Skutull - 03.08.1935, Blaðsíða 2
S K tl T U II C
2
KlíUuátök.
Eftir miklar heimiliserjur hjá
ihaldsflokknum f Reykjavík hef-
ir verið ákveðinn eftirmaður
Jóns Þorlákssonar í embætti
borgarstjóra. Varð Pétur Hall-
dórsson bóksali fyrir valinu.
Jakob Möller mun hafa beitt
hótunum, ef fram hjá sér yrði
gengið, en kjósendanna vegna
þorði flokkurinn samt. ekki að
taka ábyi’gð á Möller. Að öðru
leyti voru tveir þættir borgai'-
stjóraorustunnar um þá Guð-
mund Ásbjörnsson kaupmann
og Thor Tliors, og sá þriðji um
fjármálageníið frá Vestmanna-
eyjum, Jóhann Jósefsson. Að
baki þessum mönnum eru 4
sjálfstæðar klíkur í Sjálfstæðis-
flokknum, og mun nú ekki
vera friðvænlegt milli þeirra
undirniði’i út af þessum mála-
lokum. Kaupmannaklíka Reykja-
víkur styður Pétur, og er af
þessu auðséð, að í Reykjavík er
hun sterkasla klíka flokksins,
jafnvel svo, að hún ráði niður-
lögum Kvöldúlfsklíkunnar. —
Nokkuð mun það og hafa stutt
að þessum úi’slituin, að öllum
her saman um, að Pétur sé
ihaldssamasti og þröngsýnasti
maðurinn af öllum þeim, sem
um var að ræða.
Seint er að byrgja brunninn,
þegar barnið er dottið
í hann.
En þó er seint betra
en aldrei.
Nú hefir ríkissijórninni bor-
ist beiðni frá útgei'ðarmönnum
á Siglufirði um að loka áfengis-
verzluninni frá 25. júlí — 15.
september, þegar hæjarfógetan-
um lítist þess mest þörf.
Áskorun útgerðarmannanna er
svohljóðandi:
„Yér undirrítadir útgerðar-
menn og framlwœmdastjórar,
sem atvinnu rekum á Siglufirói,
skorum á ríkisstjórnina aó fela
bæjarfógelanum hér í bæ aó
loka áfengisútsölu ríkisins á
tímabilinu frá 2ö. júlí til 15.
september, þegar hann lelur, aó
þess sé sérslök þörf, og þaó al-
veg fyrirvaralaust, t. d. þegar
mörg skip liggja hér inni vegna
óveóurs eóa að öðru leyti þegar
mikil hœtla er á, að óregla eóa
óspeklir hljótist af of mikilli á-
fengisneyzlu, og þá sérstaklega
aðkomufólks.
ríelta teljum við nauðsynlegt,
svo að eigi horji til vandræða
vegna óreglu og óreiðu á ýms-
um sviðum, sem stórkostlega
mundi tru/la atvinnurekstur vorn,
og ekki sjáanlegl, að svo fjöl-
menn lögregla verði skipuð, að
reglu yrði haldið uppi“.
Siglufirði, 10. júlí 1935.
(Undirskril'tir.)
Sjálfsagt eru það ekki einung-
is bindindismenn, sem að þess-
ari áskorun standa. En þeir
viðurkenna vandræðaástandið.
Sjá ekki fram á, að lögregla
geti veitt atvinnu þeirra örugga
vernd fyrir uppivöðslu drykkju-
skaparins, og heimta að brunn-
urinn sé byrgður.
Svona er það jafnan í áfeng-
ismálunum. — Rindindismenn
sjá alltaf mannskemmdahættuna,
sem af áfengisnautninni stafai'.
