að ná miklum og almennum vinsældum. I Reykjavlk einni hafa þvi bæzt 300 fastir kaup* endur sl. viku, og hér seldist blaðið upp hjá Jönasi Tómassyni á tveimur dögum. — Er það og tvímælalaust myndarlogasta dag- blað landsins. Auglýsingar hofir það engar á fyrstu siðu. Það flytur nú hina frægu skáldsögu Hans Fallada, sem nýlega var sagt frá hór í blaðinu: „Hvað nú — ungi maður11. Það heíir fréttaritara í Osló, Stokk- hölmi, Kaupmannahöfn og London, og sér lesendum sinuar þannig fyrir fyllri útlendum fréttum en nokkurt annað blað hér á landi. Margir snjöllustu ritliöfundar landsins hafa lofað að rita i blaðið, hann orðinn gjaldkeri í Socialdemo- kratisk forbund. Árið 1906 er Stauning kosinn á þing, og 1910 fellur valið á hann sem foringja flokksins. Á árunum 1916—’20 gegndi hann ráðherraembætti í ráðuneyti Zihle. Árið 1924 myndar Stauning fyrsta jafnaðarmannaráðu- neytið í Danmörku og var sjálfur forsætis- og verzlunarmálaráðherra. Fóru jafnaðarmenn þá með stjórn til 1926. Ráðuneyti Madsen Mygdal féll 1929, og varð Stauning þá aftur forsætisráðherra. Gegndi hann nú auk þess störfum samgöngu- mála- og landvarnarráðherra. Við þjóðþingskosningarnar 16. nóvember í fyrra unnu jafnaðarmenn enn á í Danmörku, bættu við sig 70 000 atkvæðum, og hélt þá Stauning auðvitað áfranr sem forsætisráðherra og er það ennþá. Árið 1898 fengu danskir jaínaðarmenn 32 000 at- kvæði, en við kosningarnar í nóv- ember í* fyrra fengu þeir hvorki meira né minna en 660 830 atkv. Skráðir flokksmenn voru 20 þús, árið 1898, en nú eru ílokksbundnir jafnaðarmenn í Danmöiku 179 579. — Þessar tölur sína þróun jafn- aðarstefnunnar í D.mmörku á starfs- tímabili Staunings. Þar í á hann sinn mikla þátt, enda er hann af mörgum talinn slingastur allra nú- lifandi stjórnmálamanna á Norður- löndum. í seinustu blöðum er m. a. sagt frá nýjasta hneyxli Magnúsar Guðmundssonar, en 1 því eru Björn Gíslason og Eirikur Kerúlf aðalpersónurnar. ítarlega er gerð grein fyrir kosningamisfellunum í Hafnarfirði og Vestur-Skaftas fellssýslu. Hóðinn ritar langa og gagnorða grein um efnið : Hvern- ig á að s'tjórna landinu f'ram yfir kosningarV og Finnur Jónsson gerir grein fyrir nauðsyn nýrrar sildarverksmiðju. Þessar greinar þurfa allir að losa. Alþýðublaðið fæst að jafnaði í lausasölu í bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Einnig tekur Jónas móti nýjum áskrifendum. Alþýðu- menn ættu a. m. k. að reyna að slá sér saman um blaðið tveir og tveir, ef þeir sjá sér ekki fært að kaupa það einir. Verðið er 2. kr. á mánuði — eða 5 kr. ársfjórð- ungurinn, ef greitt er fyrirfram: Gagn og gaman. Það er að vísu ekki hægt að segja, að hörgull hafi verið á staf- rófskverum, en flest hafa þau verið fremur óaðgengileg fyrir börn, og öll sniðin fyrir gömlu stöfunsrað- feiðina. Nú er komin út lesbók fyrir byrjendur, Gagn og gaman, heitir hún, eftir þá ísak Jónsson kennara í Reykjavík og Helga Elíasson fræðslumálastjóra. Bókin er samþykkt af skólaráði barnaskól- anna, sem kennslúbók í Jestri. Einkum er hún sniðin íyiir hljóð- aðferð í lestrarkcnnslu. Þegar þeirri kennsluaðferð er beitt, er ekki byrjað á nöfnum bókstafanna, heldur á hljóðunum sjalfum i talmáli barnanna. Verk- efnið er svo að þekkja hin sýni- legu tákn hljóðanna og æfa sig á að gera þau sjálíur, fyrst, einstök, svo tvihljóða orð, síðan lengri, og þá stuttar setningar smáorða. Söngurinn gel.ur líka þjónað þessari námsaðferð, einnig teiknilöngun barnanna og maigskonar leikir. Reynslan hefir sýnt, að hér er um að ræða miklu eðlilegri tileinkun móðurmálsins en með stagli stöf- unarinnar gömlu. Hljóðaðferðinni fylgir fegurra lestrarlag, og staf- selning verður auðveldari. Með henni rennur lestur, skrift og létt- ritun, sem áður var gert að þremur erflðum nám3greinum, saman í eina lífræna heild — eina námsgrein. Bókin hefir ýmsa kosti: Letrið er stóit og einfalt. Myndir og mál- far eiu úr lífi barna. Bókin gefur bendingar um leiki, sem létta undir námið og auka tilbreytni þeas. Teiknihneigð og söngþrá barnanna eru sömuleiðis teknar í þjónustu lestrarstarfsins, þogar þessi bók er notuð af konnara, sem kann að keuna lestur oftir hljöðaðfeið. Helzt mætti finna það að bókinni, að of lítið sé af tvíhljóða oiðum framan- til í bókinni, en úr því á hver kennari að geta bætt,. Þá eru uokkr- ar meinlegar málvillur í lesköflun- um, og bandið er óvandað. Ekki verður annað með sanni sagt, en að bók þessi hefir mjög marga kosti fram yfir stafrófskverin gömlu, og hlýtur sétstaklega að vera kærkomin öllum þeim yugri kennurum, sem beitt; hafa hljóðað- ferð í lestrarkennslu við bókaileysi og bágborna aðstöðu að fleslu leyti. Haunibal Taldimarsson,

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.