Andhanningar viðurkenna hana
ekki. En þegar líf ÞEIRRA eða
fjármunir getur beðið tjón af
afleiðingum víndrykkjunnar, þá
viðurkenna þeir eins og aðrir,
að þörf sé takmarkana. And-
banningar telja rétt, að bílstjór-
um og skipstjói'um sé bönnuð
neyzla áfengis. Það gæti nefni-
lega varðað þeirra eigið
I i f, ef víndrykkja slíkra manna
væri almenn. Og Siglutjarðar-
ástandið, sem setur h a g s -
m u n i þeirra í hættu,opnar líka
augu þeirra fyrir lokunarnauð-
syn vínbúðarinnai'. Munurinn á
sjónarmiði bindindismanna og
andbanninga virðist því greini-
lega vei’a sá, að þeir fyr-
nefndu vilja takmarka vínnautn
vegna almennra skaðsemdar-
áhrifa hennar, siðferóilegra og
fjárhagslegra, — en þeir síðai’-
nefndu eru aðeins með, þegar
eigið líf og eigin fjármunir geta
beðið hnekki af. — Bindindis-
sjónarmiðið er menningar-sjón-
armið — en hitt siðlaus ein-
staklingshyggja, blinduð eigin-
girni.
Alþýðuflokksblað.
Blaðið »Neisti« á Siglufirði
liefir ekki komið út nema ein-
stöku sinnum, en nú hefir Jón
Sigurðsson, erindreki Alþýðu-
sambandsins tekið við ritstjói’n
Neista, og kemur blaðið fram-*
vegis út vikuléga. — Hafði blað-
ið strax mikla þýðingu fyrir
gang hinnar snörpu kaupgjalds-
deilu, sem atvinnurekendur
stofnuðu til á Siglufirði núna í
byrjun Síldartímans. — Óskar
Skutull blaðinu góðs gengis, og
er þegar sannfærður um, að
Siglfirðingar eigi eftir að njóta
mikilsgóðs af blaði sínu »Neista«.
Þeir, sem gerast vilja kaup-
endur Neista, ættu að snúa sér
til ritstjóra þessa blaðs.
Reknetasíld.
byrjaði að veiðast hér í fyrri
viku, og hefir nú verið góður
afli undanlarna daga. Sumir
bátar hufa jafnvel fengið 70—80
tunnur á nótivU.
Knattspyrnukeppni
fór fram í seinustu viku milli
þriðja llokks fra knuttspyrnufé-
laginu Val í Reykjavík og þriðja
flokks úr Herði. — Var keppt
tvisvar, og ui’ðu úrslit þau, að
Hörður vann í bæði skiftin.
Hið fyrra með 3:2 og hið síð-
ara með 2:0.
Mega ísfirskir knattspyrnu-
menn una xnjög vel við þessi
leikslok, einkum sökum þess,
að þeir bafa nálega ekkert getað
æft sig í vor, vegrxa viðgerðar
íþi'óttavallarins. — Margir á-
horfendur voru að kappleikjum
þessum, enda er það ágæt
skemmtun að horfa á knalt-
spyrnu, þegar fjör er í leiknum
og áhöld um frækni beggja
sveita.
Arngrímur Bjarnason,
bóndi á höfuðbólinu Mýrum,
mun vera hættur búskap og
ætla að flytja hingað á mölina
með fjölskyldu sína. Hefir lieyrst,
að hann hafi keypt húseignina
Ilafnarstræti 11.
Kighóstinn
hefir enn orðið barni að bana
hér í bænum.
Endurnýjun happdrættismiða
til sjötta flokks er byrjuð. —
Eru vinningar 350 og upphæð
vinninga samtals kr. 71 000,00.
Skólastjóraskifti.
Steingiímur Steinþórsson hefii
látið af skólastjórn bændaskólans á
Hólum sökum- þess, að hann hefii
nú tekið við embætti búnaðai-
málastjóra.
í hans stað hefir Kristján Karli-
son, systursonur Sigurðar íyrrum
búnaðarmálastjóra verið skipaðui
skólastjóri á Hólum frá 1. þ. m. að
telja. Kristján er ungur maður og
heflr að undanförnu verið ráðu-
nautur Búnaðarsambands suður-
lands og bústjóri í Gunnarsholti.
Knattspyrnukeppni.
Staifsmenn í Kaupfélagi ísfiið-
inga og Bökunarfólagi ísfiiðinga
hafa skorað á staifsmenn víð
veizlun Ólafs Kárasonar, veizl. Bj.
Guðmundssonar, Smjörlíkisgerðar-
innar og Gamlabakarísins i knatt-
spyrnu laugatdaginn 3 ágúst næst-
komaudi.
Níræðisafmæli
átti öldungurinn Jón Þórðarson
dýralæknir þann 17. þessa mánað-
ar. Hefir Jón nú verið blindur i
mörg ár. — Er margt merkilegra i
æfisögu hans en ýmsra þeirra, sem
ástæða hefir þótt til að láta á þrykk
út ganga.
Talsamband við útlönd
var opnað í gær. Er það mjög
merkur atbuiður til aukinna tengsla
milli íslands og umheimsins, og
getur haft stórmikla viðskiftalega
þýðingu. i
Bækur,
„Áp í lielvíti“.
Eftir Volfgang Langhoff.
Fyrir nokkrum dögum er út
komin í Reykjavík athyglisverð
bók, sem svo heitir. Gefur hún
átakanlegar lýsingar af lífinu í
þýzku fangaherbúðunum, og er því
spennandi eins og skáldsaga. En
því miður eru það sannir atburðir
sem hún skýrir frá. Er höfundur
hennar leikari, sem árlangt var
haldið í þessum kvalastöðum, sem
nazistastjórnin þýzka hefir búið út
til að seigdrepa póiitíska andstæð-
inga, aðailega jafnaðarmenn og
kommúnista — og gyðinga. Höf-
undurinn segist geta svarið, að hann
segi ekkert nema sannleikann um
dvöl sína í fangabúðunum. Er það
óneitanlega ljótur sannleikur um
meuningu vesturlanda á 20. öld.
Bók þessi verður seld hér í
bænum mjög bráðlega.
Ný veiðiaðferð.
Verðmæt fisktegund, sem
ekki hefir verið notuð hér
við land, veidd hér í Djúp-
inu undanfarna daga.
Árið 1924 fLuttist Norðmaður-
inn Sirnon Oluen hingað til bæj-
arins. Hafði hann þá i forum sín-
um lifcil veiðitæki til Rækjuveiða.
En Rækjan er lítil krabbategund,
rauð á lit og almennt köfluð
„kampalampi® á máli sjómanna.
Er hún náskyld humrunum, sem
mikið eru veiddir til manneldÍB
i Norðursjónum og við Norður-
Ameriku og þykja dýrindis fæða.
Á árinu 1924 reyndi Símon
Olsen ásamt 0. Gr. Syre að veiða
rækjur hér í Djúpinu. Fengu
þeir félagar etrax reynslu fyrir
því, að nóg var tii af þeim, en
markaður enginn. Hættu þeir svo
veiðiskapnum og hafa ekki feng-
ist við hann hér, fyr en nú. í
vor pöntuðu þeir Olsen og Syre
fullkomin rækjuveiðarfæri frá
Noregi, og munu þau hafa kostað
um 2000 krónur.
Hafa þeir nú tekið mótorbát á
leigu, og lögðu af stað i veiði-
för inn 1 Djúp 28. júli sl. Fengu
þeir i það sinn aðeins nokkra
litra. Siðastliðinn mánudag lögðu
þeir fólagar enn af stað og reyndu
nú utarlega í Djúpinu — út af
Jökulfjörðum á ca. 80 faðma
dýpi. — Veiddu þeir þá vel, og
ónýttist all mikið af aflanum
vegna þess, að þeir höfðu ekki
nógu stórvirk suðutæki i bátnum*
en rækjurnar verður að sjóða
etrax lifandi ur sjóuum. Settu þeir
þá stór suðutæki 1 lest bátsins, og
hafa veitt vel siðan.
* Rækjurnar eru, eins og frænd-